Heima er bezt - 01.09.1956, Page 36
316 Heima Nr. 9-10
--------------------------------er bezt---------------------------
verið var að reka niður staura þá, sem standa áttu undir
brúarstöplunum. Til þessa verks var notaður fallhamar.
Stóð hann á grind úti í ánni, en umhverfis fallhamars-
grindina voru verkpallar gerðir úr þvertrjám og lang-
trjám, sem hvíldu á stöðum frá árbotninum. Fallham-
arinn var 900 kg. að þyngd, og var honum lyft með
vír frá vindu og vél í landi, en hann var látinn falla
með þeim hætti, að hemlar voru teknir frá vindunni.
Dró hamarinn þá vírinn og vinduásinn með sér í fail-
inu. Talið er, að vindan og vélin muni hafa verið í
12—25 metra fjarlægð frá sjálfum fallhamrinum. Sneri
bakhlið fallhamarsgrindarinnar að landi, og gat maður
sá, er vindunni stýrði, ekki séð hvað fram fór framan
við grindina, er staurarnir voru reknir niður, en niður-
rekstri þeirra var hagað þannig, að verkstjórinn gaf
vindumanninum í fyrstu merki um það, hvert sinn,
hvenær draga ætti hamarinn upp eða láta hann falla
niður. En þegar staur hafði fengið góða festu, var hann
rekinn viðstöðulaust, þar til gefið var merki um að
hætta.
Fyrir framan fallhamarsgrindina hagaði svo til, að
verkpallurinn var fast við staura þá, sem verið var að
reka niður. Var pallur þessi gerður úr borðum, sem
lögð voru hlið við hlið. Munu borðin hafa verið 5 eða
6 og var annað hvort þeirra neglt niður, en hin voru
lögð ónegld á undirstöðurnar.
Um hádegisbilið hinn 9. september hagaði svo til,
að verið var að reka niður staur, sem þegar hafði fengið
festu. Gekk fallhamarinn því viðstöðulaust og stóð endi
staurs þess, sem rekinn var, um það bil 1 metra upp
fyrir verkpallinn. Tveir menn stóðu sitt hvorum megin
staursins og héldu við hann með böndum, en verkstjór-
inn, sem var aftan við fallhamarsásinn, vann að því að
koma í veg fyrir, að vírinn féstist á ró nokkurri. Fjórði
maðurinn, 18 ára piltur, stóð eða sat á verkpallinum og
hafðist ekki að þá stundina. Verkstjórinn kallaði þá til
hans og bað hann um að rétta sér járnkarl, er lá á pall-
inum. Pilturinn tók þegar járnkarlinn og ætlaði að fá
verkstjóranum hann, en til þess að geta það þurfti hann
að ganga fram fyrir staurinn, sem verið var að reka
niður eða a. m. k. fara mjög nálægt honum. En í því að
pilturinn hugðist rétta verkstjóranum járnkarlinn, skrik-
aði honum fótur. Mun annað hvort hafa valdið, að
pallurinn var sleypur eða hitt, að ein af lausu fjölunum
hefur runnið til. Pilturinn reyndi að ná jafnvægi og
varð í því skyni gripið til staursins, sem verið var að
reka niður. En fallhamarinn var þá á niðurleið, lenti
hæijri hönd piltsins milli staurs og hamars og tók þegar
af 4 fingur handarinnar allt upp í miðhandarbein.
Flvorki voru sáraumbúðir né deifilyf fyrir hendi á
vinnustað þessum. Var þó búið um sárið eftir föngum
og síðan var strax ekið með hinn slasaða í jeppabifreið
til Egilsstaða. Tók sú ferð eina klukkustund og þoldi
pilturinn miklar þjáningar í þessu ferðalagi. Á Egils-
stcðum batt læknir um sárið. Var hinum slasaða síðan
ekið í sjúkrahús á Seyðisfirði og dvaldi hann þar um
skeið. Síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar til lækn-
inga, en alls mun hann hafa verið óvinnufær í 11 mán-
uði vegna sársauka í hendinni.
