Heima er bezt - 01.09.1960, Side 20
í nýjum, hreinum silkinærfötum. Hún var svo hrein, fersk og
fíngerð.
Þetta var þvi undarlegra, sem hún var frá fremur fátæku
heimili, og varla mikill tími aflögu til að snyrta sig né efnin til
að kaupa góðan fatnað. En svona var nú þetta samt. Og við
strákarnir í sveitinni vorum beinlínis feimnir við hana. Við
dönsuðum að vísu við hana á böllunum, því að hún dansaði
bezt allra, en við þorðum ekki annað en halda henni langt frá
okkur. Við vorurn svo grófir og sveitalegir í samanburði við
hana fannst okkur. Enginn okkar þorði að bjóða henni samfylgd
heim af böllunum, og það var af og frá, að nokkrum okkar
dytti í hug að sýna henni minnstu ástleitni."
Úr bókinni Hrekkvisi örlaganna
108. HETJUR HAFSINS
eftir Richard Henry Dana. Bókin heitir á frummálinu
„Two years before the mast“ og er meðal frægustu bóka
um sjóferðir og siglingar á langferðaseglskipum, afburða
skemmtileg og vel skrifuð. Sigurður Björgólfsson þýddi.
Bókin er 382 bls. í stóru broti.
í lausasölu kr. 100.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 70.00
„ . . . Það var ákveðið, að briggskipið Ptlagrimurinn legði úr
höfn síðari hluta dags 14. ágúst. Förinni var heitið frá Boston
suður um Hornhöfða til vesturstrandar Norður-Ameríku. Þar eð
skipið skyldi létta akkerum um nónbil þennan dag, flutti ég
mig á skip út um hádegisbil. Ég var í fullum hásetaskrúða og
hafði meðferðis farkistu mína, en í henni var flest það, er endast
skyldi næstu tvö eða þrjú árin, svo sem fatnaður og margs konar
nauðsynjar af svipuðu tagi. En til þessarar langferðar réðist ég
í þeim ákveðna tilgangi, ef auðna leyfði, að vinna bug á augn-
veiki, sem ég þjáðist af. Var mér ráðlagt að breyta algjörlega til
um lifnaðarháttu og hætta öllu námi og bókalestri. Það var svo
að sjá, að engin lyflækning megnaði að bæta þennan kvilla,
sem gerði mér nú ókleift að halda áfram námi.“
Úr bókinni Hetjur hafsins
D. EINUM UNNI EG MANNINUM
eftir Áma Jónsson. Hér er á ferðinni sérstæð, íslenzk
ástarsaga. Þetta er fyrsta bók höfundar.
í lausasölu kr. 57.50 Til áskr. HEB aðeins kr. 40.00
„ . . . Hún beið ekki svars, heldur tók utan um hnakka hans
og hjúfraði sig upp að honum. Örfá andartök hreyfðist hann
ekki. Varir hennar leituðu vara hans. Kvikur og mjúkur, næstum
því losaralegur líkami hennar hálflagðist yfir hann.
Skyndilega rétti hann sig upp, tók utan um hana og hallaði
henni upp að fata- og pokahrúgu, sem lá á kassanum, innst í
horninu. Fagnandi hinum föstu tökum elskhuga síns, hvíldi hún
þarna máttvana og bíðandi sæl. Hálfhniginn yfir hana, tók hann
að kyssa hana, fyrst hægum og föstum, næstum afmörkuðum
kossum, en smám saman urðu atlot hans ástríðufyllri. Þau minntu
á sundtök manns, sem aðframkominn af þreytu sér fjöruborðið
hefjast úr öldunni framundan. Atlotasoltin stúlkan þrýsti sér
titrandi upp að honum. Með hálflukt augun barst hún á bylgju
unaðarins langt burt frá hregglostnum nesjum umkomuleysisins
og einstæðingskenndarinnar. Sem landnámsmaður nýrrar veraldar
kenndi hún uggs, er yfirskyggðist seiðmagni bjartra vona og
skýrra drauma."
