Heima er bezt - 01.09.1960, Side 35

Heima er bezt - 01.09.1960, Side 35
inni eru margar myndir bæði af heimsmeisturum í þunga- vigt og einnig frá keppnum um heimsmeistaratitilinn. í lausasölu kr. 15.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 10.00 „ . . . Það leið alls eitt ár, þá komst heimsmeistaratignin aftur í hendur Bandaríkjunum. Það var í júní 1933, sem Carnera flutti heimsmeistaratignina til ítalíu, með því að slá Jack Sharkey út, og í júní 1934 missti hann hana í hendur hinnar nýju amerísku hnefaleikastjörnu í þungavigt, sem var Max Baer, hrokkinhærður, drýldinn og orðhvatur garpur frá Omaha, fæddur 1909 og af þýzkum Gyðingaættum. Max Baer hafði verið kunnur hnefaleíkari í þungaflokki í nokkur ár og varð hin stóra von Ameríkumanna, er hann í júní 1933, um svipað leyti og Camera tók titilinn af Sharkey, vann glæsilegan sigur á Þjóðverjanum Max Schemling. Hann sló Schmeling út í 9. lotu og Baer sýndi slíka högghörku og sóknar- hug, að hann varð á svipstundu eftirlætisgoð almennings." Úr bókinni 7 — 8 — 9 — Iinock — out — 154. JAZZ-STJÖRNUR Æviágrip þekktustu manna á sviði jazz-hljómlistarinnar, ásamt myndum af þeim. í lausasölu kr. 15.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 10.00 „ . . . Louis Armstrong. Daniel Louis Satchmo Armstrong er fullt nafn hans. Hann er tíðum nefndur konungur trompetleik- aranna. Einnig hefur hann hlotið frægð sem söngvari. Fæddur 4. júlí 1900 í New Orleans. Byrjaði á unga aldri að leika í hljómsveitum. Eftir að hann hafði leikið með hljómsveit Fate Marables, hélt hann til Chicago kringum 1920 með hinni frægu hljómsveit King Olivers. Síðan lék hann með Fletcher Henderson, Erskine Tate og Carroll Dickerson hljómsveitunum. í nóvember 1925 kom hann á fót sinni eigin hljómsveit, sem lék inn á plötur fyrir Okeh-fyrirtækið, og voru þar á meðal sumar frægustu jazz- plötur, sem leikið hefur verið inn á enn þann dag í dag. — „Tight Like This“, „Save It Pretty Mama“, „West End Blues“, „Weather Bird", „Basin Street Blues", 12th Street Rag“ og „Muggles" eru einungis fáar af hinum mörgu dásamlegu plötum, sem hann hefur leikið inn á. Louis hefur ferðast tvisvar til Evrópu og stjórnar enn stórri hljómsveit í Bandaríkjunum." Úr bókinni Jazz-stjörnur FERÐAlíÆKUR 16. FLOGIÐ UM ÁLFUR ALLAR eftir Kristínu og Arthur Gook. „Ferðasaga Gooks-hjón- anna . . . heldur athygli lesandans vakandi frá upphafi til enda. Þau segja frá mörgum skemmtilegum atvikum og margan fróðleik er að finna í frásögn þeirra. Bókin er fjörlega rituð á látlausu en góðu máli og prýdd rúmlega 40 myndum, sem þau hjónin tóku á ferðalaginu. . . .“ — Þorsteinn Jónatansson. í lausasölu kr. 98.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 68.00 „ . . . Einu sinni fylgdi Arabi okkur heim að kvöldlagi. Búð- irnar voru enn þá opnar, og ég minnist á það við Kristínu, er við nálgumst ávaxtaverzlun, að við þyrftum að kaupa okkur ávexti. „Ég skal gera það fyrir ykkur", segir Arabinn, „en ekki í þessari búð. Þeir hafa séð til ykkar og munu vita, að ég er að kaupa fyrir ykkur. Standið þið hér bak við þessar súlur, svo að þið sjáizt ekki, en ég skal ganga í aðra búð skammt frá.