Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 40
Sérstæð hús í bjarka- og blómakerfi
bera vott um kærleikshug til þín.
Gil þín, hvammar, lækir, lystigarðar
laða til þín margan sumargest.
Hér er sem við heyrum Eyjafjarðar
hjartslátt, þegar okkur líður bezt.“
Úr bókinni Ljóð af lausum bluðum
L. UNDIR SVÖRTULOFTUM, LJÓÐ 1954
eftir Braga Sigurjónsson. 96 bls. í Skímisbroti. — „Undir
Svörtuloftum er þriðja bók Braga Sigurjónssonar og sú
bezta. Höf. er sífellt að vaxa ásmegin til að glíma við
stærri viðfangsefni. Það er erfitt að spá um framtíð rita,
en sennilegt þætti mér þó, að mörg kvæðanna í þessari
bók muni lengi lifa í íslenzkum bókmenntum.“ —
Steindór Steindórsson frá Hlöðum (Laugard.bl.). — „Þá
er aldarminning Stephans G. Stephanssonar eigi síður
svipmikið kvæði, bæði um þróttmikla hugsun og mál-
kynngi, og megum við íslendingar vestan hafs vera skáld-
inu þakklátir fyrir að hafa rist öndvegisskáldi okkar jafn-
glæsilega minningarún.“ Richard Beck (Heimskringla).
í lausasölu kr. 65.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 45.00
TÍMARIT
1. HLÍN, ÁRSRIT ISLENZKRA KVENNA
Ritstjóri Halldóra Bjarnadóttir. Fyrstu fjórir árgangar
„Hlínar“ hafa löngu verið ófáanlegir, en eru nú til end-
urprentaðir, í einni bók.
í lausasölu kr. 30.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 21.00
Auk þess er hægt að útvega áskrifendum HEB marga af
nýrri og eldri árgöngum „Hlínar“ við mjög vægu verði.
Með léttan mal og lítinn farareyri
úr lands og þjóðar hélztu Mjóadal,
en þér var gefin önnur eign og meiri
en auga féglöggt sér í pyngju og mal.
Og þótt þú hyrfir landalaus frá ströndum,
svo laukstu þinni æviför af höndum,
að kannske hefir enginn íslendingur
eignast stærra jarðatal."
Úr bókinni Undir svörtuloftum, ljóð 1954
M. Á VEÐRAMÓTUM, LJÓÐ 1959
eftir Braga Sigurjónsson. 112 bls. í Skírnisbroti. — „Full-
yrða má, að mörg ljóða þessara eru mjög haglega gerð.
Enda er það sýnilegt, að maður, sem yrkir jafnmikið og
Bragi, gerir það ekki af tildri, heldur þörf og ástríðu — “.
— Bjartmar Guðmundsson (íslendingur). — „Bragi er
góður leiðsögumaður og bendir okkur á fegurð landsins
og göfgi mannsins. Frásögn hans er létt og leikandi og á
yndislega fögru máli------— Sigurjón Jónsson (Vísir).
— „í ljóðum þessum er mikill auður náttúruunaðar og
ljúfra endurminninga og víða frábær myndvísi." —
Helgi Valtýsson (Dagur).
1 lausasölu kr. 75.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 50.00
„ . . . Man ég vordaga,
mjúkur var túnsmári
undir berum barnsfótum
í blóði morguns.
Gall gaukur í heiði,
glamaði stelkur í mýri.
Þá var fögur sólarsýn.
Man ég ársumur,
undir fögrum laufkrónum
las ég mér lífdaggir
úr liljum vallar.
Léku silungabörn
á silfurflúðum áa.
Unaðsdrykkur var hvert andartak."
Úr bókinni A veðramótum, ljóð 1959
„ . . . Því er það trú mín, að enginn sje allur maður með út-
lendri þjóð. Útlendingurinn er misskilinn og hann misskilur
aðra. Hann nýtur sfn ekki að fullu og getur því ekki ávaxtað sitt
pund eins og hann hefur þegið hæfileika til. Þetta finnur hann
sjálfur og verður óánægður með tilveruna og starfsþrek hans
lamast.
Jeg vil, að sem flestir Islendingar fari utan og fái kynni af
þeim þjóðum, sem framar oss standa að menningu, en jeg vil að
þeir komi allir aftur og flytji með sjer framför og umbætur og
innleiði hjer alt nýtt, sem við getur átt og gott talist.
Jeg ber enga virðingu fyrir þeim íslendingi, sem flýr land og
þjóð, af því hann þorir ekki að horfast í augu við erfiðleikana,
en heldur að hann geti orðið meiri maður með annarri þjóð.
Það er heldur ekki mest i það varið, að einstakir fslendingar
verði dýrðlegir með útlendri þjóð, takmarkið er að íslenska
þjóðin verði stórþjóð á Islandi."
Kristbjörg Jónatansdóttir.
Hlín, 1. árg. 1917.
Úr tímaritinu Hlin, ársrit islenzkra kvenna
HEIMA ER BEZT
■ ■ -■ '
Ennþá eru allir eldri árgangar „Heima er bezt“ fáanlegir
(að því undanskildu, að í þriðja árgang vantar tvö hefti:
nr. 7 og 12). Verð hvers árgangs er kr. 80.00.
364
Heima er bezt