Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 31
von á einhverju. Og rétt í því að hún var kölluð upp í vitna- stúkuna, kom inn hár og lotinn maður um sextugt, gráhærður og gráskeggjaður, með biiggul undir hendinni. Ég kannaðist við svip hans, en gat þó ekki komið honum fyrir mig. Augu þeirra mættust og hann kinkaði kolli til hennar. Henni virtist létta mjög, og hún laut niður að lögfræðingi Willoughtons, benti á gráhærða manninn og fékk honum bréf, sem hún hafði haldið á í hendinni. Síðan gekk hún rólega upp í vitnastúkuna. Hamley las bréfið og sneri sér þegar að Haseldean, rétti honum bréfið og talaði við hann f hálfum hljóðum. Honum var mikið niðri fyrir. Haseldean las bréfið, og virtist það einnig hafa mikil áhrif á hann. Hamley brá sér úr sæti sínu og fór til gráhærða mannsins, sem enn þá stóð rétt innan við dyrnar, og fór að tala við hann með ákafa.“ Úr einni af bókunum Úrvals leynilögreglusögur 152. FKÆGAR KONUR eftir Henré Thomas og Dana Lee Thomas. I bók þessari eru þættir af 16 konum, sem allar gátu sér heimsfrægðar og sumar eru meðal kunnustu persóna mannkynssögunn- ar. „ . . . öllum þessum konum er það sameiginlegt, að þær eru gæddar óvenjumiklum hæfileikum, og þeirra bíða mikil örlög. Af þeim sökum er bók þessi í senn skemmtileg og menntandi. . . .“ — Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Magnús Magnússon þýddi og endursagði. — Bókin er 260 bls. í stóru brati með myndum af öllum konunum. í lausasölu kr. 75.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 50.00 „ . . . Foreldrar Florence Nightingale gláptu á hana furðu lostnir, er hún minntist á það í fyrsta sinni við þau, að sér léki hugur á því að verða hjúkrunarkona. Hvílík ósvinna. Kona af einni auðugustu ætt Englands ætlaði að gegna því starfi, sem talið var einna auðvirðilegast af öllum störfum, og gat í rauninni naumast nefnzt því nafni. „Ffjúkrun er nær einvörðungu," skrifar læknir einn, sem var samtíðarmaður Florence Nightingale, „stund- uð af drukknum skækjum, sem lögreglan hefur hirt, og gefið kost á að kjósa um tvennt, að fara í svartholið eða hjúkra sjúk- um .... Oft og einatt finnast þær sofandi undir rúmum hinna dauðu sjúklinga sinna, því að þær hafa drukkið lyfin og áfengið, sem þeim var ætlað." Og því var það, að þegar hún minntist á þetta við foreldra sína, þá brá þeim eins og hún „hefði mælzt til þess að verða eldabuska." Þau höfðu ekki vandað til uppeldisins á dóttur sinni til þess, að hún lítiilækkaði sig svo. William Shore Night- ingale, eigandi Embley Park, Hampshire, hafði hugsað sér, að dóttir hans yrði hefðarfrú, eins og hin glæsilega móðir hennar, enda var hún fegurst og bezt gefin af öllum börnum hans.“ Úr bókinni Frcegar konur 150. SANNAR DRAUGASÖGUR eftir „Cheiro“. Bókin fjallar um samband framliðinna manna við þá, sem ennþá lifa á þessari jörð. Er henni skipt í tvo flokka og ræðir í hinum fyrri um framliðna menn, sem birzt hafa, án þess að sambands hafi verið leitað við þá, en síðari flokkurinn um miðilsfundi o. fl. Bókin er 224 bls. í stóru broti og með mynd höfundar (Louis Hamon, greifa). Kristmundur Þorleifsson þýddi. I lausasölu kr. 85.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 60.00 „ . . . í sögu þeirri, er hér hefur, mun ég skýra frá dularfullu atviki, sem bar við á járnbraut einni í Englandi. Af augljósum ástæðum er ég neyddur til þess að halda leyndu nafni hins stóra járnbrautarfélags, er átti járnbraut þessa. Kvöld eitt, síðla hausts, fyrir nokkrum árum, sat ég heima hjá mér í Lundúnum og var að lesa. Klukkan var um 10. Var þá dyrabjöllunni hringt og nokkrum andartökum síðar vísaði þjónn- inn minn ókunnum manni inn til mín. „Afsakið þér, herra minn, að ég skuli koma um þetta leyti dags," mælti hann; „en ég er í hinum mestu kröggum, og þér eruð eini maðurinn í Lundúnum, sem ég hef trú á að geti hjálpað mér, aðeins ef þér viljið hlýða á sögu mína.