Heima er bezt - 01.09.1956, Page 30

Heima er bezt - 01.09.1956, Page 30
310 Heima Nr. 9-10 --------------------------------er bezt--------------------------- leg fyrir mig einan til að fást neitt við hana, svo ég reyndi ekkert við hana og lét hana eiga sig, en hún glettist við hvern fisk, er ég dró upp að borði, gleypti þá í kjaftinn, saug þá og marði, án þess þó að ná nein- um af önglinum. Loks fór þó svo, að hún gleypti fisk, er ég var að draga, og festist sjálf á öðrum önglinum, en ég var með færi með löngum stálás í gegnum sökk- una, eins og siður var norður þar, með tveim önglum og taumum og hefur sennilega verið fiskur á báðum önglum, eða „bandiðu, eins og komizt var að orði, þegar tveir fiskar voru á. Þessi ályktun er samkvæmt því, er síðar kom fram og segir frá hér á eftir. „Gamla konaníl, — en það nafn notaði ég þá á þessa fullorðnu flatfisldtegund, þá er þeir voru verulega vænir, og tóku aðrir það upp í þeirri veiðistöð eftir mér. Já, — „gamia konanu var fljót að fara niður eftir að hafa fest sig á færinu og var nun erfið og þung að „reisa“ hana frá botninum, og oft varð ég að „gefa“ henni, áður en mér tókst að koma henni upp að borði svo vogandi væri að freista þess að bera í hana. Ég var ekki með byssu í bátnum til að skjóta hana og ekkert. gott barefli og ífæran fremur léleg, svo ég vildi freista þess að ná hin- um önglinum og festa hann í henni líka og lofa henni svo að fara „niður“ einu sinni enn, ef hún vildi. En einmitt þegar ég er að séilast eftir önglinum, er kippt óþyrmilega í, og um leið fæ ég fádæma gusu af sjó inn í bátinn og yfir mig allan. Það er þá önnur spraka engu minni komin upp að borði og búin að gleypa hinn öngulinn á ásnum með öllu, sem á var, og orðin föst, svo nú voru þær orðnar tvær, rígfullorðnar, fastar á sama færinu — og ekki nóg með það — sú þriðja var þar á eftir, svo risavaxin, að ég hef aldrei séð aðra eins óhemju skepnu á ævi minni fyrr eða síðar. Ég man eiginlega ekkert hvað gerðist næstu örskots- stundir — þetta var allt í svo skjótri svipan, — ég hélt í færið eftir mætti og það smó með ofsaharða gegnum greipar mínar. Ég hafði á höndum svellþykka, róna sjóvettlinga, en þeir tættust í sundur eins og reykur og færið skar mig í hendurnar; það hvein og brann á borð- inu, unz færið söng í sundur og ég kastaðist aftur á bak yfir miðþóftuna og á kaf ofan í fiskinn í rúminu og lá þar lengi, meðan ég var að jafna mig eftir ósköpin. Margar fagrar sprökur hef ég fiskað síðan og alltaf er ég ofurlítið „nervus“, eða óstyrkur á taugum, er ég festi í stórri flyðru. Og enn þá er það svo, enda þótt ég sé hættur að fiska, að ég þarf ekki annað en að sjá stóra lúðu, dauða, liggjandi uppi á landi, til þess að fá „titring“ í taugar. Þetta situr svona í manni. Er þetta sem undanfarandi forspil að sjálfri hrak- fallasögunni. Þá var það, þetta sama sumar 1931, laugardagsmorg- uninn 8. ágúst, að ég hugði til sjóferðar. Norðan-norð- vestan gúlpur hafði verið um nóttina, en hægði með morgninum. Þó var enn hauga undirsjór úti fyrir og hnitaði í rastirnar fyrir Fæti og Flesjum, norður- og suðurenda eyjarinnar. Síldarskip allmörg lágu í vari undir eynni vestan- verðri, með því ekki var veiðiveður, til þess var enn allt of mikill undirsjór, enda þótt ekki væri stormur í lofti. Grímseyingar sjálfir, heimamenn, hugðu því ekki til sjóferðar þennan morgun, heldur til heyverkunar heima á túnum sínum. Það urðu því aðeins tveir bátar, er til fiskjar fóru frá Grímsey þennan dag; sá er þetta ritar, einn á fari, og önnur færeyska trillan, sú stærri, með fjögra manna áhöfn, formaður Andreas Flenrikssen, gamall sægarpur og mikill kunnáttumaður, glöggskyggn, ráðsnjall, lífs- reyndur og vitur. Andreas var róinn á undan mér og mun hafa haldið á einhver „inn- og austur-miðin“, er svo voru nefnd. En ég vatt upp segl og sigldi beint á mitt nýfundna mið fram við Flesja-röstina fyrir suð- vestur enda eyjarinnar. Áður en Andreas fór, spurði ég hann, hvernig hon- um litist á sjóveðrið í dag. En hann svaraði því til, að ekki mundi hvessa í dag, en haugasjór strax og eyjar- varinu sleppti og sjóveður óhagstætt og illt á smábát- um, enda þótt hann væri að hugsa um að reyna sjóferð rétt til málamynda, með því hann og skipshöfn hans hefðu ekkert þarfara við að vera í landi. Bað hann mig að fara ekkert út fyrir eyjarvarið, ef ég færi að fiska, og yfirleitt að fara varlega og helzt ekkert á sjó í dag, því sig hefði dreymt svo í nótt, að ég mundi bráðlega fá mig fullreyndan, en vonaði þó, að það væri ekki fyrirboði feigðar. Eftir að hafa „möndlað“ mig niður á þessu tæpa og þrönga, nýfundna miði mínu, lagðist ég þar við dreka, lá við „fast“, eins og kallað er, því annars rekur mann fyrir straumi og vindi brott af miðinu undir eins. Þá lagzt er við fast í straumi og undiröldu, verður að hafa mikið „yfirvarp“, þ. e. gefa allmikið út á stjóra- færinu, svo að stjórinn, hvort sem hann er steinn eða eitthvað annað, kippist ekki upp úr botni við bylgju- hreyfinguna og dragist ekki um botninn fyrir átökum vinda og strauma á bátinn, sem heldur uppi stjórafær- inu, svo festist og „fatti“ vel, en reki ekki. En þeg.ir mikill straumur er, stormur eða alda, eða þetta allt til samans, eins og oft skeður á sæ, þá iðar báturinn, lyftist, heggur, skekst og sargar, hristist og strekkist í stjóra- bandinu; hættir þá festinni til að vilja sargast í sundur eða skerast á hrauni eða bergeggjum í botninum. Fór einnig svo í þetta sinn, að ég slitnaði upp eftir tæprar einnar stundar legu og mun þá hafa verið búinn að fá um 50—100 kg. fiskjar. Ég hafði tvo steina í bátnum til seglfestu, voru þeir vafðir eða bundnir þannig, að þeir voru útbúnir sem varastjórar, ef á þyrfti að halda. Not- aði ég nú annan þessara steina um stund, unz af honutn sleit og eins fór með þann næsta, sem jafnframt var sá síðasti. Þarna var mér því ekki til setunnar boðið leng- ur, því óðfluga hrakti af miðinu út og vestur í ólgandi haf. Setti ég því upp segl á augabragði; vildi freista þess að sigla beitivind sem mest mátti fyrir Flesjarnar

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.