Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 28
-a eða -á. Framan við nafnhátt má setja orðið að. Þetta að kallast nafnháttarmerki. Sagnorð eru einu orðin, sem tiðbeygjast.“ Úr bókinni íslenzk málfrceði 13. SETNINGAFRÆÐI eftir dr. Halldór Halldórsson prófessor. Þessi kennslubók í setningafræði og greinarmerkjasetningu er ætluð sömu nemendum og málfræðin, eða nemendum á svipuðu stigi. Dr. Halldór hefur mikla reynslu í því að kenna íslenzka málfræði, og þykir öll framsetning hans afburða skýr og auðskilin. í lausasölu kr. 40.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 28.00 „ . . . § 135. Stundum er nauðsynlegt að auðkenna sérstök orð eða orðasambönd á einhvern hátt. Vel fer á því að nota gæsa- lappir í þessu skyni framan og aftan við orð, sem notuð eru í óvenjulegri merkingu, framan og aftan við orð eða orðasambönd, sem skýra merkingu þess, sem áður er komið, framan og aftan við erlend orð eða orðskrípi, sem af einhverjum orsökum þykir erfitt að komast hjá að nota. Skulu nú sýnd dæmi um þetta allt. Dœmi: Kyrrð var og friður úti í eyjunni, eins og „eyjarskeggjar" hefðu tekið á sig óvenjulegar náðir. — Orðtakið að hrökkva upp af merkir „að deyja“. — Mikið er nú rætt um „atóm“ og „atóm- orku“. — Margir segja nú „stæll“, en ekki stíll. Til þess að auðkenna einstök orð og orðasambönd má oft nota undirstrikun í ritmáli og skáletur á prenti. Dcemi: Orðin hurðaráss og liurðáss eru alltaf í fornritum. — Af orðtakinu fœra út kvíarnar er til afbrigðið fcera sundur kvíarnar." Úr bókinni Setningafrœði 5. LÍF OG JATNING eftir Vald. V. Snævarr fyrrum skólastjóra. Höfundur er löngu þjóðkunnur maður fyrir brennandi áhuga á krist- indómsmálum. Hér er prýðilegt kver handa fermingar- bömum, fagurlega myndskreytt. í lausasölu kr. 15.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 10.00 „ . . . „Allir hlutir verða að eiga orsök." — Frumorsök alls hins skapaða er Guð. Hann er ósýnilegur og ótakmarkaður andi, sem vér getum hvorki mælt né þreifað á. En hann hefir ekki látið sig án vitnisburðar, hvorki hið ytra í náttúrunni, né hið innra í sálum mannanna. Sköpunarverkið ber skaparanum vitni, líkt og húsið sýnir hugsun byggingarmeistarans, og hjarta manns- ins er órótt, unz það finnur hvíld í Guði (Ágústínus). Þrá eftir Guði er manninum lögð i brjóst. — Öllum þrám mannshjartans er svarað. Mannin þyrstir, — svaladrykkur veitist honum. Manninn hungrar, — fæða er honum gefin. Mannshjartað þráir Guð, — þeirri þrá er einnig fullnægt: — Guð er til, — og allir, sem hans leita, finna hann, sumir fyrr, sumir síðar, en allir að lokum.“ Úr bókinni Líf og játning 12. GUÐ LEIÐIR ÞIG eftir Vald. V. Snævarr. Kristin fræði handa ungum börnum. Bókin er tileinkuð íslenzkum mæðrum, því að þær hafa „svo öldum skiptir, verið fyrstu kennarar bama sinna í kristnum fræðum.“ í lausasölu kr. 15.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 10.00 „ . . . Þegar mamma og pabbi eða hver sem er, hefir gjört eitthvað fyrir þig og verið þér góður, þá þakkar þú þeim að sjálfsögðu fyrir þig með orðum, enda er það auðvelt. En bezt og fullkomnust er þökkin, ef þú reynir að gleðja þá, sem þig hafa glatt, og helzt fleiri. Þið gleðjið pabba og mömmu, ef þið eruð góð og hlýðin og vingjarnleg við alla. Mömmu og pabba þykir svo vænt um það. Og — Guði má ekki gleyma. Hann gjörir svo mikið fyrir okkur öll. Hann er okkur svo góður. Honum eigum við að þakka mest og bezt. En hvernig getum við sýnt Guði þökk í verki? Með því, að vera góð og hlýðin börn. Hann segir: „Hlýðni er betri en fórn.