Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 29
1 ákveðinn tíma lögðu þeir upp og fóru „fyrir framan“ úr
Svínadal ofan í Vatnsdal. Er þeir komu um Ás, sáu þeir mann-
þyrpingu þar á hlaðinu og sýndist ekki betur en sýslumaður væri
þar einn i hópnum, einkennisklæddur. Af því töldu þeir víst
að eitthvað stæði til í Ási, gerðust forvitnir og fýsti að vita, hvað
þar væri um að vera. Þeim kom saman um að ganga heim. Það
reyndist orsök til mannsafnaðarins á Áshlaði, að þar skyldi upp-
boð haldið og seldur Ás, gömul konungsjörð og fyrr og síðar
talin ein bezta bújörð í Vatnsdal.
f vermannahópnum var maður einn á þrítugsaldri, mikill að
velli og vörpulegur. Guðmundur hét hann Halldórsson. Hvort
sem var af rælni eða Guðmundi rann hugur til jarðarinnar, þá
tók hann að bjóða og varð skjótt hæstbjóðandi er hann nefndi
átta hundruð ríkisdali. Það var mikið fé í þá daga, mun hafa
svarað til sextíu kúgilda eftir þess tíma reikningi.“
tír bókinni Hrakhólar og höfuðból
7. FORNAR GRAFIR OG FRÆÐIMENN
eftir C. W. Ceram. „Þessi bók hefur að maklegleikum
farið sigurför um hinn menntaða heim. . . . “ — Krist-
mann Guðmundsson. — „. . . Það var raunar engin furða
þó bókin næði hylli almennings um allan heim, því
hún fjallar um efni, sem í augum margra er ævintýralegt
og „spennandi“ og svo er bókin listavel rituð. . . . Það er
engum vafa bundið, að „Fornar grafir og fræðimenn,“ er
einhver bezta skemmtibók sem völ er á... . “ — Einar
Ásmundsson.
Bókin er ríkulega myndskreytt. Sr. Björn O. Björnsson
þýddi.
í lausasölu kr. 150.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 105.00
.....Carter og Carnarvon voru sem steini lostnir fyrst í stað,
er þeir litu óhindraðir á öll þessi auðæfi, og það var ekki fyrr
en seint og síðarmeir, að það rann upp fyrir þeim, að i fjársjóða-
safni þessu sást hvorki líkkista né smyrlingur. Aftur reis upp í
huga þeirra spurningin um, hvort hér væri í raun og veru um
grafhýsi að ræða eða felustað aðeins. Þeir tóku að líta fastar á
veggina og sáu þá, að á milli varðmannanna konunglegu voru
þriðju innsigluðu dyrnar.
„Og fyrir hugskotssjónum okkar flögraði mynd af herbergi inn
af herbergi, hvert um sig yfirfullt af dýrgripum því líkum, sem
við þegar höfðum séð. Og við, n;rrri því að segja, gripum andann
á 1ofti.“ Callender kom nú fyrir sterkum rafmagnsljósum, og 27.
desember rannsökuðu þeir þessar þriðju innsigluðu dyr. Þá sáu
þeir, að lítið gat hafði verið gcrt á hurðina, niður undir gólfi,
endurfyllt og endurinnsiglað. Ræningjarnir höfðu þá samt verið
komnir svona langt. En hvað var hinum megin? Væri smyrlingur
þar, var hann þá heill og ósnortinn? Hér var sjónarsvið dular-
fullra athafna til forna. Bar hvorutveggja til, að herbergisskipun
var frábrugðin því, er tíðkaðist um grafhýsi, og hitt, hvað því
gat valdið, að ræningjamir voru að baka sér þá fyrirhöfn að
gera gat á þriðju innsigluðu dyrnar, áður en þeir hirtu fjár-
sjóðina í herberginu, sem þeir höfðu frjálsan aðgang að. Að
hverju voru þeir að leita, þessir menn, er ekkert skeyttu um
gull og gersemar?"
Úr bókinni Fornar grafir og frœðimenn
61. GRAFIR OG GRÓNAR RÚSTIR
eftir C. W. Ceram. Bók þessi fjallar um líkt efni og
„Fornar grafir og fræðimenn": ævintýraríka baráttusögu
fornleifafræðinga til að leiða í ljós horfnar hámenningar,
sem almenn sagnfræði nær ekki til — svo og árangur
þeirrar baráttu — hér allt sýnt í myndum með andríkum
skýringum. Bókin er í stóru fjögurra blaða broti, prýdd
310 ljósmyndum og 16 myndasíðum í eðlilegum litum.
Þetta er einhver glæsilegasta bók sem gefin hefur verið
út á íslandi. Sr. Björn O. Björnsson þýddi.
í lausasölu kr. 380.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 270.00
„ . . . Fyrstu dæmin um list Mexíkó-manna, sem komu til
Norðurálfunnar, vöktu nokkurt uppnárn vegna þess hve undarleg
þau þóttu og sakir efnisíburðar. Hins vegar voru lærdómsmenn
ósnortnir, því að þeir voru ónæmir fyrir öllu, á listmunasviði,
sem ekki var af grísk-rómverskum uppruna, þvi að þá voru augu
þeirra nýopnuð gagnvart mikilleika klassiskrar listar. Montezuma
sendi Cortesi töluvert af gjöfum út í skip hans. Þær af gjöfunum,
sem Spánverjum fannst mest til um, voru í augum Aztekanna
ekki svo mikils virði. Menn Cortezar stóðu sem steini lostnir yfir
gull- og silfur-skjöldum sem voru á stærð við vagnhjól, en Aztekar
lögðu miklu meira upp úr fjaðraskartgripum sínum. Og sannarlega
ekki að ástæðulitlu.
Á hinni síðunni er sýndur höfuðbúnaður, sem útþaninn er
1.70 m á breidd og var meðal gjafa þeirra sem Montezuma sendi
Cortezi árið 1519. Ein af elztu lýsingum grips þessa hljóðar svo:
„Serkneskur hattur úr löngum, fallega löguðum, glitrandi fjöðrum,
grænleitum og gullnum að lit, sem koma fram undan hvítum,
rauðum og bláum fjöðrum með gullnum rósum og doppum, en
spöng undir öllu saman, úr skíru gulli, sem fellur að enninu."
Hér um bil allar löngu fjaðrirnar voru teknar af fugli sem að
jafnaði státar ekki með fleiri en tvær slíkar fjaý'rir í stélinu.
Þegar við svo hugleðum að í höfuðbúnaðinum eru um 500 slíkar
fjaðrir, þá fer að renna upp fyrir okkur að skartgripur þessi sé
ekki svo lítilla peninga virði, enda muni hann ekki hafa verið
ýkja algengur."
Úr bókinni Grafir og grónar rústir
Heima er bezt 353