Heima er bezt - 01.09.1956, Blaðsíða 44
324 Heima Nr. 9-10
--------------------------------er bezt----------------------------
Lágnættið nálgast. Klukkan er um hálf tólf, og friður
og kyrrð færist yfir fuglalífið. Svartbakurinn er hættur
ránsferðum og situr virðulegur og stoltur í stórum
breiðum upp á eynni, þar sem hún er sléttust.
Mikið af lundanum hefur horfið inn í holur sínar,
en nokkrir sitja þó hnakkakertir og hátíðlegir við holu-
dyrnar. Kríurnar eru þagnaðar og sitja hér og þar á
skerjum og töngum, og fer lítið fyrir þeim. Jafnvel
kjóinn er hættur sveimi sínu yfir eynni og hefur tekið
sér næturhvíld. Heyskaparfólkið er komið inn í tjald-
ið, en kvöldkyrrðin er heillandi, og svefninn virðist í
órafjarlægð. Það líður að miðnætti. Enn ríkir kyrrð og
friður, og skuggasælt kvöldhúmið færist yfir eyjarnar.
Lognaldan gutlar hljóðlega við hleinamar. Svefninn
sigrar þó smátt og smátt vinnulúna félaga mína. Að
síðustu vaki ég einn í miðnæturkyrrðinni. En hvíldar-
tími fuglanna er ekki langur. Ekki veit ég, hvort liðinn
er einn klukkutími eða tveir. (Þeir geta líka verið þrír).
Ég leit ekki á klukkuna. Lundinn kemur út úr holum
sínum, teygir sig og reigir og hristir vængina. Krían
fer á flug, og kríuhljóðið er eins og það var í gær-
kvöldi. Svartbakurinn lyftir sér til flugs með hægum,
sterldegum vængjatökum. Hann rennir sjónskörpum
ránfuglsaugum yfir eyjar, sund og sker. Þetta telur
hann sitt könungsríki, en þegnana vildi hann helzt
alla éta.
Barátta dagsins er byrjuð hjá fuglunum. Lundinn
flýgur til hafs að afla sílis fyrir kofuna, sem aldrei fær
nóg að éta. Hjá henni stendur allt á botni. Kjóinn bíður
þolinmóður eftir því, að lundinn komi úr langferðinni
með matarforða fyrir heimili sitt. Þá skýzt hann fram
úr felustað sínum, og ræðst heiftarlega á lundann og
neyðir hann oft til að sleppa feng sínum. Svo gæðir
kjóinn sér á lostætum sílunum, sem áttu að fæða ung-
ann í jarðholunni.
Einu sinni taldi ég sautján síli eða smásíldar, sem lund-
inn sleppti og féllu til jarðar, er grimmur kjói réðst á
heimilisföðurinn rétt við holudyrnar.
Ekki er hægt að vaka alla nóttina fyrir þann, sem á
að vinna að morgni. Þegar fuglamir hafa byrjað dags-
ins önn, halla ég mér út af í tjaldinu og steinsef, meðan
sólin hækkar á himni og hitinn vex í tjaldinu. Um kl.
sjö nudda ég stírurnar úr augunum og renni mér út úr
tjaldinu. Þá hafa fuglarnir þegar átt langan starfsdag,
og hvíldarlítið halda þeir út til kvölds.
STEFÁN JÓNSSON.
HEILABROT
GÖMUL MYNT
„Ég var heppinn um daginn,“ sagði Páll kunningi
minn. „Mér buðust tveir gamlir peningar fyrir ágætis
verð.“
Um leið sýndi hann mér peningana. Báðir voru með
áletrun á latínu. Þýðingin var þessi: Á öðmm stóð,
árið 64 fyrir Krist, en hinum, árið 61 eftir Krist.
Var það rétt hjá Páli, að hann hefði haft heppnina
með sér?
ATHYGLI
Eftirtektargáfa okkar er allmismunandi, og eins er
með minni oklcar. Töluvert af heilabrotum byggist á
hversu traust athyglisgáfa okkar er. Það er því ekki úr
vegi, að byrja þessi heilabrot á því, að athuga, hversu
traust eftirtekt okkar er.
Við skulum þá svara sameiginlega:
Hvom megin á fimmeyring er ártalið?
Reynið að svara þessu án þess að athuga peninginn.
Margir taka það illa eftir, að þeir geta ekki svarað
þessu, þó þeir hafi daglega fimmeyring, eða aðra mynt
með höndum.
Ef við leggjum tíeyring á borðið, hversu marga tí-
eyringa er þá hægt að leggja við hliðina á þeim fyrsta
þannig að allir snerti hann?
Sá sem kann dálítið í flatarmálsfræði getur strax svar-
'ftir Zophonias Pétursson
að þessari spurningu. Hann veit einnig að sama svar á
við hvaða mynt sem er, því allir hringirnir em jafn-
stórir.
Næsta spurning getur verið skemmtileg dægradvöl í
smásamkvæmi.
Spurningin er: Hvað er hægt að leggja marga tíeyr-
inga ofan á flatan tveggjakrónupening, þannig að eng-
inn þeirra má skaga út fyrir tveggjakrónupeninginn,
né liggja ofan á rönd annars penings?
Auðvitað verður að svara án þess að skoða peningana.
Ég geri ráð fyrir að mörg svör berist, en þó er aðeins
eitt svar rétt.
ELDSPÝTNAÞRAUT
Villi var að leika sér að eldspýtum, og er ég leit á
hvcrnig hann hafði raðað þeim, sá ég, að hann hafði
gert það þannig: I = VII „Þetta er ekkert tákn,“ sagði
ég, „en taktu eina eldspýtu og flyttu hana til, og þá
verður úr því rétt mynd.“
ARFUR
Bræðurnir Jón, Pétur og Páll erfðu 100 þúsund krón-
ur eftir föður sinn. Arfurinn skiptist hlutfallslega á
milli þeirra þannig: Þriðjihluti, fjórðihluti og fimmti-
hluti. En nú dó Páll. Hvemig átti nú að skipta milli
Jóns og Péturs?
(Ráðningar birtast í næsta hefti.)