Heima er bezt - 01.09.1960, Page 19

Heima er bezt - 01.09.1960, Page 19
Ég hló lengi að þessu með fjandann og langömmu hans, fannst það alveg fyrirtak. Hugsa sér, ef ég settist upp í rúminu, þegar þau kæmu inn — hann glottandi, hún litlaus og önug eins og ævinlega og segði: — Nei, góðan daginn, fjandi og langamma, hvernig líður ykkur í dag?“ Úr bókinni Skt. Jósefs Bar B. VEIZLAN A HÖFNINNI eftir Arne Skouen. Norsk verðlaunaskáldsaga. Brynjólfur Sveinsson menntaskólakennari þýddi. í lausasölu kr. 32.50 Til áskr. HEB aðeins kr. 23.00 „ . . . Mjó ræma af gulum sandi lá eftir endilangri ströndinni. Einar stóð í flæðarmálinu og veifaði, dapur í bragði, út á óra- vítt Indlandshafið. Hann teygði handleggina svo hátt sem hann gat og starði eins og bergnuminn út í sjóndeildarhringinn. Naktir fæturnir mörkuðu djúp spor í gljúpan sandinn. Ekki bólaði á skipinu, og hann tók að kalla. Svo óð hann út i sjóinn. Öldurnar brotnuðu um hnén, og hann æpti svo hátt sem hann gat. Hann var aleinn. Hér sá hann enginn. Röddin brast. Hann fékk hóstahviður, hendurnar sigu niður á höfuðið, og fingurnir léku vandræðalega um úfið hárið. Svo sneri hann til lands, móður og magnþrota. í flæðarmálinu varð honum fótaskortur." Úr bókinni Veizlan á höfninni 57. SÝSLUMANNSSONURINN eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Vinsæl ástarsaga sem lesendur „HEIMA ER BEZT“ þekkja. í lausasölu kr. 60.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 40.00 „ . . . Sólbjartur vetrardagur ríkir yfir Sæeyri. Ásta situr við stofugluggann hennar Jónu og saumar í dúk. Henni verður venju fremur tíðlitið út götuna, sem blasir við augum hennar, og saumaskapnum miðar fremur lítið áfram. Hjarnið glitrar í geislum hækkandi sólar, og himininn hvelfist heiður og blár yfir Sæeyri. Lognkyrrar öldur líða upp að ströndinni og hníga þar með þýðum, dreymandi niði. Það er orðið langt síðan Ásta hefur notið þess að horfa yfir Eyrina sína í svona fögrum lit- brigðum, og útsýnið heillar huga ungu stúlkunnar. Saumarnir falla niður í kjöltu hennar, hún hallar sér út að glugganum og horfir út. Skyndilega tekur hjarta hennar snöggt viðbragð, og blóðið þýtur fram í kinnarnar. Valur lögregluþjónn gengur eftir götunni fyrir framan húsið og horfir þangað heim. Ásta snýr sér f flýti frá glugganum og lýtur yfir sauma sína, en það er um seinan. Valur hefur séð hana. Hann heldur leiðar sinnar upp götuna og gegnir skyldustörfum sínum. En gegnum lítinn stofuglugga horfir ung stúlka á eftir honum með heitri aðdáun. Augu hennar eru frjáls. Þau getur munaðarleysið ekki fjötrað." Úr bókinni Sýslumannssonurinn 69. SYSTIR LÆKNISINS eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Dóttir bæjarstjórans vissi ekki að maðurinn, sem hún elskaði, var hálfbróðir hennar.... 1 lausasölu kr. 68.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 48.00 „ . . . Um nóttina ekur Bragi læknir inn í borgina. Hann er í fylgd með vini sínum og skólabróður, sem stýrir bifreið þeirra síðasta spölinn. Þeir eru að koma norðan úr Djúpafirði og hafa stjórnað bifreiðinni til skiptis þessa löngu leið. Bragi læknir er á ferð til borgarinnar í einkaerindum og ætlar að hafa þar skamma viðdvöl að þessu sinni. En vinur hans og skólabróðir er búsettur í höfuðborginni og kemur norðan úr Djúpafirði frá því að heimsækja Braga lækni. Þeir félagar eru komnir inn í miðja borgina og aka fremur hægt, en skyndilega kemur stór bifreið á mikilli ferð fram úr bílaþrönginni á móti þeim, og áður en ferðafélagi Braga fær nokkurt svigrúm, rekast bifreiðarnar saman á feikna kasti. Bragi læknir kastast fram í glugga bifreiðarinnar, og rúðan brotnar. Hann hlýtur þungt höfuðhögg og mikinn skurð þvert yfir hægra úlnlið. Hann missir þegar meðvitund, og blóðið fossar úr sári hans. Ferðafélagi hans hefir hlotið minni meiðsl og heldur fullri meðvitund. Lögreglumenn koma þegar í vettvang og gera viðeigandi ráðstafanir, og láta þegar flytja þá særðu á sjúkra- hús . . . .