Heima er bezt - 01.09.1956, Qupperneq 55
Nr. 9-io Heima 335
--------------------------------er bezt----------------------------
„Merkilegt,“ sagði Jessi og studdi höndinni á bílinn.
„Ég þekkti hann dálítið. Hann var einn af körlunuin,
sem stundum tóku í spil með pabba gamla. Það var
heppilegt, að þessir geymar skyldu vera tómir.“ Hann
lagði það, sem hann hafði tekið úr vösum Pattersons
ofan á hlífina: veski, ökuskírteini með tuttugu og fimm
dölum, fjórir dalaseðlar að auki sér í vasa, nagaður
blýantsstubbur, bréfsnudda, vindlingapakki og nokkur
eldspýtnahylki og níu ávísanir, og hljóðaði hver þeirra
á tvo dali, er greiðast skyldu Floyd Pattersons.
„Hann hefur ef til vill ekki verið svo ólánssamur,"
sagði Tom Winston hlýlega. Flann gat ekki haft augun
af lögreglumönnunum, sem grúfðu sig yfir líkið. „Ff
til vill hefði hann kosið að deyja svona?“
„En hver fær að kjósa sér dauða?“ spurði Jessi, um
leið og hann fletti sundur blaðsneplunum og slétti úr
þeim: Pöntunarlisti með orðinu „rakblöð", viðgerðar-
reikningur, greiddur; síðan annar að auki.
„Hefur verið skotinn þrem skotum í bakið. Hvers
vegna, Jessi?“
Jessi neri hnakkann og gerði sér ljóst, að honum var
furðu heitt þrátt fyrir kuldann og hráslagann í loftinu.
„Já, hvers vegna, Tom. Þetta var ágætis náungi. Hvers
vegna hefði hann átt að reyna að brjóta bílinn með því
að aka á þessar dælur? Eða var það slys? segðu mér
það, Tom.“
„Ríkislögreglan er í þann veginn að umkringja stórt
svæði hér. Byrjar í Arlington. Vörubíllinn er ekki
akstursfær, og þess vegna telja þeir — og ég er á sömu
skoðun — að morðinginn hafi orðið að forða sér gang-
andi. Nú eru tíu menn að leita í skóginum, og fleiri
eru á leiðinni. En það torveldar rannsóknina illa, að
svo langt skuli vera síðan þetta bar við. Segja má, að
þessi leið sé nær aldrei farin nú orðið, þar sem Tuttug-
asta og fyrsta gata er steypt svo langt sem hún nær.
Ég hef á tilfinningunni.... “
„Sjáðu,“ sagði Jessi Webb sallarólega, — en þannig,
að Tom rann kalt vatn milli skinns og hörunds. „Herra
minn trúr,“ hvíslaði jessi. Hann hélt á síðasta bréf-
sneplinum í höndunum, sem skulfu svolítið. „Herra
minn trúr, Tom.“
Winston laut áfram, athugaði blýantskrotið nákvæin-
lega og leit svo framan í Jessa, en úr svip hans varð
ekkert lesið.
Langt í burtu heyrði hann gjalla í lögreglubíl. Það
fór hrollur um Jessa.
„Hann hefur ef til vill séð honum bregða fyrir,“
sagði Winston, sem tók andköf. „Honum hefur kannski
legið lífið á. Tölustafurinn 3 gæti bent til þess.“
„Hann hefur ef til vill heyrt þetta í útvarpinu,“
tautaði Jessi spekingslega, enda þótt hann tryði ekki
orðum sínum. „Hann hefur ef til vill krotað þetta hjá
sér, eftir að hann hlustaði á útvarpið, skrifað þetta
niður eins og af tilviljun. Til slíks eru dæmin um
gamalt fólk.“
„Já, satt er það,“ játaði Winston, en það var eins og
hann ætti erfitt um andardráttinn. „En ef þú breytir
þessum 3 í 8 hefur þú ráðið gátuna. Hann hefur haft
nauman tíma og sjónin verið farin að bila. Ef þú breyt-
ir tölunni, er gátan ráðin.“
„Andartak,“ sagði Jessi með hægð og skáskaut aug-
unum til Winstons. „Andartak, Tom, breytum þessuin
þremur í átta. Við gerum því skóna, að Patterson hafi
ekki útvarp í litlu íbúðinni sinni hérna vestur frá. Ger-
um því skóna, að hann hafi ekki séð þetta bílnúmer.
Svo verðum við að staðsetja þennan bíl. Fyrst eru það
ávísanirnar. Eru þær 'allar runnar frá sama hverfi? Hve
mörg önnur hús í hverfinu eða í skógunum hér í kring
hefur Patterson ekki heimsótt í dag? Ég verð að kom-
ast að raun um, hvar hann hefur verið í dag, Tom, þótt
ég verði að þvo þetta hverfi til þess.“ Nú fór hann að
tala fljótar, án hiks og frekari heilabrota. „Þú ferð aftur
með þessar ávísanir — og til allra annarra viðskipta-
manna Pattersons — tekur upp nöfn, heimili og sími-
númer og vinnustaði. Það verða nokkur hundruð menn,
sem tala þarf við.“
„Nú höfum við náð í töglin eða hagldirnar, Jessi'“
„Já, Tom, víst getur það rétt verið. Alls ekki óhugs-
andi. \Tið höfum aftur náð bílnúmerinu. Og náðum
því hérna í bænum, eins og ég bjóst alltaf við. Ég sagði
þér það, Tom!“ Hann þrammaði langstígur að bíl lög-
reglustjóra. „Já, við höfum númerið, og nú er um að
gera að ná bifreiðinni. Dugðu nú vel, Winston. Ef
þeir verða einhvers varir í skóginum, skaltu láta mig
vita það undireins. Segðu þeim, að hverjum við séum
að leita, Tom, — og látum nú hendur starda fram úr
ermum.“
Er hann var setztur við stýrið, fann hann, hvernig
vonin hrakti kvíðann á braut. Ekki má leggja of mikið
upp úr tilviljuninni, en hins vegar verður að athuga
hverja smugu. Hann sté á benzíngjafann og setti síren-
una í gang. Eitthvað, sem átti skylt við gleði og sterka
von, tók hug hans fanginn.
Bifreiðin hefur sézt í bænum. I dag! Ef til vill var
hún enn í bænum. Glenn Griffin var manna líklegastur
til að senda vesalings gamla manninum kúlur í bakið.
Ríkissaksóknarinn mundi taka það mál að sér. Nú
þekkja þeir bílinn. Allt kom heim. En símahringingarn-
ar — eða rannsókn þeirra — hafði engan árangur borið.
A þeim vettvangi var ekkert frekar hægt að gera. En
þetta síðasta....
Honum skyldi sannarlega ekki verða nein skotaskuld
úr að finna þessa bifreið, enda hafði hann skráð ein-
kennistölu hennar með óafmáanlegu letri í hjarta sér.
„Nú tekur jörðin að brenna undir fótum okkar,
gamli minn. Viðhorfið hefur breytzt. Félagi vor,
Robish, missti vald á taugum sínum og gætti þess ekla
að athuga vasa karlsins, eins og hann hefði átt að
gera-..."
„Ég hef þegar sagt þér, að hann eyðilagði.... “