Heima er bezt - 01.09.1956, Qupperneq 54
334 Heima Nr. 9-10
--------------------------------er bezt ---------------------------
að bíl sínum, er var í sömu röð, og næði að bakka hon-
um út á götuna fyrir aftan bíl Cindýjar? Hann sá, að
það var Cindý, sem sat við stýrið, og hún flýtti sér.
Þessi æsihraði á henni var dularfullur, og aftur varð
hann gripinn ótta. Hún nam ekki staðar, þótt um-
ferðin væri ekki mikil á götunni nú, heldur en að bíða
sveigði hún til hægri, norður á við og hvarf úr augsvn,
áður en Karl næði að aka bílnum aftur á bak út á götuna.
I miðbænum var bannað að aka í hring milli kl. 12
og 6, og því tókst honum að aka svo greitt, að fjar-
lægðin minnkaði á milli. Tveimur húsalengjum fram-
undan sá hann bifreiðina hverfa til hægri og halda aust-
ur á bóginn. Hann ók í humáttina á eftir. Hann átti
ekki í neinum örðugleikum með að elta bílinn, en
hann gætti þess að vera jafnan í hæfilegri fjarlægð og
reyndi, eftir því sem kostur var, að haga ferð sinni
svo, að hún gæti ekki séð til hans í speglinum.
Hún ók ekki heim. Karl reyndi að leiða hjá sér að
geta sér til um, hvað hún og faðir hennar væru að
erinda í Austurbænum um þetta leyti dags.
Það var svo algengt að heyra sírenu gjalla á annarri
eins umferðagötu, að Karl gaf því lítinn gaum, þótt
hann sæi bifreið lögreglustjóra bruna fram úr honum.
En þegar fleiri fylgdu í kjölfarið, þrír, ef til vill fjórir
og sjúkravagn að auki, gerði hann sér í hugarlund, að
slys hefði hent í AusturSænom. Hafði Hilliard kannski
heyrt eitthvað um það? Kafði hann þess vegna komið
að sækja Cindýju, var ætlunin að fara þangað? En í
sjálfu sér var þetta engin skýring, skýrði ekki að neinu
leyti atburðina kvöldið áður eða angurværð Cindýjar
fyrri hluta dagsins og símtalið, sem allt hafði sett á
annan endann. Og sízt af öllu var hér fengin skýring
á tárum hennar og spurningunni um skammbyssuna.
Þegar bifreið Cindýjar nam staðar við bílastæði tæp-
um tuttugu mínútum síðar, rétt fyrir framan verzlana-
hverfi, sem hafði sprottið upp í útjaðri bæjarins, heyrð-
ist vælið í lögreglusírenunum í fjarska, að baki skógar-
ins mót norðaustri. Karl ók að mjallahvítum benzín-
geymi við götuhornið. Hann bandaði benzínsalanum
á burt og fékk sér síðan loft í hjólbarðana, en gaf
nánar gætur að öllu.
Að kalla í sömu svifum kom maður út úr húsinu —
þrekvaxinn og kraftalegur náungi í gráum fötum, renn-
votum, og óð yfir pollana. En Karl tók ekki strax
eftir, hvert hann stefndi. Þau feðgin sátu í bílnum og
höfðu báðar þurrkurnar í gangi, enda þótt engin rign-
ing væri. Það hafði ekkert rignt, síðan þau lögðu af
stað frá skrifstofunum. En Cindý hafði auðsæilega
ekki veitt því eftirtekt.
Áður en Karl hafði að fullu gert sér grein fyrir
þessu furðulega háttalagi Cindýjar, stóð hann sig að
því að kreista loftslönguna í hendi sér og stara eins og
glópur. Maður sá, sem hann hafði séð rétt áður, gekk
nefnilega rakleitt að bifreið Cindýjar, sagði eitthvað
inn um gluggann, sem Hilliard renndi niður þegar í
stað, beið síðan, meðan Hilliard fór út úr bílnum. Síð-
an renndi þessi beljaki sér inn í bílinn og hlassaði sér
niður við hliðina á Cindýju. Hilliard hafði aldrei mælt
orð, ekki einu sinni kinkað kolli, en fór aftur inn í
bílinn og lokaði hurðínni. Síðan var bílnum ekið aftur
á bak út á götuna og brunaði síðan af stað með mikl-
um hraða, svo að vatnsgusurnar gengu í allar áttir.
Karl beið ekki boðanna. Hann fór í humáttina æ
eftir, en þó í nokkurri fjarlægð, gætti þess þó að fylgj-
ast sem gerst með bílnum, sem nú var ekið á eins kon-
ar þjóðvegi í útjaðri bæjarins. Það hattaði fyrir fer-
strendum hausnum á þessum náunga milli Cindýjar og
Hilliards og bar því lítið á honum. Karli kom í hug
að aka fram úr og snúa síðan við til þess að gea séð
framan í þennan náunga, en litli bíllinn hans var
Cindý auðþekktur, og hann vildi ekki láta hana komast
á snoðir um, að hann hafði veitt eftirför. Að minnsta
kosti ekki eins og sakir stóðu. Eitthvað varð líka til
þess, að hann vildi fara að öllu með gát: endurminn-
ingin um kjagandi göngulag þessa beljaka og svo þetta
undarlega skim og hvim, um leið og hann renndi sér
inn í bílinn. Og svo hafði hann kosið að vera á milli
þeirra, hnipraði sig saman í sætinu sem mest hann mátti,
svo að aðeins efri hlutinn á höfði hans sást í gegnum
afturrúðu bílsins. Maðurinn var hattlaus. Og Karli
fannst það í sjálfu sér nokkuð merkileg athugun. Sjálf-
ur var hann jafnan hattlaus, en flestir miðaldra menn
báru hatt, að minnsta kosti annan eins rigningardag.
Og við allt þetta bættist svo, að maðurinn var frakka-
laus.
Hver var hann? Hvaða samband var á milli slíks
manns og Hilliardfjölskyldunnar? \’ar þetta frændinn,
hinn svarti sauður í fjölskyldunni? Fvllibyttan í ætt-
inni, sem var í þann veginn að setja blett á hana? Hann
mundi sjálfsagt fá einhverja meinlausa skýringu á þessu.
En hvernig var þetta þá með byssuna? Hvað kom
skammbyssa öllu þessu við?
Karl ók á eftir bílnum alla leiðina norður eftir og
virtist ekkert hissa á öllum þeim krókaleiðum, sem
Cindý ók, taldi víst, að hér mundi umferð jafnan
minnst, enda þótt þetta væri miklu lengri leið. Þegar
kom á götur þær, sem fá hús stóðu við, gætti Karl
þess að vera svo langt á eftir, að Cindý gæti ekki séð
bíl hans í speglinum.
Karl fékk ekkert svar við spurningum sínum: bíln-
um var ekið upp stíginn að húsi Hilliards, eins og hann
hafði alltaf búizt við. Hann nam því staðar langt niðri
á götunni, þar sem ekki sást til hans.
Nú, og hvað hafðir þú svo upp úr þessu? Hvert
gaztu rakið ferilinn? Inn í blindstræti.
„Hverju erum við nær, Jessi?“ spurði Tom Winston,
um leið og hann gekk hægt frá líki mannsins.
Jessi þokaði sér enn fjær líkinu, sem lá hálft úti í
polli við húshjallinn. Hann gekk að geymunum gömlu,
sem voru rifnir upp með rótum, ef svo má segja, og
hölluðu sér nú að rauða vörubílnum.