Úr bókinni Einum unni eg manninum
109. ÞAU MÆTTUST í MYRKRI
eftir Eric Knight. Þetta er hrífandi ástarsaga, sem gerist
á stríðsárunum og hefst með undanhaldinu mikla frá
Dunkerque. Söguhetjan, Clieu Hanley, óbreyttur her-
maður, kynnist læknisdóttur, Prudence Cathaway, úr
hjálparsveitum kvenna. Þau hittast í myrkri og takast
ástir með þeim, án þess þau hafi séð hvort framan í ann-
að. Jafnframt ástarævintýri þeirra er Cathaway-fjölskyld-
unni lýst — gamalli yfirstéttarfjölskyldu — og viðhorfum
hennar til stríðsins. Einn af fjölskyldunni er sendur til
Ameríku í erindum stjómarinar, til að semja um viðskipti
við iðjuhöldinnSachran,og lendir þar í ástarævintýri með
frænku Sachrans. Samtímis þessum ástarævintýrum er
lýst hinum ógurlegu loftárásum á London og áhrifum
þeirra á almenning. Bókin er 455 bls. Oli Hennannsson
íslenzkaði.
í lausasölu kr. 145.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 100.00
„ . . . Hann gekk efdr veginum í myrkrinu, og fann allt í einu
fremur en sá, bjarma af vasaljósi rétt fyrir framan sig. í sama
vetfangi fór heilinn að starfa ákaft. Það var lögregluþjónn, sem
leiddi hjólhestinn sinn eftir veginum. Hann fór þessar efdrlits-
ferðir einkum til að gæta þess, að ungu stúlkurnar yrðu ekki
fyrir áreitni . . . það er að segja þær, sem ekki óskuðu eftir því
að verða áreittar.
„Gott kvöld," sagði hann. „Það er bara ég . . . neðan úr þorp-
inu.“
Meðan hann talaði, grillti hann í reiðhjólið og vissi, að hann
hafði getið rétt til. Þetta var lögregluþjónn.
Hann hélt áfram næstum án þess að hafa stanzað. Og meðan
hann gekk, hlustaði hann. Lögregluþjónninn hreyfði sig ekki.
Fótatak heyrðist ekki og það var dautt á lukdnni. Hann sagði
við sjálfan sig: En hvað þetta er ógædlegt, og kærulaust! Ef ég
væri nú njósnari, og hann lætur mig bara halda áfram."
Úr bókinni Þau mcettust i myrkri
49. SEPTEMBERMÁNUÐUR
eftir Frederique Hébrard. Hugljúf, frönsk ástarsaga í
snilldarþýðingu Gísla Jónssonar frá Hofi.
í lausasölu kr. 98.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 70.00
„ . . . Það var í ágústlok.
Við vorum komin heim úr sumarleyfinu og setzt að x myllunni
okkar í Chauvry.
Langt er síðan gamla, brotna mylluhjólið hætti að snúast við
lækinn. Frá húsinu er viðsýnt, svo að manni gleymist nálægð
Parísar, og sér í kring til grænleitra hæða og hins víðáttumikla
og friðsæla skógarsvæðis í Montmorency. 1 garðinum er borð úr
steini. Þar höfum við Francois drukkið óteljandi tebolla við
terpentínulyktina af málarapenslunum mínum og milli tveggja
setninga í skáldsögunum hans. Vegna kyrrðarinnar, grænna
skógartrjánna og góða loftsins sofum við úti í Chauvry frá því
í maí. Við látum rauðleitan borgarhimininn x skiptum fyrir
stjörnurnar, og á morgnana skín sólin gegnum opinn gluggann
og vekur okkur.
Frarxcois er maðurinn minn. Mér finnst það muni vera hans
vegna, að mér er kært að mála brýrnar yfir Signu og græna ár-
bakkana. Ég var tvítug þegar ég kynntist honum. Nú er ég
txxttugu og sjö ára. í sex ár höfum við hlegið að sömu skrýtlunum,
sofið sama svefninum, dregið sama andardrátdnn. Mig skortir
orð til að segja frá því öllu, sem við höfum verið hvort öðru,
en hamingju verður ekki með orðum lýst. Og hér hefst saga mín.“
Úr bókinni Septembermánuður
107. KARL EÐA KONA?
eftir Stuart Engstrand. Bók þessi fjallar um ung, barn-
laus hjón, sem hafa verið gift í nokkur ár. Að því kemur,
að konunni finnst maðurinn verða einkennilegur og leitar
ráða sérfræðings í sálarsjúkdómum, sem telur, að hér sé
að ræða um byrjandi kynvillu. Á þetta vilja hvorki kon-
an né heimilislæknirinn fallast. Segir svo sagan frá því,
hvernig kynvillan nær meiri og meiri tökum á manninum.
Bókin er 236 bls. Oli Hermannsson gerði þýðinguna.
í lausasölu kr. 80.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 55.00
344 Heima er bezt