Heima er bezt - 01.09.1960, Side 27
haft augun af henni. Þegar veiðilúðrarnir gullu kaus hann hana
sem veiðigyðju. Er gestirnir settust á eftir miðdegisverði í lands-
uppdráttarsalnum, skorti ekki illkvittnina og bakmælgina. Að
þessu sinni var aðdáun keisarans á ungfrú de Montijó svo grímu-
laus, að ekki var um að villast, og jafn greinilegt var það, að
greifafrúin hylltist til, að þau gætu verið ein. Konurnar voru
höggdofa á þessari hylli, sem þeim þótti stór hneykslanleg.
Hjónaband kom þeim ekki til hugar, en þær héldu, að Eugenía
sæktist eftir því að verða önnur frú Pompadour. Og vera mætti
líka, að henni tækist vegna ættgöfgi sinnar og kænsku móður
hennar að fá keisarann, sem hún lét sprikla á önglinum, til
þess að giftast sér til vinstri handar. En um meira gat ekki verið
að ræða. En þetta nægði til þess að auka á gremjuna og hatrið.
Er Napóleon var við hlið hennar, þyrptist heil hirð umhverfis
þau, en þegar hann, til þess að forða sér frá augnagotunum,
vék frá henni, fylgdu allir keisaranum og skildu hana eina eftir.“
Úr bókinni Eugenia keisaradrottning
142. SJÁLFSÆVISAGA BENJAMÍNS FRANKLIN.
Ein af merkustu bókum heimsbókmenntanna í þýðingu
Guðmundar Hannessonar, prófessors, og Sigurjóns Jóns-
sonar, héraðslæknis. „ . . . Þeir, sem lesa þessa ævisögu,
eru í góðum félagskap. — Við lestur þessarar bókar
kynnast menn heimsfærgum manni. En menn hafa einnig
í höndum bók á góðu máli. Fyrir því hefur Guðmundur
Hannesson, prófessor, séð. Þessi þýðing var honum hjart-
fólgið tómstundastarf, er komið var fram á ævikvöldið.'1
Bókin er 230 bls. í stóru broti.
í lausasölu kr. 100.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 70.00
„ . . . Frá því ég var lítill drengur var ég sólginn í að lesa
bækur, og öllum þeim fáu aurum, sem ég eignaðist, varði ég
til þess að kaupa bækur. Mér þótti gaman að „För pílagrxmsins",
og fyrsta bókasafnið mitt var öll rit Jóns Bunyans í litlum, sér-
stökum bindum. Ég seldi þau seinna til þess að geta keypt
„Sögusafn" R. Burtons. í safni þessu voru lítil og ódýr alþýðu-
rit, fjörutíu eða fimmtíu að tölu. Faðir minn átti dálítið bóka-
safn en í því voru aðallega deilurit um trúmál. Ég las flest þeirra,
en mér hefur oft sárnað það, að ég skyldi ekki rekast á betri
bækur á þessum árum, meðan ég brann af þorsta eftir alls konar
fróðleik, ekki sízt vegna þess, að nú var hætt við að láta mig
læra til prests. Við áttum ævisögur Plutarks, og ég las þær ræki-
lega, og ég held enn, að þær hafi komið mér að góðu gagni. Þá
áttum við líka bók eftir De Foe, „Hugleiðingar um skipulag",
og aðra eftir dr. Mathers „Hugleiðingar um að gera gott“, og
þær breyttu ef til vill hugsunarhætti mínum að nokkru og
höfðu áhrif á sum helztu atvikin í lífi mínu.“
Úr bókinni Sjálfsœvisaga Benjamins Franklin
HANDBÆKUR
4. SKRÚÐGARÐAR
eftir Jón Rögnvaldsson garðyrkjuráðunaut. Hér er hand-
hæg og fjölbreytt bók handa þeim, sem vilja sjálfir sjá
um garðinn kring um húsið sitt. Bókin er prýdd fjölda
mynda og skipulagsuppdrátta.
