Heima er bezt - 01.09.1956, Qupperneq 49

Heima er bezt - 01.09.1956, Qupperneq 49
Nr. 9-10 Heima 329 --------------------------------er bezt---------------------------- spilað af sér svo alveg auðsæjum vinningi. Sástu eklti þegar, að þú gazt unnið spilið með því að trompa á víxl? Hverju skipti það, þó að þessir fjórir bláhundar í trompi væru á einni hendi, ef rétt var spilað? Þú ert camel (úlfaldi)!“ Þetta er, þótt undarlegt megi virðast, sterkasta, skammaryrðið, sem frönsk tunga á, og er hún þó ærið rík af þeim í ýmsum stigum og blæbrigðum, en í þessu litauðga máli jafnast ekkert þeirra á við ávarpið: úlfaldi. Maddama Pacifique reis hvatlega á fætur. „Jæja, svo að ég er úlfaldi! Ég skal þá segja þér, hvað þú ert!“ Hún svipti opinni handtöskunni sinni, dró upp úr henni pappírshníf úr stáli, rak hann á kaf í hálsinn á bankastjóranum og skar út úr með krampakenndu átaki. „Ég skal segja þér, hvað þú ert, karlinn!“ endur- tók hún. „Þú ert dauður, góði minn!“ Hún hafði lög að mæla. Bankastjórinn var stein- dauður. í öðru herbergi sat maddama Cheval í vestri. Sögnin var hin sama: sjö spaðar í suðri, og hún sló líka út hjartakóngi. Suður spilaði hárrétt. Hann tók með hjartaás, spilaði út lágu hjarta og drap með hátrompi, sló þvínæst út lágspaða og einu hjarta enn úr borði, sem hann tók aftur með hátrompi heima. Lágspaða var enn spilað út og svarað með síðasta hjartanu úr borði, sem auðvitað var stungið með síðasta trompi suðurs. Þá var blindi spilað inn á tigulkóng, trompin tekin, og spilin heima stóðu eins og stafur á bók. Cheval horfði kuldalega yfir borðið á konuna sína. „Datt þér ekki í hug, flónið þitt litla, að trompa út í byrjun spilsins?“ sagði hann í blíðum rómi. „Eitt lítið spaðahrak frá þér hefði gerbreytt spilinu. Hann hækk- aði róminn. Ahorfendur voru margir. Þeir störðu nú allir á hann. „Þú ert heimsk og spilar eins og aflóga kerlingarskrukka. Sástu ekki, að hvert einasta útspil annað en hjarta gerði þeim ókleift að vinna spilið? Þá varð ekki þessurn víxlstungum þeirra komið við. Nei, - þú - þú. .. .!“ „En, ég héltstamaði frúin. „Já, þú hélzt,“ hvæsti Cheval. „Ha, ha! Þú ert svei mér góð! Þú — þú ert úlfaldi!“ Frúin spratt upp dreyrrauð í framan. Hún svaraði engu, en seildist eftir töskunni sinni og dró upp úr henni litla, perlugreypta skammbyssu. Fyrir réttinum skýrði hún síðar svo frá, að hún hefði jafnan borið hana með sér í sjálfsvarnarskyni. Cheval var uppstökk- ur og eirði engu, er honum rann í skap og beitti hana þá líkamlegu ofbeldi, ef hann mátti því við koma. A svipstundu tærndi hún skammbyssuna í síðuna á honum — sex skot í röð. Þegar hann hneig niður, varð henni ósköp rólega að orði: „Þá er þessu loksins lokið! “ Frakkar eru viðkvæmir og hrifnæmir. Þegar blöðin skýrðu frá þessum tvöfalda ástríðuglæp, bauðst einn frægasti lögfræðingur landsins til að verja frúrnar endurgjaldslaust. Hann kvaddi blaðamenn á fund sinn , og kvaðst gera þetta í nafni frelsis, jafnréttis og bræðra- ■ lags. Teldi hann sig verja helgi heimilisins, réttindi j móðurinnar og háleitar hugsjónir, sem hver Frakki ynni af alhug. I ritstjórnargrein í kunnu, íhaldssömu tímariti var spurzt fyrir um, hvernig þessi göfugu um- rnæli gætu átt við tvö morð drýgð við spilaborðið. í endurprentun tímaritsins var þó spurningunni sleppt, enda hafði hún þótt ómannúðleg. í réttarhöldunum bar ekkert sögulegt við, nema ef telja skyldi, að lögfræðingurinn frægi hugði, að spilað- ur hefði verið poker, en það var eina spilið, sem hann kunni til hlítar. Þrátt fyrir þessi smávægilegu mistök, varð honurn létt um vörn málsins. Báðir dómstólarnir höfðu þegar samúð með frúnurn og mátu varnirnar góðar og gildar. Nöfn frúnna voru á hvers manns vör- um, og þær voru aufúsugestir í samkvæmissölum Parísar lengi eftir sýknunina. Báðar eru þær nú giftar aftur og una hag sínum prýðilega. Ekki hafa þær látið af spilamennsku, en spila við eiginmennina nýju tveggja manna spil franskt, er bezique nefnist. Fara og engar sögur af, að það hafi svo mikið sem hjónaskilnað á samvizkunni, hvað þá nokkurn glæp, sem einhver veigur er í. Enda er það leiðinlegt og lítilfjörlegt borið saman við bridge. Lýkur hér þættinum um mesta örlagaspilið, sem um getur í aldarfjórðungs sögu bridgsins. TIL LESENDA Þegar þetta hefti berst í hendur yðar verð ég fjar- verandi, hefi ég aðeins getað undirbúið það, áður en ég fór að heiman. Þar sem ég býst við að verða að heiman næstu 2 mánuði, eru menn beðnir að snúa sér með allt efni til „Heima er bezt“ til útgefandans Sigurðar O. Björnssonar. Steindór Steindórsson. Blaðað í (lómsmálum Framhald af bls. 316.---------------------------- stöðum, en í 26. gr. þeirra laga segir, að komi slys fyrir á vinnustað, sem dauði verkamanns hlýzt af, eða verði verkamaður fyrir slysi, sem gera megi ráð fyrir, að almannatryggingum sé skvlt að bæta, þá skuli vinnu- veitandi tilkynna örvggiseftirliti ríkisins slvsið eigi síðar en að einum sólarhring liðnum. Á sama hátt skal tilkynna öryggiseftirlitinu, ef verkamaður fær sjúk- dóm, sem stafar af atvinnu hans. Öryggiseftirlitið skal því næst láta fram fara rannsókn á orsökum slvssins.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.