Heima er bezt - 01.12.1960, Page 4

Heima er bezt - 01.12.1960, Page 4
SERA FRIÐRIK A. FRIÐRIKSSON: JOLIN Pf.ss f.r óskað, að ég lýsi jólum í Kanada og Bandaríkjunum, einkum meðal Islendinga. A þessum vesturslóðum hef ég átt þrettán minna jóla, þar af tólf í íslendingabyggðum. Ekki þarf að spyrja að því, að alls staðar þar, sem íslendingar vestra voru nógu fjölmennir til að hafa sjálf- stætt félagslíf og eigin söfnuði, héldu þeir um langan aldur jól sín alíslenzk að anda og formi. Enn gætir í þessu efni áhrifanna „að heiman“, a. m. k. í stærstu byggðunum. Jafnvel þar, sem íslenzkt félagslíf er mjög að þrotum komið eða þorrið með öllu — sakir bland- hjónabanda, brottflutninga og hrakandi íslenzkukunn- áttu — má fyrirfinna einstaklinga og fjölskyldur, sem hugsa og halda jól í íslenzkum anda, eftir því sem unnt er. Aðfangadagskvöld er þeim helgasti tími hátíðarinn- ar, eins og forfeðrum þeirra á Fróni. En frá upphafi hefur þetta þó verið talsverðum vand- kvæðum bundið. Landsvenjan vestra býr íslenzku jóla- haldi þröngan stakk, einkum að því leyti, að vestra er aðeins einn dagur jóla lögákveðinn helgidagur, þ. e. 1. jóladagur. Á aðfangadag eru sölubúðir opnar fram á nótt. Ánnar jóladagur er á sama hátt virkur og hvers- dagslegur. Aðeins þar, sem íslendingar hafa mátt sín nógu mikils félagslega, hafa þeir getað safnazt til aftan- söngs á aðfangadag og haft þá heimajól. En í dreifingu þeirra um alla Norður-Ameríku má enn hitta eldra fólk og miðaldra, sem leggur sig fram um þetta. Annars semja þeir sig að sjálfsögðu æ meir að háttum alþjóðar þar vestra um jólaundirbúning og jólahald. Alenn jólaskreyta heimili sín snemma, viku fyrir jól eða fyrr. Reynt er að hafa sem fegurst jólatré, og þeirra mun sjaldnast skortur. Gjarna er sett raflýst stjarna út í glugga, sem að aðalgötu snýr, en yfir húsdyrum er komið fyrir ljósletri, sem óskar vegafarendum gleði- legra jóla. Eins og á íslandi og um allan kristinn heim, eru jólin vestra tími ástvinaendurfunda, góðvildar og heimboða. Safnaðarfólk sækir jólamessur vel og talsvert slæðist með af fólki, sem eltld er í neinum söfnuði — en skilj- anlega er margt af slíku fólki í þjóðkirkjulausu landi. Almennt eiga menn mjög annríkt þennan eina jóla- dag, við að bjóða heirn, þiggja boð og rækja gamla og nýja vináttu. Mikið er um jólakort og vel til þeirra vandað. Þau eru tekin upp strax og þau ber að garði og raðað upp á hillur og vegglista, þar sem mikið ber á þeim. Með þessu er látið í ljós, að jólakveðjan sé mikils metin. Auk þess minnir hún þannig viðtakandann að staðaldri á sendandann. Mörg þessi jólakort eru mjög haglega gerð og falleg. Þegar rúm þrýtur á hillum og vegglist- um, getur málið vandazt. Þegar við hjónin vorum gestir frú Jakobínu Johnson, skáldkonu, í ársbyrjun 1958, sáum við hvernig hún hafði leyst vandann: Hún hafði tekið heilan vegg í húsi sínu undir jólakveðjurnar — og var ekkert að flýta sér að taka þær niður. Sumir segja, að vestra sé minna um jólagjafir og, sér- staklega, að þar sé minna lagt upp úr dýrum jólagjöf- um en hér á landi. Mjög efast ég um að þetta sé rétt. Verzlanir þar, ekki síður en hér, hafa bersýnilega mikla trú á aðventunni sem tíma óvenjulega góðra sölutæki- færa. Hlýtur reynslan þá að hafa sýnt, að fólk verji fé örlátlega til jólagjafa. Hér mætti athuga, þótt ekki komi greinarefninu beint við, að svo hátt sem um það er löngum haft, að kaup- menn geri sér jólin að féþúfu, þá verður ekki sann- gjarnlega að því fundið, að sá, sem gjöf vill gefa, eigi þess kost, að fá hana keypta. — Sú var tíðin, að allt jóla-tilhald var stranglega bann- að í Bandaríkjunum. En það er löngu liðin tíð. Púritanarnir svonefndu (,,hreintrúarmennirnir“), sem á 16. öld vildu hreinsa allar leyfar pápiskrar trúar og 448 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.