Heima er bezt - 01.09.1956, Side 31

Heima er bezt - 01.09.1956, Side 31
Nr. 9-io Heima 311 --------------------------------er hezt --------------------------- og reyna að komast í var undir eyjuna austan undir björgunum, áður en vesturfallið ykist til muna, því eftir það var óhugsandi þangað að ná, eða Grímsey yfirleitt, meðan vesturfallið stæði, en á árum mátti ég ekkert komast einn á ofstórum báti í mótvindi, stórsjó og straumi. Segla-útbúnaður bátsins var gaffalsegl og þríhyrna (fokka); var það og er algengasti seglakostur smábáta fyrir Norðurlandi og víðar, enda mjög þægilegur og hagkvæmur; getur einn maður auðveldlega hagrætt seglum, tekið bóga og slagað beitivind, án þess að hreyfa sig neitt að ráði frá stjórnveli sínum í bátnum. í beitivindi skal ætíð hafa báta framhlaðna, ef þess er nokkur kostur. Of framléttur bátur undir seglum, er beita skal nærri vindátt, mjakast lítt áfram, en seiglast og hrekst á hlið og situr sem fastur í fari, ef straumur er óhagstæður. Þarf aðgátar við, ef óvænt vindhviða kemur á svo ganglausan bát undir fullum seglum, jafn- vel þótt sköruð séu. Hafa oft af því hlotizt ljót slys og leiðinleg. Með því ég var seglfestulaus, vegna stjóra- tapsins, kastaði ég vænstu fiskunum fram í barkann til að fá bátinn framhlæðan, en fiskur er léleg seglfesta, ef opinn bátur fær á sig sjó eða fyllir. Eg tók fyrsta bóginn til norðvesturs, eins nærri vindi og kostur var, hugðist ná fyrir Flesjar í næsta bóg og komast þar með austur fyrir eyjuna.. Þetta tókst að því leyti, að í næsta bóg náði ég undir Flesjar, en með því að ég var þá ekki nægilega kunn- ugur, en leiðin vandfarin og stórhættuleg, lenti ég á alversta og háskalegasta stað, og sá það ekki fyrr en komið var svo langt að ekki varð aftur snúið. Ég sigldi inn á milli beljandi boða, straumkvika ein hóf sig hátt á loft, gein um stund yfir bátnum og steypti sér yfir hann með öllum sínum þunga og afli. Ég man, að ég fékk hroðalegt högg á skrokkinn undan straumbárubrotinu og stýrissveifin hrökk í sundur eins og eldspýta, — því næst, að báturinn maraði í kafi liggjandi á hliðinni í ólgandi röstinni og hékk ég á borðstokk og byrðing, þeim megin er upp vissi. Ég var vel syndur og þó maður nyti þess lítt í slíku tilfelli, er það þó ómetanlegt hjálparmeðal til fálmlausari taka og þaðan af leiðandi til annarra úrræða, er annars gæti ef til vill ekki komið manni að liði eða hjálpað manni til björgunar. Barst ég nú þarna um með bátnum og veltist í sog- andi straumröstinni og bar bátinn fram og til hliðar í röstina; lánaðist mér þá að reisa hann í sjónum, svo að nú sat hann upp í loft í sjónum á réttum kili með heilu siglutré og blaktandi seglum. En honum hvolfdi aldrei, því þá hefði líklega verið úti um mig. Skreið ég nú upp í bátinn, enda þótt hann maraði að mestu í kafi, nema framstafninn, sem hóf sig allmikið upp úr. Sjór- inn svall mér um herðar og höfuð þar sem ég stóð kengboginn og var að bauka í fullum bátnum. Þrjár árar höfðu verið í bátnum, tvær þeirra voru týndar, en ein var eftir óbrotin, skorðuð föst svo hún fór ekki; varð sú ár mér til láns og lífgjafar, í og með, ásamt stórri vatnsfötu með bandi í höldunni, hafði bandið flækzt og festst í bátnurn og hélt það fötunni, en fötuna hafði ég haft með á sjóinn undir beitu í þetta skipti, aldrei þessu vant. Kom nú vesturfallið af fullum krafti og hraktist bát- urinn fyrir straum og vindi í stefnu út og vestur í haf. Ég stóð í austurrúmi bátsins á kafi í sjó og reyndi að standa með fætur úti í báðum borðum og stöðva mig þannig, að ég leitaðist við að hafa hreyfingar bátsins á valdi mínu til að halda honum á rétum kili og jafn- framt að hagræða seglum lítið eitt. Með nokkrunr erfiðismunum tókst mér að rifa stórseglið, svo að það lægi ekki í sjó, en báturinn reis það að framan, að þrí- hyrnan var oftast ofansjávar. I fötuna náði ég til að hafa hana við höndina. En bandinu góða, sem var í höldunni á henni, brá ég utan um mig og batt að til að missa hana ekki og eiga hana vísa, því vonlaust var ekki, að takast kynni að hleypa úr bátnum sjó utan í hlíð einhverrar hárrar öldu. Haugaalda var enn og undirsjór, en aðeins vindkaldi, svo ekki braut í báru- toppum nema endrum og eins, en öldudalirnir voru svo djúpir, að Grímsey hvarf algerlega sjónum tímunum saman, meðan báturinn var niðri í þeim. Ég hélt dauðahaldi á þessari einu ár, sem eftir var í bátnum og stýrði með henni, — ef stjórn skyldi kalla og barði jafnframt og braut með árinni hverja öldu, sem gerði sig líklega til að hlemma sér yfir mig og bát- inn; þá aðferð hafði ég lært af vestfirzkum sjómönn- um, er þeir notuðu með ágætum árangri, þá er þeir sigldu hlöðnum bát í stórsjó. Einstaka síldveiðiskip voru á sveimi þarna á hafinu, án þess þó að vera að veiðum, og taldi ég ekki vonlaust að takast mætti að komast að einhverju þeirra eða vekja athygli þeirra á ástandi mínu. Vindkulið lægði nú um stund, unz heita mátti, að komið væri logn, en alltaf hélzt sami undirsjórinn. Nokkur skip, sem lágu á Sandvíkinni í Grímsey, léttu þá akkerum og lögðu út til að svipast að síld, en sum þeirra sneru aftur og lögðust, þar sem þau voru áður, með því síld sást ekki og þaðan af síður var neitt veiðiveður, til þess var undirsjór alltof mikill. Eitt skipið sigldi örskammt frá mér. Ég öskraði og veifaði af öllum lífs og sálar kröftum, en það hvorki sá eða heyrði til mín og sigldi fram hjá. Annað skip virtist beygja úr leið og stefna í áttina til mín, en þegar það átti skammt eftir, beygði það af og fór í aðra átt. Þetta voru mér mikil vonbrigði. Ef til vill hafa það verið ofsjónir, ég skal ekki um það segja, ég var þá mjög tekinn að sljóvgast og dofna allur af þreytu og kulda. Það munu hafa verið fleiri klukkustundir, er ég hraktist svona. Mér fannst það langur tími, en ég minn- ist þess ekki að hafa fundið til ótta eða misst kjarkinn. Ég barði hverja öldu, með árinni, sem ætlaði að brotna yfir mig, og æpti móti henni: „Minn tími er ekki kom- inn! — Minn tími er ekki kominn!u

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.