Pilturinn taldi nú, að orsök slyssins hefði verið ófull-
nægjandi útbúnaður á vinnustað. Kvað hann Vegagerð
ríkisins bera ábyrgð á því. Krafðist hann samkvæmt
þessu bóta úr hendi hennar og nam bótakrafa hans
samtals 332 þús. króna. Vegagerðin krafðist hins vegar
algerrar sýknu og byggði þá kröfu sína á þeirri stað-
hæfingu, að umbúnðaur allur á vinnustað hefði verið í
fullu samræmi við það, sem áratuga reynsla af brúa-
smíði hefði sýnt bezt vera. Þá taldi hún og, að verk-
stjórar hennar við brúarsmíðina hefðu gætt fyllstu
varkárni við vinnutilhögun og öryggiseftirlit. Enn
færði Vegagerðin það fram, að orsakir slyssins yrðu
aðeins raktar til þess, að pilturinn hefði vegna eigin
óvarkárni orðið fótaskortur, en fyrir tjón af þeim sök-
um væri hún ekki bótaskyld.
í héraði urðu úrslit málsins þau, að Vegagerðin var
talin bótaskyld vegna slyss þessa. Þóttu bætur til hins
slasaða hæfilega ákveðnar samtals kr. 238.403.00 og
sundurliðaðist sú fjárhæð þannig: Örorkubætur kr.
200 þús. Bætur fyrir atvinnutjón það ár, sem hann var
frá vinnu, kr. 9.654.00. Lækniskostnaður og ferðalög
til lækninga hér á landi og til útlanda kr. 8.748.00. Bæt-
ur fyrir þjáningu og lýti kr. 20.000.00. Frá þessum
upphæðum bar að draga kr. 42.000.00, sem hinn slasaði
hafði þegar fengið greiddar í örorkubætur og dagpen-
inga frá Tryggingarstofnun ríkisins. Var ríkissjóði
vegna Vegagerðarinnar samkvæmt þessu gert að greiða
hinum slasaða kr. 196.200.00 með 6% ársvöxtum frá
slysdegi.
Ríkissjóður vildi ekki una dómi þessum og skaut
málinu til Hæstaréttar, en úrslit málsins þar urðu þau,
að héraðsdómurinn var staðfestur og ríkissjóður dæmd-
ur til þess að greiða nefnda fjárhæð og kr. 20.000.00
í málskostnað fyrir báðum dómum. Var dómur Hæsta-
réttar á því byggður, að umbúnaður sá er lýst var,
þ. e. að annað hvort borð verkpallsins var laust og
óneglt, hafi verið hættulegur örvggi þeirra manna, sem
þarna störfuðu. Þá hafi og verið hált á pallinum, er
slysið bar að höndum, en engar ráðstafanir þó verið
gerðar til þess að hindra það, að slíkt gæti komið að
sök. Eigi taldi Hæstiréttur fullkomlega ljóst, hvort
orsök slyssins hefði verið sú, að borð rann til eða pilt-
inum hefði skrikað fótur á hálkunni. En hvort heldur
var, þá hefði slíkt bakað Vegagerðinni, þ. e. ríkissjóði,
bótaábyrgð á slysi því, er af hlauzt. Hins vegar þótti
ekki í Ijós leitt, að ógætni af hálfu piltsins hefði verið
samorsök slyssins.
Loks er rétt að geta þess, að Hæstiréttur taldi það
athugavert, að ekki hefði farið fram lögreglurannsókn
út af slysi þessu samkvæmt þágildandi lögum um eftir-
lit með vélum og öryggi þeirra. Nú gilda í þeim efn-
um lög nr. 23 frá 1952 um örvggisráðstafanir á vinnu-
Framhald á bls. 329.