Heima er bezt - 01.09.1956, Side 27

Heima er bezt - 01.09.1956, Side 27
DULSKYNJANIR og DULSAGNIR Ur handritum Ólafar á Hlöi um. (FRAMHALD) H FYLGJUR vernig eru þessar fylgjur, sem þú sérð? Það get ég varla sagt, því að þær eru svo ýmislegar. — Líkjast þær mönnum eða dýrum? — Stundum líkjast þær dýrum, en stundum eins og illa skapaðir menn, ósköp afskræmilegir, og eins eru líka þær, sem meira líkjast dýrum. Það er flest fárán- legt og ljótt, en sitt með hverju móti. — Nú, eru þá allar fylgjur, sem þú kallar svo, af- skræmislegar og Ijótar? — Nei, sumar eru eins og þokukenndar verur með óglöggri mannsmynd, en sumt með meiri eða minni keim af dýrum. Það er næstum allt meinlaust og að- hefst ekkert, nema er á sveimi á bæjum og milli bæja, bæði innan um fólk og þar sem fólk er ekki, og ég sé það jafnt, hvort sem bjart er eða dimmt. — Hvernig ferðu að vita, hvaða fylgju hver maður hefir? Húsmóðir þín fullyrðir, að þú getir oft sagt fyrir, hvaða gestir komi bráðum á heimilið. — Ég sé þennan slæðing, áður en þeir koma. Og svo lærist mér smám saman, hvað tilheyrir hverjum. — Sérðu þá fylgju allra? — Nei, ekki nema undan einstöku fólki. Sumt af því er einhver óskapnaður, sem ég get varla lýst, en þekki þó. — Er það þá hryllilega ljótt? — Það er sjaldan, þó kemur það fyrir. Það lá við, að ég yrði hrædd við það, sem ég sá einu sinni í sumar, það var reglulega illúðlegt. — Segðu mér sem gleggst af því. — Það stóð svo á, að ég svaf eina nótt úti í heyhlöðu. Ég lá uppi á heyinu, sem var orðið hátt í öðrum enda hlöðunnar, en hinn endinn var tómur. Er ég hafði sofið um stund, vakna ég við þrusk í heyinu. — Var bjart? — Svo var. Og þá sé ég þessa andstyggð þarna uppi á heystálinu hjá mér, og var það eins og að skríða til mín. Mér varð nærri því ónotalegt, þetta var svo ljótt og rétt hjá mér og helzt líkt því sem það vildi mér eitthvað illt, sem aldrei er vant að vera um svona slæðing. Ég sezt upp og horfi fast framan í það, þá skríður það strax frá og veltist ofan af stálinu niður á gólf. Ég fer fram á stálsbrúnina til að sjá, hvað um það verði. Þá sé ég, hvar það flýtir sér að komast út um baggagatið, og svo hvarf það út. — Blessuð reyndu nú að gera mér ljósa grein fyrir sköpulagi á skepnu þessari eða ófreskju. — Það var líkast sel, en miklu stærra en þeir selir, sem ég hefi séð. Og ekki hoppaði það á hreifum, heldur engdist sundur og saman og komst einhvem veginn áfram líkt og ánamaðkur, þó að skepna þessi væri svona óviðjafnanlega miklu stærri. — Hvernig komst það upp á stallinn í baggagatinu? — Það engdist einhvern veginn svona sundur og sam- an, eins og þegar það skreið eftir gólfinu og komst viðstöðulaust upp og út, enda er lágt upp í baggagatið. — Var það loðið á skrokkinn? — Já, grátt og loðið, einlitt, en hárið lengra en á sel. — En hausinn, andlitið? — Hausinn var svipaðastur selshaus, en andlitið var líkara eins og á Ijótum manni, með fjarska mikið skegg og ógurlega grimmdarlegan svip, svo að mér eins og ofbauð. — Hefir þú ekki séð þessa skepnu, nema þetta eina skipti? — Jú, en ekki svona glöggt. Þetta er ævinlega á ferð- inni á undan einum og sama manni. — Kom hann þá þarna á eftir, að þú sást þetta í hlöðunni? — Já, hann kemur ævinlega, þegar ég sé það, þetta fylgir honum. SVIPIR FRAMLIÐINNA — Hvernig eru þá sálirnar eða svipir framliðinna manna, sem þú sérð? — Þær eru fallegar og haga sér allt öðruvísi en hinar verurnar. Oftast eru þær hvítar eða ljósar útlits, og fötin þeirra eru ekki eins og okkar föt, heldur er eins og það sé vafið innan í lausar, hvítar voðir, líkt og ég hef séð á gömlum ritningarmyndum. Það er eins cg fatnaðurinn sé ekkert sniðinn eftir líkamanum, en alltaf sjást samt hendur og fætur bert. — Er það ævinlega svona búið? — Oftast nær held ég það sé, en veit þó ekki nema sumt sé í fötum eins og okkar. Þannig var það til dæmis í vetur, að ég sá kvenmann, sem var alveg eins klædd og stúlkur eru vanalega heima hjá sér. Það var þannig, að fjármaðurinn á Bægisá kvartaði um, að sér gengi illa að koma fénu inn í eitt fjárhúsið, það var eins og það þyrði ekki inn og hlypi frá húsinu, þegar það var komið að því. Hann fór að tala um það við mig, að ég ætti nú að koma til húsanna með sér og vita hvort ég sæi nokkuð. Ég gerði ekkert úr því og Framhald á bls. 330. Heima er bezt 307

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.