“ Úr bókinni Sannar draugasögur 151. SANNAR KYNJASÖGUR eftir „Cheiro“. Hér segir frá mörgum merkilegum og ótrúlegum hlutum, sem höf. leggur drengskap sinn að veði fyrir að átt hafi sér stað. „(Bókin) . . . er mjög skemmtileg aflestrar, auk þess sem hugsandi fólk mun hafa einnig á annan hátt ánægju af henni. Þama er lýst mörgum hlutum furðulegum — og þó er sagan um smyrðlingshöndina einna eftirtektarverðust. En allt er efnið merkilegt. . . .“ — Kristmann Guðmundsson. Bókin er 246 bls. í stóru broti, með nokkrum myndum. Kristmundur Þorleifsson Þýddi. I lausasölu kr. 85.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 60.00 „ í þessum þætti segi ég einkennilega en sanna sögu af smyrðlingshönd, er sýndi athyglisverð merki þess, að hún væri að lifna við aftur eftir nokkur þúsund ár. 1 þættinum hér á undan skýrði ég frá því, hvernig von Heller prófessor og mér var bjargað frá þvx að verða kviksettir í einni konungagröfinni. Ég sagði frá því, hvernig okkur var bjargað af trygga, egypzka fylgdarmanninum, sem við fengum með okkur frá Cairo. Lesendurnir munu minnast þess, að ég skýrði frá því, að gamli maðurinn hafði sagt mér að hann liti á E1 Karnak sem heimili sitt, vegna þess, að á löngu liðnum öldum höfðu forfeður hans verið starfandi prestar þar í musterunum. Vegna þess hve þakk- látur hann var mér fyrir það, að ég var honum góður í veikindum hans, og einkum eftir að hann hafði egnt á sig fjandskap arab- isku leiðsögumannanna, með því að bjarga okkur, varð hann mér eins trúr eins og nokkur rakki hefur verið húsbónda sínum." Úr bókinni Sannar kynjasögur 43. ÖRLÖG ORÐANNA eftir dr. Halldór Halldórsson prófessor. „í bókinni „Or- lög orðanna“ tekst Halldóri að gera tvennt í senn, rita skemmtilega og alþýðlega, svo að hver og einn getur not- ið þess af ánægju og skilningi, — og hitt að rita vísinda- rit með þeim ágætum, að svari öllum kröfum sem mál- vísindi nútímans krefjast.“ — Jón Gíslason. í lausasölu kr. 150.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 105.00 ......Vorið 1956 lærði ég austur á Fljótsdalshéraði orðin grassúr og gjásungur. Bæði voru þau sögð merkja „illindi" (í krökkum). Orðið grassúr var mér kennt í sambandinu það er grassúr i honum. Orðið gjásungur mun vera mjög fátítt. Heim- ildarmaður minn hafði aðeins heyrt það af vörum einnar konu, sem er heimilisföst á Héraði og er algerlega austfirzk að ætt. Kvað hann þessa konu stundum segja: „Það er bölvaður ekki sen grassúr og gjásungur i krökkunum." Heimildarmaður minn hugði, að bæði orðin væru tilbúningur kerlingar, en svo er því að minnsta kosti ekki farið um orðið grassur, eins og brátt verður rakið. Orðið gjásungur virtist mér þegar í upphafi tortryggilegt. Um það hefi ég engar heimildir fundið. Hafa margir minnzt á það í bréfum til mín, en enginn þeirra heyrt það, og er það því úr sögunni." Úr bókinni örlög orðanna II. ÍSLENZKIR HAFNARSTÚDENTAR eftir Bjarna Jónsson frá Unnarholti. „íslenzkir Hafnar- stúdentar" er einstakt og merkilegt bókmenntaafrek. Þeir eru hálfrar aldar verk, unnið af óþreytandi elju og sívökulli samvizkusemi . . .“ — Brynjólfur Sveinsson Heima er bezt 355

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.