í lausasölu kr. 34.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 24.00
„ . . . Er koma skal upp skrúðgörðum ber þegar í byrjun margs
að gæta. 1 fyrsta lagi verður jarðvegurinn að vera sæmilegur,
ef góður árangur á að fást. Heppilegasti jarðvegurinn til garð-
ræktar er leir- og sandblandin moldarjörð, hæfilega rök. Óheppi-
legan jarðveg verður að bæta með húsdýraáburði og aðfluttri
mold. En það mun sjaldan vera nauðsynlegt, enda naumast
gerlegt, nema um smágarða sé að ræða. Hins vegar mun alloft
vera þörf á að framræsa garða hér á landi, og sé þeim komið upp
á bersvæði, geta skjólgirðingar verið mjög gagnlegar fyrir kulda
eða stormasömustu áttum, en um þessi atriði mun síðar verða
rætt nánar.
Þá er og nauðsynlegt, er garðstæðið hefir verið ákveðið, hvort
heldur t. d. umhverfis lítið fjölskylduhús í kaupstað, stærri bygg-
ingu í sveit, eða yfirleitt hvers konar byggingu sem er, að gera
sér ljóst, hvað á að gera með garðinn. Hvort tilgangurinn er
einungis sá, að rækta sem flestar skrautjurtir, tré eða runna,
er við verður komið. Eða hann er helzt ætlaður sem leikvöllur
fyxrir börn og fullorðna. Ef til vill á líka að nota hann til alls
þessa, eða enn annars."
Úr bókinni Skrúðgarðar
28. STOFUBLÓM
eftir Ingólf Davíðsson. Handhæg bók fyrir íslenzkar hús-
mæður. Bókinni er skipt í 20 kafla, er fjalla um rækt-
unarskilyrði, jarðveg, mold, áburð, gróðursetningu, sjúk-
dóma o. s. frv. 1 bókinni eru um 155 myndir. Skrá yfir
tegundaheiti á íslenzku og latínu. Lýsing á 4. hundrað
tegunda stofublóma.
í lausasölu kr. 90.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 63.00
.....Vökvunin er mjög mikilvægt atriði. Vökvunarvatnið
ætti ekki að vera ískalt, heldur aðeins ylvolgt. Heitt á það ekki
að vera. Regnvatn er auðvitað ágætt. Ekki er þægt að gefa
neinar ákveðnar reglur um það, hve oft eða mikið skal vökva.
Það er mjög háð ýmsum skilyrðum, og verða menn að læra það
af reynzlunni. En vökva skal vandlega í hvert skipti, svo að
öruggt sé, að öll moldin blotni. Ef vatnið hripar strax niður úr
pottinum viðstöðulaust, er það vottur þess, að moldin hefur
verið gegnþurr. Má þá láta pottinn standa dálitla stund í
vatni, svo að moldin geti drukkið í sig raka. Minna þarf jafnan
að vökva á vetuma en á sumrin. Jurtir í sólarglugga þurfa auð-
vitað meira vatn en þær, sem standa í skugga eða við norður
glugga. Eins þarf meiri vökvun í sólskini en í dumbungsveðri.
1 sólskini þarf jafnvel að vökva blaðmiklar jurtir tvisvar á dag.
1 sterku sólskini getur verið til bóta að skyggja á pottana sjálfa,
svo að moldin í þeim og ræturnar þorni og hitni ekki um of.“
Úr bókinni Stofublóm
21. ÍSLENZK MALFRÆÐI
eftir dr. Halldór Halldórsson prófessor. Efni bókarinnar
er miðað við þær kröfur, sem nú eru gerðar í miðskólum
og gagnfræðaskólum um nám í íslenzkri málfræði.
í lausasölu kr. 55.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 39.00
.....Öruggasta einkenni til þess að þeklija sagnorð er það,
að þau tiðbeygjast.
í setningunni drengurinn les greinir orðið les ekki aðeins frá
verknaði drengsins, heldur einnig frá þvi, að þessi verknaður
gerist nú. Þetta verður greinilegt, ef setningunni er breytt og
sagt drengurinn las. Las táknar sama verknað og les, en í hinni
nýju setningu felst, að verknaðurinn sé um grað genginn. Orð-
myndin les er nútíð, en orðmyndin las er þátíð. Báðar orðmynd-
irnar eru af sömu sögninni, að lesa. Að lesa er nafnháttur.
Nafnhátt sagna má þekkja á því, að hann endar venjulega á
Heima er bezt 351