Heima er bezt - 01.09.1956, Síða 52

Heima er bezt - 01.09.1956, Síða 52
332 Heima Nr. 9-10 --------------------------------er bezt---------------------------- honum. Fregnir hennar voru svo ótrúlegar, að hin hamslausa þrá eftir bréfinu hjaðnaði. „Þú ætlar að gera það. Er það ekki?“ sagði kona hans með áherzlu. „Ég skal ná í Cindýju undireins,“ svaraði Dan. Þegar hann lagði heyrnartólið á kvíslina, vissi hann ekki, hvað fyrir hafði komið, eða hvers vegna hann fékk þessa skipun frá Glenn Griffin um, hvað hon- um nú bæri að gera. Það var ekkert vit í neinu af þessu, en reiðin sauð upp í honum, er honum var Jjóst, að á hann hefði verið leildð. Peninganna var ekki von í dag. Það hafði Glenn Griffin alltaf vitað. Pen- ingarnir voru ekki sendir fyrr en Glenn Griffin hafði talað við þessa konu í gærkveldi. Þeir gátu ekki komið fyrr en á morgun. Glenn Griffin hafði logið að hon- um, til þess að koma honum á brottu úr húsinu, hafði verið í mun, að allt gengi sinn vanagang, svo að enginn grunur gæti vaknað. En nú hafði samt sem áður eitthvað óvænt gerzt, og Dan reyndi að hliðra sér hjá að hugsa um, hvað það gæti verið. Eftir hálfa klukkustund mundi hann og Cindý nema staðar fyrir utan aðalbúðirnar í verzl- unarhverfinu í austurhluta bæjarins. Annað vissi hann eltki. Glenn Griffin hafði ekkert sagt honum, hvers vegna þau skyldu fara þangað og eftir hverjum bíða skyldi þar. Og sennilega vissi Elenóra það heldur ekki, eða hún hafði skipun um að minnast ekld á það í símann. I3an fór í lyftuna, þrýsti á lmappinn og lét brenn- andi heitt enni sitt nema við kaldar járngrindurnar. Það er aðeins hægt að þvinga menn að vissu marki. Glenn Griffin, sagði hann við sjálfan sig. Sérhver mað- ur getur ekki þolað nema takmarkaða valdbeitingu. Allt á sér takmörk. Honum var ljóst, að hann var kominn á fremsta hlunn með eitthvað, en gerði sér ekki aftur á móti fyllilega ljóst, hvað hann ætlaðist fyrir. Hann vissi líka, er hann gekk út úr lyftunni og tog- aði hatt sinn niður á ennið, að hann gat ekki teflt á tvær hættur. Ef hann léti kylfu ráða kasti, mundi allt, sem hann áorkaði til þessa, og allt, sem fólk hans hafði orðið á sig að leggja, vera til einskis. En ef hann reyndi að halda öllu í jafnvægi í þessum gráa leik, var nokkur von, enda þótt ekki væri hægt að segja, að hún væri mikil. Já, þannig er málum háttað, sagði hann við sjálfan sig. Mundu það! Svo þrammaði hann af stað. Robish var í þessari andránni um megn að fara út úr herberginu, sem hann var í. Hlaupamæðin háði honum ekki lengur, og hinn villti, dýrslegi kvíði var að baki. Hann hafði gripið hann, er hann æddi af stað inn í skóginn eftir að hafa lcomizt að raun um, að bifreiðin var ógangfær og hann yrði að ganga. Víst hafði hann orðið skelkaður — og argur. Mest gramdist honum við þennan karl, sem hafði reynzt svona út- undir sig. Vel af sér vikið, að hann sltyldi geta leikið svona á gamla Robish! Honum hlýnaði eilítið um hjartarætur, er hugurinn reikaði til karlsins.. Þótt hann væri orðinn rennblautur, fór einhver notalegheitatitr- ingur um hann allan. Hann minntist þess, hvemig karl hafði reynt að hlaupa og verið undarlega1. stirðbusaleg- ur, og svo þegar hann stanzaði, sparkaði mölinni upp með öðrum fæti, teygði síðan stutta, grindhoraða hand- legginn frá sér, spriklaði svo skringilega, unz Robish sendi honum tvær ltúlur til viðbótar. Þessi endurminn- ing kom Robish til að brosa. Þannig skyldi fiann leika þá alla, þessa kænu þorpara! Glenn taldi hann heimskingja. O, Robish fór svo sem nærri um, hvað Glenn hugsaði. En var því svona farið? Hafði hann ekki haldið út úr skóginutm, haldið rakleitt til verzlunarhverfisins og komið þar í hug að hringja? Stóð hann kannski ekki hérna í Jíarlmanns- deildinni, öruggur og ánægður, og bcið þess, að bifreið Rauðkollu litlu kæmi eftir honum? Ur glugganum gat hann séð yfir bílastæðin. Föt hans voru rennblaut. Andardráttur hans var að verða eðlilegur. Hann þurfti nú aðeins að) horfa á konurnar stíga út úr bílunum, stökkva yfir pollana og halda sem fastast um börn sín eða böggla. Honum þótti notalegt til þess að hugsa, að hann skyldi standa þarna í hlýju herbergi, en vita af kuldanum úti fyrir og þessa notalegheitatilfinningu kórónuðu svo skotin þrjú, sem enn voru í skammbyssunni. Hann hafði ákveðið, hvernig hentast væri að nota þau. Eitt átti hann Hilliard að fá;. karlinn, sem barið hafði hann, en hið næsta skyldi stelp- an fá, en hún átti sökina í öllu. Hilliard skyldi fá leyfí til að sjá, er hann sendi stelpunni skotið. Það gat verið eins og einskonar afborgun. Og ef Griffin maldaði í móinn, sá bölvaði sláni, sem stofnaði öllu í voða til þess að geta knésett lögreglumann, sem hafði brotið á honum kjammana, nú, þá var þriðja skotið í byssunni. Var það kannski ekki rétt athugað? Hann varð að gæta þess, að skilja byssuna ekki við sig upp frá þessu. Þriðja skotið mátti sem bezt nota handa Glenn Griffin. Robish taldi sig nú vera sólar megin í dalnum. Glenn hafði nefnt hálfa klukkustund. Robish hafði enga möguleika til að geta sér til um tímann, en hann hugði, að tíu mínútur mundu vera síðan hann talaði við Griffin, en þær gátu eins vel verið tuttugu. Svo heyrði hann í fjarlægð mjög dauft ískur í sír- enu. Langt í burtu. Hann brosti. F.n brosið hvarf, og hann varð hundslegur á svip- inn. Ef til vill munu þessir lögreglumenn umkringja skóginn, af því að þeir héldu, að hann hefði haldið inn í hann. Hann hafði enga hugmynd um, hve langan tíma hann hafði verið að brjótast gegnum hann. Lög- reglan gat kannað hann á hálfri klukkustund og birzt síðan á götunni. Hver fjandinn var orðinn af þessari Rauðkollu? „Cindý kemur aftur eftir nokkrar mínútur,“ sagði Kalli Wright. „Hvers vegna viljið þér ekki ganga inn og bíða í skrifstofu minni?“

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.