Heima er bezt - 01.09.1960, Page 10
harðlyndir og hrottalegir skipstjórnarmenn oft sann-
nefndir „týrannar“. (Bls. 122—123.)
Frásögnin, „Höfuðklerkur á 14. öldu, greinir frá
kaþólskum presti og fylgikonu hans, er þjónuðu bæði
himnaföðurnum og herra Mammoni af mikilli kost-
gæfni og þá ekki síður þeim síðarnefnda. Hér er niður-
lagið af þætti þeirra:
.... „Bæði féllu þau, Þórður prestur og Valdís, fyr-
ir morðenglinum mikla, svarta dauða, líklega nærri
samtímis og hurfu niðjalaus, að því er bezt verður séð,
yfir landamærin miklu. Eftir lá „morð fjára, er þau
höfðu af mikilli elju samandregið, en gátu ekki notið
lengur en lífið entist í heimi hér.“ (Bls. 183.)
í þættinum af Holtastaða-Jóhanni birtir höf. aldar-
farslýsing úr Húnaþingi frá fyrri hluta 19. aldar. Lýs-
ingin sjálf er sérstætt meistaraverk og enginn fræði-
maður mun efa, að hún er sönn, en hvort hún er fögur
til frásagnar — um það gætu verið skiptar skoðanir.
Sannleikur er nauðsyn. Og því nauðsynlegri og sann-
ari er sannleikurinn, sem hann er sagður af meiri snilld.
En sannleikurinn getur líka orðið að Ijótri lýgi frá
þeim sem lítið kann. — Og nú vaknar spurning: Eru
það ekki einmitt þvílík umbrot í þjóðarsálinni og ham-
ingju hennar, sem fyrst þurfa á undan að fara til að
framkalla snillinginn og meistarann? Er þetta ekki þinn
skóli, meistari Magnús?
Er þetta ekki eldskírnin?
Snilld ber snarpa elda!
Risu ekki einmitt íslenzkar bókmenntir hæst upp úr
og eftir umbrot og ósköp Sturlungaaldarinnar?
Eftir valt veraldargengi og missi tímanlegra verð-
mæta hvarf þessi þjóð inn til sinnar eigin sálar og sinna
andlegu verðmæta. í dag væri þessi þjóð annars ekki
til — og handritin ekki heldur.
Þess vegna er það, að vér verðum að rækta minnið
og muna fortíðina. Annars öðlumst vér ekki hæfileik-
ann til að sjá fram.
Bókin Hralchólar og höfuðból sýnir höfund með
hæfileika til að rækta minnið. Gott minni þarf mikla
rækt og mikinn aga. Minnið verður að ræktast á sama
hátt og vel hirtur skrúðgarður.
Minnið er gróður; lifandi starfsemi, auðlegð á vöxt-
um.
Minnið er engin rusla kista, heldur réttlætisgeymsla.
Snúum oss þá að áðurnefndu broti af aldarfarslýsing:
„Vart mun ein sveit á íslandi hafa verið meira ófrið-
arbæli en Langidalur var á áratugnum 1820—1830 og
lengur þó. Oaldarlýður og afbrotamenn óðu þar svo
uppi að fáir þóttust óhultir um eignir og fémuni, mann-
orð og jafnvel líf. Þar hnöppuðust saman ævintýra-
menn og þrjótar, leituðu að heita mátti á hvern sem
var, unnu stundum saman að ódáðaverkum, eða áttust
þess á milli illt við sín á milli. iMálaferli geysuðu með
litlum hléum eins og illviðrabálkur á aftakavetri. Þeir
voru ótrúlega margir, er soguðust inn í iðuköst þeirra
gerningaveðra er yfir gengu. Yfirvöld höfðu sem mest
að vinna, að sljákka mætti í þeim, er mestir voru for-
gangsmenn slíkra óskapa, framir og frakkir á hverju
þingi, og sekir menn og sýknir stóðu í þrotlausum reki-
stefnum, málsóknum og vitnaleiðslum.“ (Bls. 97.)
Dæmi um hrakhólabörn okkar lands og allra þjóða á
öllum tímum er að finna í lýsingu höfundarins á Maríu
Kristrúnardóttur, en um hana segir höfundurinn:
.... „María var þrjú ár hjá foreldrum mínum rétt
eftir aldamótin.“ .... Höfundurinn, sem fæddur er
1889, man því mætavel þessa söguhetju sína og lýsir
henni af eigin sjón og raun. Og enn fremur: iVlagnúsi
tekst að glæða þetta umkomulausa og lítilsvirta olnboga-
barn sveitar sinnar og sýslu, — tekst að glæða hana því
lífi og þeim guðsgjafarneista og þeirri sál og þeirri
hamingju, er gerir Maríu Kristrúnardóttur að mikilli
mannlegri veru. Sérhver mannleg vera er mikil í sjálfri
sér, með því engin ein manneskja á meiri rétt til lífsins
en önnur:
„Hafknörinn glæsti og fjörunnar flak,
fljóta bæði, — trú þú og vak,“--------
segir skáldið Einar Benediktsson. María Kristrúnardótt-
ir verður því ódauðleg og jafn rétthá hverjum þjóð-
höfðingja í sínum eigin búningi af því meistarinn lýsir
henni af sínum innra auði. Sannast þar orð Skógaskálds-
ins:
„Hver, sem á himneska auðinn
frá honum stelur ei dauðinn,
þótt ekki eigi hann á sig kjólinn,
er hann þó ríkari en sólin.“
Og ef einhverjum fyndist þetta vera skáldaskrum, þá
ætti hann að 'athuga aðra vísu, en hún er eftir Einar
Benediktsson:
„Mundu, þótt veröld sé hjartahörð,
þótt hrokinn sigri og rétturinn víki,
bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð
er auðlegð á vöxtum í guðanna ríki.“
En til þeirra, er ég hef heyrt segja, að lýsingar á
„aumingjum og lítilmótlegu fólki“, er þeir inir sömu
svo nefna, eigi ekki að sjást í „bókmenntwm siðaðra
þjóðaíl, — (það jaðri jafnvel við glæp) — þeim inum
sömu vil ég benda á eftirfarandi vísu eftir Matthías
Jochumsson:
„Sjáðu, þótt btmi blóð,
blæðandi þjóðar-æð,
gróðann á lífsins leið:
ljómandi manna-blóm.“
Þá er hér lýsingin og styðst við lok þáttarins af
Maríu Kristrúnardóttur:
.... „María var lág á velli, gildvaxin og luraleg,
jafnbola og herðar þykkar og kúptar, kraftaleg öll á
að sjá. Fótstór var hún og steig þungt og fast til jarð-
ar, hendur þvkkar og miklar. Hún var hörundsblökk,
334 Heima er bezt