Heima er bezt - 01.09.1956, Qupperneq 37

Heima er bezt - 01.09.1956, Qupperneq 37
SUNDREIÐ Hér á landi hefur íslenzki hesturinn nú vikið um set fyrir vélamenningunni. Það heyrir nú til einsdæma, ef hestur sést lagður til sunds. Ekki eru þó nema fáir ára- tugir síðan ferðahestar voru metnir eftir því, hvort þeir voru traustir vatnahestar eða ekki. Þá þurfti að sund- leggja nær hverja stórá á Isiandi. Þá var „þarfasti þjónn- inn“ vissulega ómissandi. Margar sögur eru til um svaðilfarir á ferðum um okk- ar stórbrotna land, og mörg slys hentu, þegar viðvan- ingar og klaufar fóru með hestana. Það þurfti sérstakt lag og kunnáttu til þess að sitja rétt hest, sem var sund- hleypt. Gömlu mennirnir kenndu hinum ungu, og jafn- framt voru hestar tamdir og þjálfaðir til þess að verða góðir vatnahestar. Mynd þessi sýnir ungan mann, sem er að æfa sig og folann, sem hann er að temja, á sundreið. Sá grái er van- stilltur og prjónar upp úr vatninu, en ungi maðurinn lætur sér hvergi bregða. Myndina tók Vignir Guðmundsson blaðamaður, er hann kom á Hvanneyri sl. vor. A Hvannevri er nem- endum m. a. kennd támning hesta.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.