“ Við gerðum eins og hann sagði, en með því að gægjast á milli súln- anna, sáum við til hans. Fjörugar umræður hófust milli hans og kaupmannsins, báðir böðuðu höndunum út í loftið og töluðu í ákafa. Þetta gekk um stund, unz bardaginn hætti eins snöggt og hann byrjaði. Kaupmaðurinn setti ávextina í bréfpoka og kvaddi brosandi með mestu virktum. Þegar ég sá í pokanum heilmikið af vínberjum, banönum, eplum og appelsínum, spurði ég, hvað allt þetta kostaði. „Mig langar sjálfan til að greiða það,“ segir vinur okkar. Ég þakkaði honum fyrir og bætti við: „En það verður okkur til leiðbeiningar, ef við vitum, hvað við eigum að borga fyrir slíkt. Viltu ekki segja mér, hvað þú greiddir?" Þegar hann sagði mér verðið, var það svo sem einn fimmti hluti af því, sem við höfðum áður borgað fyrir ávexti!" Úr bókinni Flogið um álfur altar 60. PÍLAGRÍMSFÖR OG FERÐAÞÆTTIR eftir Þorbjörgu Ámadóttur hjúkrunarkonu. Þorbjörg hefur ferðast víða og lýsir því, sem fyrir augun ber, bæði erlendís og hér heima. „Pílagrímsförin“, sem hún nefnir svo, var farin til Rómaborgar, en auk þess eru þættir frá Bláu ströndinni, Flórenz, Assisi, Capri, Sienna, Mílanó, Feneyjum, París, Kaliforníu, Panama, New York og Nor- egi. Síðari hluti bókarinnar nefnist „Fótgangandi um fjöll og byggð“ og skiptist í eftirfarandi kafla: Landið okkar, Mývatnsheiði, Bárðardalur, Sellönd, Myndir í Ásbyrgi, Á ferð og flugi. Tólf ljósmyndasíður prýða bókina, auk þess sem listakonan Toni Patten hefur gert teikningar við hvern kafla. í lausasölu kr. 130.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 91.00 „ . . . Lyon er mikill iðnaðar- og verzlunarbær. Einkum er þar mikill silkiiðnaður. Þar er og annar stærsti háskóli Frakka, söfn og fagrar byggingar. Svo og fornmenjar, sem Rómverjar létu eftir sig, rústir af leikhúsi og böðum. Og í Lyon fæddust Claudius og Caraculla, sem síðar urðu keisarar Rómverja. Vagninn ók okkur heim að gistihúsinu. þar sem okkur var búinn náttstaður. Við matborðið spurði yfirþjónninn okkur, hverrar þjóðar við værum. Til frekari skýringar á þjóðerninu minntist ég á bók Pierre Lotis, Á tslandsmiðtim. Einnig fór ég eitthvað að reyna að segja frá minnismerkjum þeim, sem reist hefðu verið dr. Charcot hér heima. Fór nú yfirþjónninn að sinna öðrum gestum, en liflu síðar vék hann sér að borði okkar, hallaði sér fram og sagði lágt og virðulega: „Amundsen," og hvarf á ný í annir sínar. Var auðsætt, að hann áleit Amundsen í ætt við okkur og vildi nú launa það, sem minnst hafði verið á dr. Charcot." Úr bókinni Pilagrimsför og ferðaþcettir 159. EINN A BÁTI UMHVERFIS HNÖTTINN eftir Joshua Slocum. Fátt segir af einum, segir gamalt máltæki, og oft voru helzt horfur á því, að það sannaðist á Joshua Slocum, skipstjóra, höfundi þessarar bókar. Hann lagði í hnattsiglingu fyrir rúmlega hálfri öld á lítilli skútu, einn síns liðs, og var oft hætt kominn. í þess- ari bók segir frá helztu ævintýrunum, sem Slocum lenti í á ferðalaginu. Á hverri síðu segir hann frá einhverju Heima er bezt 359

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.