Heima er bezt - 01.09.1956, Page 50

Heima er bezt - 01.09.1956, Page 50
330 Heima Nr. 9-10 --------------------------------er bezt---------------------------- Dulskynjanir og dulsagnir Framhald af bls. 307. --------- fór hvergi. Svo var það nokkru seinna, að fjármaður- inn var ekki heima og enginn piltur annar, svo að ég varð að hirða féð. Ég gaf í húsunum og síðast í þessu umtalaða. Þegar ég kem þar inn í tóttina, sé ég í geil þar milli heystabba svarta þústu, sem rétt strax eins og rís á fætur, og sé ég þá, að þetta er í kvenmanns- mynd. Konan var dökkklædd með svarta „dillu“ um höfuðið, heldur ungleg í sjón, ekki ófríð. Hana hafði ég aldrei séð, en vissi þegar, að hún var ekki lifandi kvenmaður. „Þú hefðir átt að vera búin að draga hevið fyrir mig, anzans úrþvættið þitt, fyrst þú ert að flækj- ast hér hvort eð er“, sagði ég einbeitt og hálfvond. Var hún þá ekki lengi að smjúga út um dálítið gat, sem var á torfinu á tóttarmæninum. Hún eins og leið fyrirhafnarlaust upp um gatið, sem ekki var fullstórt fyrir hana að líkindum. Ekki sá ég hana brúka hendur eða fætur til að komast út né hreyfa sig. Hún leið fyrirhafnarlaust, virtist mér, en ég sá alveg glöggt á eftir henni, seinast fæturna, eins og mennsk kona væri. Fyrst þegar ég sá hana, var hún tvöföld eins og að bograst niður að gólfi. Hana hef ég aldrei síðan séð. — Einu sinni sáum við tvær stúlkur, einhverja veru, sem ég held að hafi verið svipur. Annars segjast aðrir ekkert sjá, þó að ég bendi þeim á það. — Hvað sástu þá, og hvernig var það? — Ég átti heima einn vetur uppi í jMosfellssveit. Við vorum stúlkurnar að sjóða slátur, ljós var í eld- húsinu, en dimmt í göngum og bæjardyrum, nema þar sem ljósbirtu lagði úr eldhúsinu fram í dyrnar. Þetta var nokkuð seint að kvöldi. Ég geng fram í bæjardyr og lít út. Snjór var á jörðu og glæta nokkur, en ekki tunglsljós. Sé ég þá mann koma sunnan hlaðið, og gengur hann móts við bæjardyrnar og stanzar þar dá- lítið frammi á hlaðinu, en heilsar mér ekki, og fannst mér þó, að hann hlyti að sjá mig, því að ég sá hanvi glöggt, enda var ljósbirtan úr eldhúsinu á bak við mig, svo að ómögulegt var annað en ég sæist. Hann setti hönd í síðu, en hélt um fínan göngustaf með hinni hendinni, var vel klæddur og fríður, bæði á vöxt og ásýndum, skegglaus eða með lítið varaskegg, hér um bil 25—28 ára að aldri eftir útliti að dæma. Mann þennan hafði ég aldrei séð, enda þekkti ég fáa þar í grennd. Þegar hann ekki talar neitt til mín, en stendur þama, fer ég inn í dyrnar og kalla til stúlkunnar, sem í eld- húsinu var og segi henni að koma og sjá hérna nokkuð. Hún kcmur fram í bæjardyrnar og sér strax manninn. „Hver er þetta?“ spyr ég. Hún svarar mér cngu, en ég sé, að henni er að vcrða illt. Ég flýti mér því með hana inn í Ijósbirtuna og fcr að hressa hana við. Hún segist þá ekki þekkja manninn, en sér hafi allt í einu orðið illt og ætlað að líða yfir sig, þegar hún sá hann. — Því varð stúlkunni illt? — Þeim, sem ekki eru skyggnir, verfcr ævinlega illt, ef þeir sjá nokkuð. — Hvað varð svo um manninn?- — Ég kom út rétt á eftir, og þá var hann hvergi sjáanlegur, og enginn kannaðist neitt við> hann. — Vissir þú aldrei neitt um þetta; mei.r, hver maður- inn var eða svipurinn? — Nei, aldrei. — Var þetta nærri sjó? — Já, nokkuð nærri. — Drukknaði enginn eða fórst vo.veifiega þarna um þessar mundir? — Ekki svo að ég vissi. — Hvers vegna hélztu að þetta. væri svipur, en ekki maður? — Fyrst datt mér ekkert annað í hug en að þetta væri ferðamaður, en þegar hann gerði ekkert vart við sig og ávarpaði okkur ekki, þó> að hann hlyti að sjá okkur, þá fór mig að gruna, að það væri svipur, þótt ég hins vegar treysti mér ekki til að fullyrða það. — Hvernig er það með ljósu verumar, sérðu þær aldrei nema einu sinni þá sömu og engan framliðinn, sem þú þekkir? — Jú, eina konu, sem mér þótti vænt um, hún var dáin, áður en ég kom hingað norður. Hana hef ég séð þrisvar og gleggst í miðskiptið. Þá sá ég hana alveg glöggt og þekkti hana vel og horfði á hana allt að hálfum ldukkutíma. Það var fyrri veturinn, sem ég var á Bægisá, að ég vaknaði eina nótt við það, að ég fann að einhver var við rúmið mitt. Ég opna augun. Þá stendur hún við rúmið og horfir á mig velvildarleg, en heldur dapurleg. Ég sá og þekkti hana glöggt. Hún var í þessum hvíta hjúp, en hafði ekkert um höfuðið, svo að hárið var laust. — Aðhafðist hún ekkert og þú ekki heldur? — Nei, ég bara naut augnanna, og hún stóð kyrr nálægt hálfum klukkutíma. Svo leið hún hægt burt og hvarf. Ég vissi eða fann, að hún kom til að hughreysta mig, en ég átti í talsverðum erfiðleikum um þær mund- ir. Ég varð henni fegin og fannst mér vaxa kjarkur við sýn þessa. Einu sinni hef ég séð hana síðan. Það var úti, og ég sá hana ekki eins glöggt, en þekkti hana þó vel. Hún ltorn þá eins og líðandi nokkuð langt fyrir ofan jörðina og leið hægt og hægt niður að jörðunni og stóð svo þar nærri hjá mér dálitla stund og leið svo burt með líkum hætti og hún kom. A líkan hátt sé ég allar þær ljósklæddu verur, sem ég held að séu sálir. Þær koma eins og svífandi yfir jörðinni, stundum nokk- uð hátt uppi í fyrstu, en síga eins og niður hægt og hægt og staðnæmast, þegar niður á jörðina er komið, og verða þær þá skýrastar í sjón. Ekki sé ég þetta oft, aðeins stöku sinnum. Allar eru þessar verur sakleysis- legar og góðlegar, fallegar á svip og að öllu útliti. Aldrei hef ég séð þær aðhafast annað en horfa góð- vildarlega á mann.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.