“ Og Guð segir ennfremur: „Heiðra skaltu föður þinn og móður þina." Úr bókinni Guð leiðir þig G.-VEFNAÐARBÓK eftir Sigrúnu P. Blöndal. Vefnaðarbókin er not'uð sem kennslubók í öllum húsmæðraskólum. í lausasölu kr. 30.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 21.00 „ . . . í sléttum, munstruðum dúkum skiptast á ólíkar grunn- bindingar. Er þá bindingin samsett, eins og áður er sagt. Ein aðalgrein þessarar vefnaðartegundar eru dreglar. Að vísu eru ýmsar vefnaðartegundir aðrar nefndar dreglar, eins og síðar mun vikið að, af því að þær eru ofnar et'tir dregilmunstrum, en hinn eiginlegi og upprunalegi dregill er vefnaður, þar sem grunn- bindingin er ormeldúkur, og munstrið myndast með því að nota á víxl band- og þráðarormeldúks-bindingu í hinum ýmsu köflum munstursins. — Þessi samsetta binding veldur ljósbrigðum á hinum slétta, einlita fleti dregilsins, svo að munstrið sést greinilega, þó að uppistaða og ívaf sé samlitt og úr sama efni." Úr bókinni Vefnaðarbók TIL FRÓÐLEIKS OF SKEMMTUNAR 37. MANNAFERÐIR OG FORNAR SLÓÐIR eftir Magnús Björnsson á Syðra-Hóli. „í þessari bók segir einkum af nokkrum Húnvetningum, sem uppi voru á 18. og 19. öld. . . . Magnús á Syðra-Hóli hefur skrifað margt um dagana . . . en Mannaferðir mun vera fyrsta bókin, sem hann hefur einn gert. Þar er skemmst af að segja, að þessi húnvetnski bóndi er í senn góður fræðimaður og prýðilegur rithöfundur. .. .“ — Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. I lausasölu kr. 130.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 91.00 „ . . . Það stuðlaði margt að því, að drykkfeldni séra Eggerts fór vaxandi. Margir sóknarmanna hans voru gefnir fyrir drykk- inn og ósparir á að veita, ef þeir áttu á glasi. Vín var veitt í hverri veizlu og oft drukkið ósleitilega. Það var ódýrt þá og auðvelt að ná í það, prestur oft á ferðalögum, einatt þreyttur og ekki vel til reika og taldi sér þörf kraftmikillar hressingar. En hann þoldi ekki vel drykkinn og er af honum rann bjó hann við vanlíðan margs konat og hafði þörf fyrir hjúkrun og um- hyggjusemi, er ekki var í té látin. Varð honum þá oft fyrir að bergja enn á veigum til að herða sig upp gegn áhrifum þeirra, er þó rændu hann heilsu og þreki. Ragnhildi prestskonu líkaði stórum illa drykkjuskapur manns hennar. Henni skildist fljótt, að til lítils komu ákúrur og umvandanir, enda brá hún meir á þyrrking og þurrakulda er bóndi hennar kom ölvaður heim, sem var ærið oft. Þau voru næsta ólík að skapferli, hann glettinn og stríðinn og skaut stundum örvum að konu sinni, en hún þoldi illa, alvörugefin og siðavönd og leit nokkuð á sig.“ Úr bókinni Mannaferðir og fornar slóðir 70. HRAKHÓLAR OG HÖFUÐBÓL eftir Magnús Bjömsson á Syðra-Hóli. í þessari nýju bók Magnúsar á Syðra-Hóli eru ellefu sagnaþættir. Má þar nefna þættina Ásverjar í Vatnsdal, Jónas í Brattahlíð, Holtastaða-Jóhann, Bjöm á Brandsstöðum og Húsfrú Þórdís. Aftan við bókina er nafnaskrá. í lausasölu kr. 168.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 120.00 „ . . . Það bar til í janúarmánuði 1800 að nokkrir menn, beggja vegna Blöndu, sammæltust að verða samferða suður í ver. 352 Heima er bezt I

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.