Heima er bezt - 01.09.1956, Síða 43

Heima er bezt - 01.09.1956, Síða 43
Nr. 9-10 honum strax í hvert skipti, alveg nýorpin. Svartbak- urinn er versti ræningi í æðarvarpi og ófriðhelgur. Eru alltaf tekin undan honum öll egg, sem finn- ast. Svartbakurinn er, eins og allir vita, stór og sterk- legur fugl. Hann er tígu- legur á flugi og sveimar oft yfir eyjunum í löngum sveigum, athugandi með skörpum ránfuglsaugum, hvar bezt sé til veiðifanga. Þess á milli situr hann í þéttum hópum upp á há- eynni, virðulegur og þög- ull. Hann er eggjaræningi og drepur líka fugla, eink- um hálfvaxna æðarunga. Hann snarast að þeim, þar sem þeir synda saklausir og öruggir við hlið móður sinnar á vogum og vík- He'lgafell. — „Þangað skyldi engi maður óþvegtnn líla, og engu skyldi tortíma í fjall- inu, hvorki fé né mönnum, nema sjálft gengi í brott.“ um kringum eyjarnar, og hremmir þá. Séu ungarnir Jitlir, hverfa þeir á augabragði í gráðugt gin ræningjans. En ef þeir eru stórir, dregur hann þá upp á grynningar eða klettahlcin og tætir þá þar í sundur. Einu sinni horfði ég á merkilegan bardaga, þar sem barizt var upp á líf og dauða. Þetta var í ágústmánuði og lítið orðið um æðarfugl í kringum eyjarnar. Stór og kraftalegur svartbakur lónaði á lognkyrrum sjónum við eyjuna nálægt lundabreiðu. Ég veit, að flestir kann- ast við lundann. Hann hefur rauðleitan, einkennilegan, flatan gogg og stutta fætur, sem eru aftarlega settir, og situr lundinn þvi nær upprettur á landi. Hann á eitt egg og velur því hreiðurstað inni í djúpum holum, sem hann hefur grafið sjálfur. Þegar unginn er kominn úr egginu, er hann lengi kyrr inni í holunni og fitnar mik- ið af síli sem Iundinn ber í hann. Þá er unginn kölluð kofa eða lundakofa og var áður eftirsóttur til matar. Var það erfitt verk og sóðalegt að krækja kofuna út úr holunni. Var það kallað að fara í kofnafar. En þá víkur aftur sögunni að svartbaknum, þar sem hann sveimar kringum lundana. Hann er auðsjáanlega glorhungraður og lítur grimmdarlega til þeirra. Ætli að hann áræði að ráðast á fullorðinn lunda? hugsa ég með sjálfum mér. En ég þurfti ekki lengi að bíða eftir svarinu. Allt í einu rennir svartbakurinn sér að einum lundanum, hremmir hann og veltir honum á bakið, — treður á honum og kaffærir hann. En nú hefst grimm- ur bardagi. Lundinn er harðskeyttur fugl og seldi líf sitt dýrt. Hann reif og tætti með fótunum og hjó egg- hvössum goggnum, hvar sem hann náði til, en svartbak- urinn lét sig ekki og sleppti ekki heljartaki sínu, kaf- færði lundann aftur og aftur og tróð á honum í sjón- um. Smátt og smátt dró af lundanum. Hann hætti að brjótast um og lá eins og hálfdauður á sjónum. Þá beið svartbakurinn ekki boðanna. Hann synti með lundann að klettahlein og tætti hann þar í sundur. Eftir skamma stund lá þar hræ lundans, en svartbakurinn synti frá landi og lét lognölduna vagga sér, og það var eins og hann sleikti út um. Þetta var saga um grimmd ránfuglsins, en oft ríkir friður og kyrrð í eyjunum. Ég vil bregða hér upp mynd af miðsumarnótt í eyj- unum. Þetta er á kyrru sumarkvöldi síðla í júlímánuði. Gengið á Helgafell. Skólabörn úr Stykkishólmi. Heirha er bezt 3231'

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.