Heima er bezt - 01.09.1956, Síða 56
336 Heima Nr. 9-10
--------------------------------er bezt----------------------------
„Haltu kjafti, Robish, og lofaðu mér að tala. Ég
þarf að ræða mikilvægt mál við Hilliard.“
Hank Griffin hallaði sér upp að veggnum í skons-
unni og leit við og við fram á stíginn eða út í garð-
inn og hlustaði á viðræður þær, sem fram fóru í dag-
stofunni. Glenn þrauthugsaði málið. Hank hafði alltaf
dáðst að skarpskyggni bróður síns, skjótræði hans og
hinum dýrmæta eiginleika, hve létt honum var að
kryfja hvert mál til mergjar og taka ákvarðanir. Gáf-
um hans átti hann það að þakka, að hann skyldi vera
hér sem frjáls maður.
Daufgert hæðnisbros læddist fram á varir Hanks.
Frjáls? Nei, hann hafði aldrei verið eins langt frá því
takmarki, ekki einu sinni í fangaklefanum.
„Sjáið þér nú, gamli minn, hvernig málum er háttað.
Hann Robish hérna hefur náð í skammbyssu, og nú
vill hann ekki láta hana af hendi. En hann notar byss-
una ekki aftur, af því að ég vil ekki leyfa honum það.
Og þér heyrðuð, hvað hann litli bróðir minn, Hank,
sagði núna rétt áðan. Hann vill heldur ekki láta byssu
sína af hendi, neitar að gera það, meðan Robish er
vopnaður. Þér sjáið því, að ég er ámóta hjálparvana og
þér. Munur er þó nokkur. Hank þarna inni og Robish
hafa ekki einu sinni hálft mannsvit samanlagt. Ef mín
nyti ekki, væru þeir dauðans matur. Og nú, hvað eig-
um við svo að gera við bíl bóndans þarna út í skúrn-
um?“ H
Dan Hilliard svaraði ekki. Hann hafði ekki sagt
aukatekið orð við Glenn síðan hann kom inn ásamt
dóttur sinni og Robish fyrir stundarkorni síðan. Hann
hafði setið álútur í stóli sínum og horft út í loftið.
Það var engu líkara en hann væri látinn, ef augun í
höfði hans hefðu ekki verið sem glóandi kolamolar.
Hank vissi, að ekkert espaði Glenn eins og þögn og
fyrirlitning, og hann varð var við, að þessi þrúgandi
þögn mannsins, æsti hann mjög.
„Ég var að spyrja yður, Hilliard.“
Dan Hilliard sneri höfðinu, leit á konu sína, sem
ekki bærði á sér, frá henni til drengsins, er lá í hnipri
á legubekknum og síðan varð honum litið til dóttur
sinnar. Hank fylgdi augum hans eftir og fann, hvernig
hann varð gagntekinn af undarlegri eftirvæntingu, er
hann horfði á Cindýju. Hún stóð dálítið frá hinum,
eins og í fjarska, fannst honum, og einhvern veginn
varð þessi sýn til þess, að Hank varð skapdeigari og
óánægður með sjálfan sig. Þetta var ekkert líkt þeirri
tilfinningu, sem náði valdi á honum, er Robish sagði
frá drápi mannsins. En þegar hann sá, hve glaður og
reifur Robish var, — já og eins og eftirvæntingarfullur,
vissi hann upp á hár, að þar bjó eitthvað undir, eitthvað
viðbjóðslegt og hræðilegt, einhver fullnæging. Hank
varð óglatt, er hann hugsaði til þessa. Og er hann sá
framan í stúlkuna, sem fyrirlitningin skein út úr, var
sem drægi úr honum allan mátt. En hér bærðist einhver
annarleg tilfinning hið innra með honum. Það var eins
og að sjá inn í búðarglugga, þar sem gat að líta hlaðin
borð hvers konar litríkri glervöru og glampandi silfur-
munum og stóla úr gljáandi, svörtum viði og að gera
sér svo í hugarlund, að prúðbúið fólk kæmi inn og þar
á meðal konur með berar axlir. Og svo hafði maður á
tilfinningunni, að einhverju væri glatað, einhverju, sem
maður hafði að vísu aldrei hlotið og gat aldrei hlotið..
Glenn hafði talað um þess háttar. Vissan um tilvist:
þessa gerði löngunina enn bitrari.... Svona var það u
hvert sinn, er hann leit á stúlkuna, — og þó gat hann.
ekki á sér setið, hann varð að horfa á hana.
„Hilliard, þér eigið að svara, þegar ég tala við yður_
Skiljið þér mig?“
Hvatskeytleg, bjóðandi rödd Glenns varð til þess
að athygli Hanks bendist aftur að bróður hans. Aðra.
stundina brá Glenn á glens og masaði um alla heima
og geima; þetta gat vakið samhug. En í næstu andri
var hann kannski ekkert nema biturleikinn og lét ótví-
rætt í það skína, að félagarnir væru heimskingjar verstu
tegundar. En þetta var í fyrsta skipti svo langt Hank
mundi, að Glenn hafði látið sér slík orð um munn fara
í viðurvist annarra.
í viðurvist hennar.
„Griffin.... “ Hank varð svolítið rórra, er hann
heyrði rödd Hilliards. Það kenndi elli og þreytu í
röddinni. „Griffin, þar sem ég hef hjálpað Robish til
að komast hingað aftur, eftir að hann hefur drepið
mann, hef ég gert mig sekan urn þátttöku í því, sem af
þessu leiðir.“
Þarna kom það. Þessara orða hafði hann leitað, síðan
liann heyrði Robish segja frá morðinu. En sjálfur var
hann ef til vill verr staddur. Hann minntist þess að
hafa heyrt einhvern tímann, að sá, sem ekki hafði
hleypt skotinu úr byssunni....
„Ef þér svo ætlið, að ég vinni fleiri skítverk fyrir
yður, þá skjáltast yður.“ Rödd Hilliards var róleg.-
blæbrigðalaus og þurr.
Glenn var skemmt. Hann hló. Hann lagði handlegg-
inn meira að segja um breiðar og þreldegar herðar
Hilliards. „Þér eruð karl í krapinu, ég segi ekki ann-
að. Þér eruð góðum gáfum gæddur. Hugsið yður nú,
hvernig ástatt er fyrir mér. Drengurinn hefur í allan
dag verið að tönnlast á, að við skyldum fara. En mér
er það alls ómögulegt, sagði ég, — stefna öllu í hættu
aðeins vegna þess, að á vegi okkar verður karlhró, sem
ekki kann fóturn sínurn forráð. Þér vitið, við hverju
má búast, Hilliard, ef við færum? Bréfið góða kemur
á skrifstofuna til yðar í fyrramálið, og þá væri ég
kominn margar mílur burt héðan og hefði engin tök
á að koma í kring þessu viki, sem ég þarf að láta inna
af hendi hér í bænum. Við höfum þraukað þetta pen-
inganna vegna. Og ég get ekki án þeirra verið. Við
urðum fyrir óláni, karl minn, að fá ekki aurana strax,
Þér skiljið mig.“
Peningarnir voru ekki gild afsökun, væntanleg umbun
til handa Jessa Webb var heldur ekki gild afsökun,
Það var ekki hægt að finna neina frambærilega afsökun