“ Úr bókinni Systir lœknisins 51. KJÖRDÓTTIRIN A BJARNARLÆK eftir Hafstein Sigurbjarnarson. Þessi íslenzka skáldsaga, sem er fyrsta bók höfundar, var ein af metsölubókum ársins 1958. í lausasölu kr. 130.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 91.00 „ . . . Árni Snorrason fór ekki úr fötum nóttina sem Sigrún var burt flutt. Hann bjóst við henni á hverri stundu alla nóttina. Svanheiður hafði verið að keppast við að taka saman með fólkinu þar til er hún þurfti að fara að mjólka kýrnar, og hafði því enginn á Snorra-búi hugmynd um það sem gerzt hafði þá um daginn heima á Bjarnarlæk. Þegar frá leið, fór heimilisfólkið að sakna séra Sigurðar og Sigrúnar, og spurði hver annan, en enginn gat neitt upplýst. Guðmundur fjósamaður var sá eini sem renndi grun í það, en var þögull sem gröfin." Úr bókinni Kjördóttirin á Bjarnarlæk 63. DRAUMURINN eftir Hafstein Sigurbjarnarson. í þessari nýju skáldsögu Hafsteins koma fram margar af sömu persónunum sem voru í „Kjördóttirin á Bjarnarlæk.“ Sagan er byggð á sannsögulegum atburðum. í lausasölu kr. 130.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 91.00 „ . . . Síðari hluta þessa sumars var ég að komast í kröggur. Mér urðu æ ljósari kostir Kristínar og gat ekki annað en metið hug hennar til mín. Og ekki gat ég lokað fyrir því augunum, að hún var hispurslaust tekin að bægja Sigurði frá sér. Ég reyndi að telja mér trú um að það gæti ekki komið til mála, að ég elskaði tvær stúlkur samtímis. Minningin um samveru okkar Sigríðar og staðfasta æskuþrá okkar beggja og draumur afa míns héldu huga mxnum óbreyttum til hennar. Ég margrannsakaði hug minn og lagði það niður fyrir mér að mín blinda ást til Sigríðar væri út í bláinn orðið. Hún væri gift og ekki einu sinni víst að hún bæri hlýjan hug til mín lengur. Þá kom draumurinn sí og æ fram í huga mér, og ég beit mig í það að eitthvað kæmi það fyrir, sem leiddi okkur saman að nýju. Ég trúði því og treysti, að ekkert væri Guði ómáttugt." Úr bókinni Draumurinn N. HREKKVÍSI ÖRLAGANNA smásögur eftir Braga Sigurjónsson. „Höftmdur er orðfær í bezta lagi, málið kjarngott og sögustíllinn slíkur, að hann heldur áhuga lesandans vakandi og hæfilegur hraði á rás viðburðanna. — Bragi hefur auðsjáanlega mikið í það að geta orðið gott sagnaskáld. Honum dettur marg- vísleg sagnaefni í hug, og hann hefur þann stóra kost að vera aldrei leiðinleigur.“ — Benjamín Kristjánsson. (ís- lendingur.) — „Ekki þarf lengi að blaða í bókinni til að sjá, að Braga lætur allvel sagnaskáldskapur. Hugmynda- auðgin er mikil, formið víðast hvar gott og frásögnin ber yfirleitt vitni um ágæta ritleikni.“ — Jónas Rafnar (Nýj- ar Kvöldvökur). í lausasölu kr. 65.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 45.00 „ . . . Hún var ein af þessum sjaldgæfu konum, sem karlmönn- um finnst ósjálfrátt að muni fara daglega í bað og ganga alltaf Heima er bezt 343

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.