Heima er bezt - 01.09.1956, Page 42

Heima er bezt - 01.09.1956, Page 42
322 Heima ---er bezt Nr. 9-10 astliðinni öld og síðustu áratugum. Er manntalið var tekið 1701 og jarðalýsing gerð, voru um 60 eyjar byggð- ar á Breiðafirði. Um 1920 eru um 30 eyjar í byggð, en nú munu þær vera um 20 byggðar. Ég vil nú í þessum þætti bregða upp svipmynd af vorkvöldi og sumarnótt í eyjum á Breiðafirði. En eyjalífið er fjölbreytt og ríkt af ævintýrum. Fyrst vil ég segja stutta sögu af sjálfum mér, sem sýnir það, að vandi er að ferðast um Breiðafjarðareyjar um varptímann. Þegar litið er frá Stykkishólmi í norðausturátt, þá blasir við sýn fallegt fjall, sem heitir Klofningur. Ér það ekki alveg ósvipað Esjunni. Frá Klofningi liggur „eyjaband“ út í fjörðinn út á móts við Stykkishólm. Heita eyjar þessar Efri-Langey, Fremri-Langey, Arn- ey og Bíldsey, og voru til skamms tíma allar byggðar. Sundin milli eyjanna eru breið og alófær, þegar há- sjávað er, en um háfjöru eru tvö þeirra fær gangandi og ríðandi mönnum, en hin verður að fara yfir á bátum. Einu sinni var ég að koma úr langferð um Breiða- fjarðarbyggðir og var reiddur frá Skarði á Skarðs- strönd út í Efri-Langey um fjöru. Sundið milli lands og eyjar heitir Þröskuldar. Ég var svo fluttur á báti yfir sundið milli Langeyjanna, sem heitir Kross-sund. Húsfreyjan í Efri-Langey flutti mig yfir sundið á ör- lítilli kænu. Ég gisti svo í Fremri-Langey hjá vini mín- um Kjartani Eggertssyni, sem þar bjó þá. Þetta var seint í maímánuði. Um morguninn voru útsynnings-hryðjur og fremur kalt í veðri. Um nónbilið — um háfjöru — Iagði ég af stað frá Fremri-Langey og fékk lánaðan hest yfir sund- ið út í Arney. Það heitir Brjóturinn. Mér gekk vel yfir, og rak ég hestinn til baka aftur yfir sundið, er yfir var komið á Arney, og gekk svo beina leið frá sundinu heim að bænum. Leið mín lá eftir þurrum móum og mýrarjaðri. Ég gekk beint á bæinn, en öll leiðin var þakin af fugli. Æðarkollurnar sátu næstum hlið við hlið á hreiðrum sínum og blikarnir sátu dreifðir um hæðir og hóla. Ég var þarna kominn inn í bezta varplandið á eynni. Við hvert fótmál flaug upp gargandi og sárreið æður, en svartbakar, kjóar og kríur sveimuðu gargandi yfir höfði mér. Ég hraðaði ferð minni sem ég gat, en gargandi fuglarnir fylgdu mér alveg heim að bæ. Húsbóndinn stóð úti og hafði heyrt og séð allan aðganginn. Hann var dálítið glettnislegur á svipinn og segir strax og ég geng í hlaðið: „Þú hefur gengið heint yfir bezta varplandið. Flaug ekki mikið upp af æðarkoílum?“ ,Jjú,“ svaraði ég. „Það mátti segja, að gargandi æður flvgi upp við hvert fótmál.“ „Komstu nokkuð að hreiðrunum?“ spurði bóndinn. „Nei, — nei. Ég varaðist það,“ var mitt fákæna svar. „Mig grunaði þetta,“ sagði bóndi, „en annars erum við eyjamennirnir vanir að breiða dúninn yfir eggin, ef við styggjum fuglinn upp.“ Mér varð svarafátt. Þarna hafði ég brotið höfuðregl- ur þeirra, er í eyjum búa. Fyrst og fremst varast allir að ganga um varplönd að óþörfu, en ef æður er styggð úr hreiðri, þá er dúnninn ætíð breiddur varlega yfir eggin, annars geta svartbakar og aðrir eggjaræningjar séð eggin í hreiðrinu úr háalofti og rennt sér niður og hremmt þau. Ef fuglinn fer ótruflaður af hreiðrinu, breiðir hann ætíð sjálfur dúninn yfir eggin. Þá eru þau hulin sjónum eggjaræningjanna. Þegar þessi saga gerðist, var ég nýfluttur að Breiða- firði og hafði lítið kynnt mér eyja- og fuglalíf. Vorið eftir að ég gerði þessa skyssu, eignaðist ég óbyggða eyju í nágrenni Stykkishólms. Eyjan heitir Skákarey og liggur í svonefndum Helgafellseyjum. Það er falleg eyja og fuglalíf var þar mikið, þótt eyj- an sé ekki kostamikil. Ég gekk þama varp á hverju vori í mörg ár og var við heyskap í eyjunni í mörg sumur ásamt fleira fólki og lá við í tjaldi. Ég hlakkaði alltaf til vordaganna og varptímans, og ég hlakkaði líka til heyskapartímans, þótt stundum reyndist erfitt að koma heyinu heim. Vorkvöldin og sumarnæturnar í eyjunni eru mér ógleymanleg ævintýri. Fyrst bið ég ykkur að koma með mér að ganga varp- ið. Því miður em æðarhreiðrin í eynni minni allt of fá. Sjaldan meira en 120—130 hreiður, og stundum færri. Ef vel vorar, fæ ég þrjú til fjögur pund af æðar- dúni. Talið er, að um 30 hreiður þurfi til að fá eitt pund. Ég fór venjulega á kvöldin að líta eftir varpinu. Fyrstu árin fór ég á árabát eða smáskektu. Seinni árin fór ég á vélbát. Við vorum um þrjá stundarfjórðunga að róa inn í eyjuna. Þegar þangað kom, drógum við bátinn upp í sandinn eða festum honum við klettahlein og lögðum stjóra aftur af honum. Ef við vorum tveir á bátnum, þá skiptum við okkur og gengum sinn frá hvorri hlið í kringum eyna. Varpið var aðallega í mel- grastorfum á bökkum eyjarinnar eða undir þeim. Að- eins örfá hreiður voru upp á sjálfri eynni. Við töldum hreiðrin, sem við fundum, hagræddum eggjunum í hreiðrinu og fjarlægðum þang og rusl, og tókum eitt til tvö egg úr hverju hreiðri. Ef eggin í hreiðrinu voru 4—5, þá var tekið eitt, en ef eggin voru 6—9 þá voru tekin tvö. Sem minnst var tekið af dúninum, þar til fuglinn hafði yfirgefið hreiðrið. Segja sumir, að fugl- inum muni þykja eins vænt um dúninn og eggin. í eynni verpa líka fleiri fuglar en æðarfuglinn. Ein- stöku andahjón velja sér hreiðurstað í melgrastorfun- um, en þau fela hreiðrið svo vel, að erfitt er að finna það, enda er ekkert á þeim að græða nema eggin. Þar er enginn dúnn. En svo má líka nefna svartbakinn. Það er talsvert af honum í eynni minni, en hann er illa séð- ur af eyjamönnum. Svartbakurinn á þrjú egg, en talið er, að hann geti orpið jafnvel þrisvar sinnum, ef eggin eru tekin undan

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.