Heima er bezt - 01.09.1960, Side 7

Heima er bezt - 01.09.1960, Side 7
aldri. Mesta nýjungin var þó, að margar bókanna voru myndum prýddar, sem þá var eins og fyrr getur harla fátítt, og hygg ég, að engin skáldrit á íslenzku hafi fyrr verið prýdd myndum en Blástakkar og Úranía. jMynd- irnar voru úrvalsteikningar, sem birzt höfðu í erlendum útgáfum þeirra, en auk þess var ein teikning eftir Þórar- in B. Þorláksson í Úraníu. í Grænlandsbókinni var margt mynda og tveir landsuppdrættir af Islendinga- byggðunum fomu. Mun útgáfan þar hafa notið ritsafns- ins Meddelelser om Grönland, en þaðan munu flestar myndirnar fengnar. Þá voru og margar góðar myndir í Islandslýsingunni og Þáttum Boga. Þótt ekkert hefði annað verið, gerðu myndirnar bækur þessar ólíkar öðr- um íslenzkum bókum, og er mér í fersku minni, hversu mikið dýrindi mér þóttu þær og girnilegar til fróðleiks í bernsku minni. Bókasafn alþýðu hlaut góðar viðtökur, bæði almenn- ings og þeirra, er þess gátu á prenti. En þó þykist ég þess fullviss, að fæsta eða jafnvel enga hefur grunað, hvílíkt átak var gert með útgáfu þess, og að með henni var boðaður nýr tími í íslenzkri bókaútgáfu, þótt hann raunar léti bíða nokkuð eftir sér. Verð bókanna var sem fyrr segir afarlágt, en mjög til þeirra vandað. Þannig kostaði sænsk útgáfa af Úraníu 3 krónur og 50, en hin íslenzka aðeins eina krónu. Til þess að útgáfan gæti borið sig hefði því kaupendafjöldinn orðið að vera mjög mikill, meiri en títt var um íslenzkar bæk- ur í þann tíma. Þeir voru þá enn offáir, sem skildu hverja þýðingu útgáfa þessi gæti haft fyrir alþýðu- menntun vora. Eftir sex ár varð útgefandinn að leggja árar í bát. Vafalítið er, að fjárskortur átti meginþáttinn í því, að Bókasafn alþýðu hætti að koma út. Útgáfan bar sig ekki, svo að unnt væri að halda henni áfram. En fleira mun þó einnig hafa til greina komið, sem hlaut að ráða úrslitum um örlög útgáfunnar fyrr eða síðar. Ar- ið 1901 flyzt Oddur Björnsson frá Kaupmannahöfn til Akureyrar og stofnar þar prentsmiðju sína, sem hann rak þar með einstökum myndarbrag um langan aldur. Hélt hann þar uppi því merki, sem hann hafði áður hafið, um vandaða bókagerð og frágang á öllu prenti, svo að tímamótum olli í íslenzkri prentsögu. En einmitt brottflutningurinn frá Höfn hlaut að leiða til þess, að hann slitnaði úr tengslum við þá menn, sem unnið höfðu fyrir Bókasafnið. Eins og samgöngum var þá háttað, var illkleift að halda uppi svo náinni samvinnu við þá og nauðsyn krafði, og enn torveldara þó að afla nýrra krafta til ritstarfa fyrir útgáfuna. Einnig varð nú drjúgum erfiðara að fylgjast með, hvað gerðist í nýjungum í bókmenntum annarra þjóða. Það er trúa mín, að Oddi Bjömssyni hafi verið ljúfara að láta Bóka- safn alþýðu niður falla með öllu, en að þurfa að slá nokkm af áætlunum sínum um bókaval og útgerð alla. En varla mun honum hafa verið sársaukalaust að hætta þessu fyrirtæki. Að vísu gaf hann út margar bækur eftir þetta, en miklu meira handahófs gætir þar í bóka- vali, og færra er þar bóka, sem bera af en áður, og Odclur Björnsson á Kaupmannahafnarárum sinum. veldur þar sýnilega miklu um, að nú var erfitt um að ná til rithöfundanna. Einangrunin sagði til sín. En vel má minnast þess, að Oddur reyndist ýmsum byrjendum traust hjálparhella. Bókasafn alþýðu lagðist niður, en útgáfa þess mark- aði engu að síður spor í íslenzkri bókagerð. Hugsjón útgefandans um slíkt bókasafn til menningar íslenzkri alþýðu lá niðri um hríð. Það var sem enginn ætti þann djarfhug og víðsýni, sem hratt af stað Bókasafni al- þýðu. Loks var það nær tveimur áratugum síðar, að Sigurður Nordal, prófessor, vakti máls á líkri hugmynd í grein sinni Þýðingar í Skírni. Þá voru aðstæður að vísu allmjög breyttar frá aldamótunum, enda var ráða- gerð Nordals öll stærri í sniðunum, enda til þess ætlazt, að ríkið veitti slíku fyrirtæki styrk, en hugmynd hans var, að eingöngu yrðu gefnar út þýðingar. En þótt stórhugur væri í áætlunum Nordals, varð lítið úr fram- kvæmdum. Þjóðvinafélagið hóf að vísu að gefa út bókasafn um nokkur ár, en lítinn áhuga vakti það. Síðan hafa risið upp ýmis félög og útgáfur, sem starfa á líkum grundvelli og Bókasafn alþýðu. Njóta sum þeirra ríkisstyrks, en önnur hafa verið gerð að pólitískum baráttutækjum. En þótt félög þessi hafi meira umleikis en Bókasafn alþýðu á sínum tíma, þá hefur ekkert þeirra farið fram úr prentaranum íslenzka í Kaupmannahöfn um djarfhug og framsækni í íslenzkri bókaútgáfu, né þá fórnarlund, sem að bald útgáfunnar lá. Og enn eru þær fáar íslenzku bækurnar, sem fegur eru úr garði gerðar en bækur Bókasafns alþýðu. Heima er hezt 331

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.