Heima er bezt - 01.09.1960, Side 42
Prentsmiðja Odds Björnssonar, Aðalstrœti 17, Akureyri. Myndin er tekin við konungskomuna 1907.
heims og vann þar um skeið; kom aftur heim til ís-
lands og vann á ný í prentsmiðju Odds. Hann er nú
látinn.
Jakob var fyrsti lærlingur hjá Oddi í prentlistinni.
Hann lauk námi eftir tilskilinn tíma. Eg átti að snúa
mér til hans, með vandræði mín að húsbóndanum fjar-
verandi. Við Jakob urðum mestu mátar, og mun vin-
átta okkar haldast, að öllu forfallalausu til endadægurs.
Hjónin María Jónsdóttir frá Staðartungu og Kristján
Nikulásson frá Hólkoti í Hörgárdal, söðlasmiður og
lögregluþjónn innbæjarins, voru foreldrar Jakobs.
Heimili hans var suður í Fjöru, í svokölluðu Matthías-
arhúsi. Auk þess, sem hann var efnilegur nemandi,
jafnvígur á prentun sem setningu, var hann mjög lip-
ur íþróttamaður. Hann kom síðar mikið við sögu prent-
listarinnar á íslandi.
Þau þrjú árin, sem ég nam og vann í prentsmiðju
Odds, minnist ég sérstaklega Arngríms Ólafssonar,
Péturs Ásgrímssonar og Ingólfs Jónssonar.
Foreldrar Amgríms voru hjónin Jórunn Jóhanns-
dóttir frá Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal, föðursystir þeirra
þekktu bræðra, Jakobs og Jóhanns Tryggvasona, og
Ólafur Jónsson frá Hallgilsstöðum í Hörgárdal, gagn-
fræðingur frá Möðruvallaskóla; síðar bæði barna- og
sundkennari. Arngrímur kom frá Ytra-Hvarfi í prent-
smiðjuna um áramótin 1904—1905. Hann var að miklu
leyti alinn þar upp hjá afa sínum og ömmu. Fundum
okkar Amgríms bar ekki fyrst saman í prentsmiðjunni,
sem telja hefði mátt eðlilegast, heldur var það í boði
hjá Björnssons-hjónunum, sem þannig vom nefnd, og
var þá átt við þau frú Ingibjörgu og Odd Björnsson,
húsbónda minn. Heimili þeirra var þá í húsi sunnan við
þáverandi Akureyrarkirkju og trjágarð þann, sem Jón
Chr. Stephánsson, smiður, faðir Svövu leikkonu, hafði
umsjón með. Hús þetta er nú bústaður Armanns skóg-
arvarðar Dalmannssonar, en talið er það reist af Hall-
grími, afa Hallgríms ljósmyndasmiðs Einarssonar. Það
sem mér er sérstaklega minnisstætt frá boði þessu er,
að þá sá ég Benedikt Jónsson frá Auðnum, föður Huldu
skáldkonu, í fyrsta og síðasta sldpti.
Arngrímur var bæði íþróttamaður og listfengur,
einnig hugkvæmur á marga lund; átti um sinn bæði
rottu og hrafn, sem hann fékkst við að temja. Minnis-
stæðust er mér rottan. Hún var orðin svo hænd að
fóstra sínum, að hann bar hana í vösunum, þegar hann
fór út í bæinn. Þess á milli geymdi hann hana í búri, í
svefnstofu sinni, uppi á prentsmiðjulofti, sem hann út-
bjó sem hentugast fyrir hana. Var oft gaman að horfa
á hana þar og atferli hennar. Meðal kunningja stakk
hann oft rottunni undir annan hvorn jakkaboðunginn
og rak hún þá fljótlega snjáldrið fram úr annarri hvorri
erminni. Um Arngrím mætti skrifa lengra mál, því að
hann kemur víða við sögu.
Pétur var sonur Ásgríms Péturssonar fiskimatsmanns
og fyrri konu hans. Hann lauk ekki námi. Fékkst við
kaupsýslustörf að því búnu; síðast í Hafnarfirði. Hann
kvæntist Margréti Guðlaugsdóttur sýslumanns Guð-
mundssonar.
366 Heima er bezt