Heima er bezt - 01.12.1960, Page 11
vinnumenn prests inn í bæjarhús.
En |iar inni var fyrir liðstyrkur,
er hljcSp bakdyramegin út og kom
konungsmönnum í opna skjöldu
og þeim alveg að cív'örum. Voru
tveir þeirra felldir, en hinir særð-
ir og sumir mikið. Eftir þetta átti
ekki að liafa gróið um heilt milli
konungsvaldsins og Ögmundar
og hafi hann goldið þess síðar.
í Breiðabólstaðarkirkju hefur
verið til kaleikur, talinn gæddur
lækningamætti. Sjúkir, sem með-
tóku úr honum sakramentið urðu
heilir. Eluldumaður átti að hafa
gefið hann kirkjunni og á kaleik-
urinn að vera með svörtum bletti
á botninum til auðkennis. Sveinn
Pálsson fjórðungslæknir kann um
hann þá sögu að snemma á 18.
öld hafi maður einn á Norður-
landi tekið hugaróra mikla. Þótt-
ist hann stunda hólgöngur og
hélt að hann hefði komizt í tæri
við jarðbúafjölskyldu. Átti stúlka
þar að hafa fellt til hanS ástarhug,
Að ofan:
Gefið á stallinn.
Til liægri:
Núpur i
Úl-fljótshUð.
Heima er bezt 455