Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 14
I
SKÁLDSÖGUR
40. JÓNSMESSUNÆTURMARTRÖÐ
A FJALLINU HELGA
eftir Loft Guðmundsson. Metsölubók ársins 1957. —
„ . . . Þetta er alvörusaga í gamanstíl. Loftur er mikill og
óvenjulegur háðfugl, en hann lætur alltaf skopið, glettn-
ina og fyndnina spegla alvöru sína. . . . (bókin) er stór-
athyglisvert listaverk." — Helgi Sæmundsson.
í lausasölu kr. 150.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 105.00
„ . . . Útgeiðanuaðurinn stöðvaði bifreiðina úti fyrir garðshliði
neðst í brekku, en hvarvetna í hallanura gat að líta fjölda upp-
ljómaðra húsa og bar þau, er hæst stóðu, við húmljósan hirnin.
Strand útgerðarmaður steig út, opnaði afturdyrnar, hjálpaði must-
erisgyðjunni niður gangstéttina af mikilli hæversku, sem var í
fullu samræmi við brotin í buxunum hans. Siðan opnaði hann
fyrir okkur garðshliðið og bauð okkur að fylgja sér, hvað ekki
virtist þurfa að segja musterisgyðjunni, systur minni. En . . .
okkur varð það á að nema skyndilega staðra. Störðum fyrst á
húsið. Því næst hvort á annað. Loks bæði á gestgjafa okkar, Strand
útgerðarmann.
— Jú, mælti hann og virtist undrun okkar ekki óviðbúinn, eða
hafa jafnvel átt hennar von. Þetta er húsameistaranum að kenna
eða öllu heldur að þakka. Við fengum að láni teikningar af
húsi, sem grískur milljónamæringur, útgerðarmaður eins og ég,
lét heimsfrægan húsameistara byggja handa sér einhvers staðar
við Miðjarðarhaf. Minn húsameistari gat nokkuð líka; hann var
nýkominn heim að afloknu háskólanámi erlendis, þar sem hann
hafði hlotið einn frægan heiðurspening, fyrstur erlendra manna.
En honum varð það á að líta öfugt á þessa lánsteikningu, og
fyrir bragðið snýr það niður á þessu húsi, sem snýr upp á þvi
fræga suður við Miðjarðarhaf. Fyrir bragðið hefur mitt hús
hlotið ótal verðlaun, en húsameistarinn ungi hefur hafnað glæsi-
legustu embættum hjá því opinbera, þar sem hann hefur ekki
undan að teikna hús fyrir einstaklinga og græða of fjár.“
Úr bókinni Jónsmessunœturmartröð á Fjallinu helga
3. EGYPTINN
eftir Mika Waltari. Sr. Björn O. Bjömsson þýddi. „Einn
mesti rithöfundur Finna á vorri öld er Mika Waltari. . . .
Hið mikla meistaraverk hans „Egyptinn“ er eitt stórfeng-
legasta verk, sem Norðurlönd hafa lagt til heimsbók-
menntanna á síðari áratugum. .. . “ — Kristmann Guð-
mundsson.
í lausasölu kr. 85.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 60.00
„ . . . Nokkrum dögum síðar reið maður nokkur hesti að
húsdyrum mínum. Þetta vakti undrun mína, því Kemítar koma
aldrei á hestbak og Sýrlendingar mjög sjaldan; það eru bara
ræningjar á eyðimörkum, er hestum ríða. Þessi hestur var löðr-
andi af svita, og hann var svo móður, að mér ógnaði það. Af
klæðum mannsins sá ég, að hann var kominn ofan úr fjöllum;
hann var afskaplega æstur og gaf sér naumast tíma til að hneigja
sig fyrir mér og snerta ennið á sér með hendinni, en tafsaði þegar:
„Láttu færa þér burðarstól þinn, Sinúhe læknir, og flýttu þér
með mér, því ég kem frá Amúrrúlandi, og Azírú konunur hefir
sent mig eftir þér. Sonur hans er veikur, og enginn veit, hvað
að drengnum gengur, en Azírú bölsótast eins og grenjandi Ijón.
Flýtir þú þér ekki, sker ég af þér hausinn og sparka honum á
undan mér á götunni.“ — „Höfuðlausar verða hendur mínar
Azírú að engu gagni,“ svaraði ég manninum. „En Azírú er vinur
minn, og þú þarft engar áhyggjur að hafa um það, að ég flýti
mér ekki.“
Úr bókinni Egyptinn
8. ÆVINTÝRAMAÐURINN
eftir Mika Waltari. Skáldsaga frá Miðöldum, sögð af
sömu frásagnarlistinni og skáldsagan „Egyptinn.“ Sr.
Björn O. Björnsson þýddi.
í lausasölu kr. 98.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 68.00
.....Við fórum svo aftur upp í turnherbergið og þar sór ég
eiðinn eftir fyrirsögn pater Angelos. Að því búnu fórum við niður
þröngan og brattan stiga í pyndingaklefann, en hann var glugga-
laus með hvelfdu lofti; tvö blys brunnu í klefanum til lýsingar.
Böðull var þar fyrir með sveini sínum. Þeir voru í fallegum rauð-
um fötum, svo sem þeirrar stéttar mönnum er fvrir sett, enda
þótt reglurnar banni þeim að vekja sakborningi blóðs eða valda
honum örkumlum. Mér lá við ómegini, er ég sá tengumar, þumal-
skrúfurnar, stigann er lá á tveimur undirstöðum, kaðalinn sem
hékk á hjóli ofan úr hvolfinu, en undir voru þungir steinar
með kengjum í. Hinir æruverðugu feður settust þar, sem hverjum
fyrir sig fannst einna árennilegast, og þótti átakanlega þæginda-
snautt herbergið.
Komið var inn með Barböru og var hún náföl og titrandi af
angist, en þegar böðullinn hafði, að fyrirskipan pater Angclos,
skýrt fyrir henni notkun og verkanir tækjanna, neitaði hún því
engu að síður enn, auðmjúk og barnalega, að hún væri sek og
sagðist ekki geta játað á sig það, sem hún væri saklaus af. Pater
Angelos andvarpaði og sagði meistara Fuchs að hefja rannsókn
sína.“
Úr bókinni Ævintýramaðurinn
101. FJÖTRAR
eftir W. Somerset Maugham. „Höf. er löngu kunnur sem
einna fremsti núlifandi skáldsagnahöfundur Breta. . . .
„Fjötrar" er lengsta saga höf., og af mörgum talin eitt
mesta og bezta verk hans. . . .“ — Steindór Steindórsson
frá Hlöðum.
„ í „Fjötrum" segir skáldið nokkuð af sinni eigin
ævisögu, en þó miklu meira um sína eigin þjóð. . . .“ —
Jónas Jónsson frá Hriflu.
Bókin er 472 bls. í stóru broti. Einar B. Guðmundsson
frá Hraunum þýddi.
í lausasölu kr. 150.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 105.00
„ . . . En um kvöldið, þegar þeir voru farnir að afklæðast, kom
drengurinn, sem kailaður var Singer, út úr svefnklefa sínum og
rak höfuðið inn til Philips.
„Heyrðu, megum við ekki skoða á þér fótinn?"
„Nei,“ sagði Philip.
338 Heima er bezt