Heima er bezt - 01.09.1960, Síða 9
.... „Bjöm á Brandstöðum var enginn afreksmaður
hvorki sem bóndi né rithöfundur og því leikur enginn
Ijómi um nafn hans. Eigi að síður hefur hann með rit-
um sínum unnið húnvetnskri sögu og húnvetnskum
fræðum gott verk og þarft og því ber að halda á lofti.
Þau bera honum hið bezta vitni, því sannleiksást hans
var mikil, hófsemi í frásögn og varfærni í dómum. Það
eru höfuðkostir fræðimanns og sagnritara.“
Sönn list og meistaraleg snilld er oftast næsta einföld
og sérstæð, lítillát og hófsöm. Sönn list felst í því, að
dyljast í sjálfri sér og trana sér hvergi fram. Skáldið
verður að dyljast í fræðimanninum og fræðimaðurinn
í skáldinu ef vel á að vera. Afkvæmið, eða framkvæm-
ið, birtist þá fullburða, ódauðlegt og eldskírt, með
því að hafa farið í gegnum fjölda hreinsunarelda. Sem
dærni máli mínu til sönnunar, leyfi ég mér að taka hér
í bessaleyfi tvær stuttar ljóðlínur úr einu af kvæðum
Tómasar skálds Guðmundssonar, og vona að sá fágaði
orðsnillingur reiðist mér ekki, en taki viljann fyrir
verkið:
„Landslag yrði lítilsvirði
ef það héti elcki neitt.“
Þarna er einföld lýsing, hversdagsleg og yfirlætis-
laus, en þó er það sjálfur sannleikurinn er þarna birtist,
fagur og fullkominn og ódauðlegur um aldur og ævi.
Skáldið og fræðimaðurinn vinna þarna í sameining og
dyljast báðir í snilldinni.
En — hverjum kynni ekki að finnast að hann sjálfur
gæti svona talað — ef hann á annað borð vildi segja
eitthvað, en ekki þegja?
Kiljan hefur komizt svo að orði, og er það prentað
á sínum stað:
„Það er einkenni mikillar listar, að þeim sem ekkert
kann finnst hann gæti búið þetta til sjálfur — ef hann
væri nógu heimskur.11
Hrakhólar og höfuðból er bók snilldar og snarpra
elda þar sem skáldið og fræðimaðurinn felast hver í
öðrum.
Mannlýsingar höfundar eru eins og þær gerast beztar
í gullaldarbókmenntunum. Jafnvel beztu ljósmyndir og
kvikmyndir nútímatækninnar geta ekki lýst persónum
svo jafnist á við orðlistina, — aðeins meistaralegustu
málverk geta það. —
Nú skal hér greind lýsing tveggja kvenna, úr munni
og penna Magnúsar, sem hvorki hafa áður verið mynd-
aðar eða málaðar, og er önnur þeirra engin önnur, en
sú, er síðar varð in mikla Þórdís á Vindhæli, og höf.
hefur gert ódauðlega í íslenzkum bókmenntum svo-
hljóðandi:
.... „Grönnum og kunningjum Þórbergs á Sæunn-
arstöðum þótti hann hafa vel veitt, er hann flutti heim
til sín meyjarnar úr Miðfirðinum. Báðar voru þær
myndarlegar stúlkur. Kristín var lág vexti, þéttvaxin,
dökkhærð og hvítleit í andliti, augnabragðið greindar-
legt, en vottaði nokkra undirhyggju. Það var flestra
manna mál, að Þórdís væri gervilegri. Hún var há vexti
og vel vaxin, hafði mikið hár jarpt, liðað yfir vöngum,
fríð sýnum og björt yfirlitum. Yfirbragðið var greind-
arlegt og vel var hún eygð. En mörgum fannst augna-
svipurinn nokkuð tvíræður og ekki voru menn sam-
mála um að hún byði góðan þokka.“ (Bls 214.)
Margir greinarkaflar bókarinnar eru ritnir af sannri
skáldlegri íþrótt og stíltöfrum og því tilvalið lestrar-
efni til íslenzkunáms í framhalds- og gagnfræðaskólum.
Ekkert orðskrúð, en íhygli, samúð, nærgætni, dóm-
greind, skilningur og kunnátta og engu gleymt, en
allt samofið orðgiftinni, sem líður fram eins og fögur
móða, samsafn margra vatna, linda og niðandi lækja.
Lítið dæmi af bls. 29—30:
.... „Halldóru þótti mjög vænt um seinni mann sinn
og bar á hann mikið lof, enda var hann henni eftirlátur
og hugulsamur. Um fyrra mann sinn talaði hún fátt.
Sambúð þeirra, er verið hafði ástúðleg í byrjun, snerist
brátt til verra vegar og töfrahallir þeirra og skýjaborg-
ir, er þau höfðu hlaðið í huga sér í tilhugalífi og hveiti-
brauðsdögum, hrundu skjótt fyrir andgusti hversdags-
leikans, er hörðum og lítt tömdum skapsmunum þeirra
sló saman, en stiliing og þolinmæði áttu bæði af skorn-
um skammti. Yfir þau gengu að lokum eins konar
ragnarök er skiptu sköpum með þeim. Holskeflur
haustsjávarins hrifu hann og sökktu í saltan mar, en
hún sat eftir í flæðarmálinu, hálfgeggjuð og sinnulaus.
En hún gekk ekki inn í hamarinn svarta bak við til að
loka þar á eftir sér öllum hurðum. Meðfæddur sálar-
styrkur og heilbrigð hugsun sögðu til sín á ný. Hún
fékk rétt sig við, sigrast á vínfíkn og hafði sig upp úr
myrkri því, er hún var að sökkva í.“-------
Þá greini ég hér ofurlítið ágrip af frásögninni af
Hjálmari „danska“. Er það ekkert úrval, heldur er til-
vitnunin tekin af handahófi til að kynna sem flestum
frásagnarlist höfundarins.
Hjálmar „danski“ var íslenzkur sveitamaður, er
komst í kynni við erlenda fiskimenn hér við land, fór
með þeim til útlanda og framaðist með þeim í sæför-
um og slarki. Hér segir höfundurinn um það efni:
„Er Hjálmar kom heim úr siglingunni þótti hann
harla framaður og ekki víst nema honum fyndist það
sjálfum. Honum var orðið tamt að sletta dönsku og
voru slík brögð að því, að nafn hans var lengt og köll-
uðu þeir hann Hjálmar danska. Lítið hafði hann efnazt
í sæförunum og sannaðist á honum almennt álit manna,
að farmönnum væri féð laust í hendi og héldist illa í
vasa. En ungum mönnum fannst allmjög til um djarf-
mannlegt fas og vasklegt og þó hirðuleysislegt og
óheflað snið í framgangi þessa reynda fardrengs, er
óbældur kom frá illræmdum aga, er sagt var að ríkti á
sætrjám þeirra tírna, þar sem réðu lögum og lofum
Heima er bezt 333