Heima er bezt - 01.09.1956, Page 53

Heima er bezt - 01.09.1956, Page 53
Heima Nr. 9-1.0 „Hvar £r ikún? “ Karl lét lúan Hilliard ganga á undan sér inn fyrir. Hinn hvassi stípunartónn í rödd hans, sem annars var róleg, hafði vakið athygli hans, jafnframt þetta svefn- gcngilslátæði, :sem virtist einkenna manninn. „Herra Hepburn er að lesa henni fyrir,“ sagði Karl dálítið kæruleysislega og bauð vindling. Annaðhvort :sá Dan það ekki, eða hann hafði enga löngun til að reykja. „Hve lengi verður hún að þessu?“ Karli háifgramdist við þennan mann, sem stóð þarna eins og þvara í miðju gólfi, starði eins og ringlaður út í bláinn með rennvotan hattinn á höfðinu. „Það get ég ekki sagt yður,“ sagði hann, og gremjan kom fram í orðunum. En hann fann, að hún hvarf honum í sömu andránni. En hvers vegna? Því gat hann ekki svarað. En þessi deyfð yfir manninum, þessar miklu, slútandi axlir og þetta þreytulega andlit með djúpum dráttum og freknum — allt varð þetta til að gera hann órólegan. „Þér sjáið.... “ hóf hann máls, en þagnaði skyndilega. „Viljið þér ekki setja yður niður?“ „Gætir þú ekki náð í hana, Kalli?“ spurði Dan Hilli- ard. „Það er — mikilvægt.“ „Herra Hilliard.11 Karl dró djúpt andann. „Er citt- hvað að?“ „Hvers vegna spyr þú að því?“ Orðin voru eins og svipuhögg. „Ég á við — hefur eitthvað komið fyrir Cindýju. Eða yður sjálfan? Eða hin?“ Karl hristi höfuðið ringl- aður, studdist fram á skrifstofuborðið með krosslagða fætur. „Það var ekki ætlun mín að vera forvitinn. Ef til vill kemur mér þetta ekki við. Fyrst hélt ég, að eitthvað angraði Cindýju, sem vildi láta mig sigla minn sjó. Annar væri kominn í spilið. Eitthvað var það í þá áttina. En svo--------“ „Svo hvað?“ „Ja, ég veit það svei mér ekki.“ Og við þetta sat. Það sat við þetta, af því að það eina, sem Hilliard vildi segja, var það sama, sem Cindý sagði um morguninn, er hún kom tíu mínútum of seint eftir morgunmatinn, angurvær og þreytuleg að sjá? „Þú ert farinn að sjá ofsjónir, Kalli‘“ Nú tók faðir hennar sér í munn þessi sömu orð. „Það var fyrst í gærkveldi,“ sagði Karl þrjózku- lega og ætlaði ekki að láta hlut sinn að svo komnu máli. Og þar sem Dan Hilliard stóð þarna blautur og hræringarlaus, sagði Karl honurn allt af létta, þótt ekki væri það mikið, sagði honum, hvernig Cindý hefði stokkið frá honum við húsið, hversu hún hafði heimt- að að komast sem fyrst heim, eftir að hafa setið þögul allt kvöldið, táraflóð í bílnum, og svo þessi spurning, hvort hann ætti skammbyssu. Hann gaf nákvæmar gæt- ur að Dan og kipraði augun, um leið og hann nefndi skammbyssuna. „Það er eitthvað bogið við þetta. Það er allt, sem ég get sagt.“ „Þetta kemur þér ekki við, Karl.“ „Ef til vill ekki, en------“ „Hér er ekki um neitt en að ræða. Málið er þér óskylt. Skiptu þér ekki af þessu frekar.“ Það hafði ekki verið talað svona við Karl síðan hann var í sjóiiðinu. Honum hafði ekki getizt að þessu þá, en þó hafðf þetta aðeins verið forsmekkur af því, sem hann varð að sætta sig við þá. Nú gat enginn neytt hann til að sætta sig við slíkt orðbragð. „Mér er málið skylt, ef það varðar Cindý, herra Hilliard.“ Svo var gripið í hattinn og honum hallað svolítið á kollinum, og augu Dans urðu skyndilega athugul og harðneskjan í augnasvipnum hvarf. „Nú er því þannig varið, Karl?“ „Já,“ sagði Karl rólega, „hvort sem yður líkar það betur eða verr.“ „Mér líkar það verr — eða réttara sagt: mér líkaði það ekki vel. En ég hef ekki tíma til að tala um slíkt núna, heldur ekki að hugsa um það.“ Ákafanum brá aftur fyrir í svipnum. Hann gekk til dyranna. „Hvar er skrifstofa Hepburns?“ „Nú skal ég ná í hana,“ sagði Karl, um leið og hann gekk framhjá þessum þreklega manni, reiður og utan við sig, með nýjan grun, er hann barði á dyr Hep- burns, grun um, að hér væri um að ræða eitthvað alvarlegra en andúð þá, sem Dan Hilliard kynni að hafa á honum. Hér var um eitthvað mjög alvarlegt að ræða, eitthvað brýnt, eitthvað, sem vakti örvæntingu. Hann sagði nokkur orð og gaf henni nánar gætur, er hún spratt á fætur án þess að líta við Hepburn, og flýtti sér fram fyrir. Hann fór á eftir henni. Hann sá, er þau hittust. Þau hvísluðust eitthvað á. Cindý tók treyjuna sína. Dan Hilliard gekk í humáttina að ganginum Cindý leit hvasst um öxl, myrkum augum, og hélt svo á eftir föður sínum. Karl stóð hreyfingarlaus og starði á lokaðar dvrn- ar. Gott, hann skyldi þá sjálfur grafast fyrir um þetta. Það kemur mér við, ef um Cindý er að ræða. Þannig er þetta, Karl. Þú hefir sjálfur sagt það. Þar brenndir þú allar brýr að baki þér. Nú er engin und- ankomuleið. Þannig var það. Hann elskaði Cindýju Hilliard, og hann vissi ekki, hvernig þessu mundi reiða af. En hann varð að komast til botns í öllu þessu. Hann þreif regnkápu sína og gekk ákveðnum skref- um út úr skrifstofunni. IV. Þegar út á götuna kom, varð Karl allt í einu ofsa- hræddur, en jafnaði sig brátt. Þessi hræðsla hafði gripið hann, er hann sá á eftir Dan Hilliard ganga þungum, reikulum skrefum við hlið dóttur sinnar, sem var létt upp á fótinn eins og hind. Þau gengu inn á bílastæðin, þar sem Cindý hafði bíl sinn á daginn. Skyldi hann nú missa sjónar á þeim, áður en hann óséður gæti komizt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.