Heima er bezt - 01.09.1956, Side 51

Heima er bezt - 01.09.1956, Side 51
HER BIRTIST SJOUNDI HLUTI AF HINNI SPENNANDI FRAMHALDSSÖGU OBOÐNIR GESTIR EFTIR JOSEPH HAYES Pattf.rson hinkraði við, unz hann var í að kalla beinni stefnu við dælurnar, þá sneri hann stýr- inu skyndilega til hægri, þrýsti benzíngjafanum í botn, og lét sig falla úr bílnum í sömu andrá og hann lenti á fyrri dælunni. Hann féll í mölina og lét sig velta spottakorn, gleymdi alveg verknum í hægra fæti, en hlustaði eftir brakinu, er varð við áreksturinn. Hann hljóp álútur til skúrsins og hafði hressandi nautn af regninu, sem lamdist framan í hann, en hitt kom honum kynlega fyrir, að ekki skvldi heyrast nein sprenging. Hann var nokkra metra frá skúrnum, er fyrsta kúl- an náði honum. Svo heyrði hann ægilegan hávaða, eins og allt ætlaði um koll að keyra. Hann vissi, að kúlan hafði hitt hann. í anda gat hann séð þenna beljaka standa gleiðan í mölinni og miða byssunni. En mest furðaði Patterson sig á því, að hann fann hvergi til. Það var því líkast, sem hann hefði lamast í bakinu, en verkur var enginn. Hann gerði sér raunar enga grein fyrir næstu lcúlu, og heldur ekki þeirri þriðju. Engir heyrðu þessi skot nema sá, sem drap, og sá, sem fyrir þeim varð, og þar af leiðandi leið klukku- stund, þangað til fregn barst um þetta morð, sem raunar var talið slys, og þannig var tilkynningin, sem Jessi Webb fékk. Hann hélt áfram að spyrjast fvrir um þetta slys, en upplýsingar voru af skornum skammti: auðsætt, að bílstjórinn hafði misst stjórn á bifreiðinni við þessa gömlu, ónothæfu geyma. Sprenging hafði ekki örðið. Líkið hafði auðsæilega kastast út úr bíln- um. Til þessa hafði ekki fengizt úr því skorið, hver bílstjórilvn var. Enginn rannsóknarlögreglumaður hafði komið á vettvang, og ef til vill var engin ástæða fyrir hann að aka alla þessa leið, til þess að hefja rannsókn í málinu. Jessi hafði nú lokið rannsókn allra símanúmeranna á skrá sinni, og ekkert haft upp úr þeirri fyrirhöfn, og þótt honum þætti illt við að una, varð hann að gera því skóna, að Helena Lamar hefði ekki hringt til Indianapolis frá Columbus nóttina fyrir. Og enn erfiðar gekk honum að sannfæra sjálfan sig um, að Glenn Griffin væri ekki í bænum eða nágrenni hans. Það var hringt til Dan Hilliard heiman að frá hon- um. Hann hlustaði, hnyklaði brúnir, og ískuldi læsti sig um hann allan. Því næst sagði hann: „Hvernig get ég það, Ella? Peningarnir ættu að vera komnir eftir tæpa klukku- stund. Klukkan er næstum tvö.“ Hann hlustaði aftur, og tók nú svo þétt um heyrnar- tólið, að hann sárkenndi til í handleggnum. Hann bölvaði, án þess að gera sér ljóst, að hann hefði nokk- uð sagt. Hann gat ekki trúað því, sem kona hans sagði Heima er bezt 331

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.