Heima er bezt - 01.09.1956, Side 28
J. M. EGGERTSSON:
I SJAVARHASKA
að var vorið 1931, árið eftir Alþingishátíðina
miklu — þessa þúsund ára þjóðhátíð — að
„kreppanu mikla kom. (Reyndar var hún kom-
in áður og stóð enn um árabil, eftir að eftir-
farandi saga gerðist). Ég set „kreppu?ia“ hér innan
gæsalappa og undirstrika hana. Þessi kreppa var eng-
inn skáldskapur, heldur sannur raunveruleiki, sem mað-
ur vildi þá óska, að kæmi aldrei aftur. Sama er að
segja um atburð þann, er ég ætla nú að greina hér í
eftirfarandi orðum. Ég vildi óska, að ég þyrfti ekki
að upplifa hann aftur.
Ég átti heima í Reykjavík, þá er þetta var, nýlega
kvæntur, — nákvæmlega sagt: fyrir hálfu öðru ári; bjó
og leigði í nýbyggðu húsi í Reykjavík, Bergstaðastræti
83 uppi á efri hæð í því húsi sunnanverðu.
Notalegt þykir mörgum að vera nýgiftur og eitthvað
ævintýralegt í aðra röndina, en ekki er það ætíð sælu-
ríki sveimhugum, — og nú var „kreppan“ komin.
Það var enga atvinnu að fá, — ekki nokkurs staðar
nokkurt handtak — væri einhvers staðar eitthvað laust,
voru ótal margir um boðið. Það var engin leið að fá
að læra neitt handverk heldur, — iðnaðarmenn sjálfir
atvinnulausir, voru því hvarvetna á verði, að ekki fjölg-
aði fagmönnum inn í atvinnulausa iðnstéttina. Kunn-
ingsskapur einn réði, ef eitthvað var að fá, — handtak
ellegar atvinnu. Ég auglýsti eftir atvinnu (eins og ýmsir
fleiri) bæði í borginni og út fyrir hana, en allt kom
fyrir ekki. Enginn þurfti á manni að halda.
Þá var það næst, að leita út á landshornin. Leizt mér
þá helzt að leita norður til Grímseyjar; þar átti ég
frændur og þar var oft fisk að fá.
Það var um miðjan maí 1931, að ég tók mig upp að
sunnan og skreiddist norður fyrir land með „Novu“,
sem þá var í förum fyrir Bergenska gufuskipafélagið.
Við Húsavík á Skjálfanda hafði ég skipaskipti og tók
„Súðina“ ísl. ríkisins, er þá var í strandferð með áætl-
unarviðkomu til Grímseyjar.
í Grímsey er oftast gott að koma, enda þótt eyjan
sé afskekkt og liggi á mörkum tveggja heimshafa:
Atlantshafsins og Norður-íshafsins. Heimskautsbaugur-
inn, sem eftir útreikningi vísindamanna, er á hægri leið
norður; liggur nú yfir Grímsey lítið eitt sunnan við
miðju samkvæmt kortinu.
Nú var það næst, með Grímsey fyrir fótum, að fara
að róa til fiskjar og reyna að bjarga sér.
Ekkert skipsrúm var laust. Var því ekki í önnur horn
að venda en fá sér fleytu og fara að róa einn á bát,
enda þótt sáralítið væri upp úr því að hafa. —
Kaupmenn úr landi, aðallega frá Húsavík á Skjálf-
anda, höfðu smávegis verzlunarútibú í Grímsey um
þessar mundir, og jafnframt fiskimóttöku, og höfðu
venjulega heimamann eða menn úr Grímsey sjálfri til
móttöku fiskjar og afgreiðslu á verzlunarvöru, væri sú
vara fyrir hendi.
Fleytur eyjarskeggja voru aðallega smábátar og trill-
ur, skipshöfn oftast 2 menn á hverri fleytu. Hafnlaust
var við Grímsey og því ekki hægt að hafa þar stærri
skip en svo, að ráða mætti þeim til hlunns með litlum
fyrirvara. Oft var ágætisafli langróðraskipa frá megin-
landinu á Grímseyjarmiðum, þótt Grímseyingum sjálf-
um gæfi ekki til fiskjar fram úr landsteinum tímum
saman sökum hafnleysisins.
HÉR BIRTIST ÖNNIIR VERÐLAUNARITGERÐ HEIMA ER BEZT