Heima er bezt - 01.12.1960, Síða 13

Heima er bezt - 01.12.1960, Síða 13
Var hún lesin upp við þrjár Fljótshlíðarkirkjur, þ. e. að Breiðabólstað, Teigi og Eyvindarmúla á 2. og 3. í hvítasunnu árið 1770, og er svohljóðandi: „Hér með festi ég og lögfesti undirskrifaður, eigin- konu mína, Hildi Pálsdóttur, og fyrirbýð í allra kröptu- legasta máta, eftir iagaleyfi, svo vel prestinum síra Magnúsi Einarssyni á Butru, sem hverjum öðrum, að hýsa hana eða heimila, burttæla eða lokka frá mér móti guðs og manna lögum og boðorðum. Því lýsi ég hana mína eign og eiginkonu, ef ég má óræntur vera, og til- býð henni samvist og samveru — í öllum kristilegum ektaskaparkærleika — á beggja okkar bólfestu, Snotru í Landeyjum; óska ég að sveitarmenn í Fljótshlíð flytji hana og færi til mín, hvar sem hitta kynnu, eins og til var sett og ráð fyrir gert á seinasta Kirkjulækjarmann- talsþingi. Þessari lögfestu til staðfestu er mitt undir- skrifað nafn og hjásett innsigli. Sveinbjörn Þorleifsson.“ Eins og getur hér að framan var Teigur í Fljótshlíð þá kirkjujörð. Prestur var þá síra Jón Þorláksson, en ekki mun honum hafa líkað vistin þar, hvort heldur það hefur verið vegna sóknarbarnanna, sem ætla mætti eftir framanskráðu að hafi verið hinir mestu ribbaldar, eða annarra orsaka vegna. Eftir síra Jón er þessi vísa: „Héðan í burt með friði ég fer fagnandi, þó ég þegi. Eg veit ei hvort að verra er í Víti eða í Teigi.“ Ýmislegt bendir til að Fljótshlíðingar hafi verið ójafnaðarmenn á þessu tímabili og herskáir á ýmsa lund. Þetta kemur frarn í fleiru en viðmóti þeirra við Jón Steingrímsson og prestinn á Teigi. Fáir brugðust jafnvel v ið tilmælum þáverandi stiftamtmanns að grípa til vopna ef óvinaher bæri að höndum, sem Fljótshlíð- ingar. Þeir virtust til alls búnir og 56 af íbúum hrepps- ins buðu sig fram undir vopn. Af þeim kváðust 33 ætla að berjast með ljáum, 16 með kylfum, einn ætlaði að lumbra á óvinunum með járnkarli, þrír með öðrum bareflum, einn kvaðst mundu nota spjótsmynd eins og hann orðaði það, en aðeins tveir töldu sig geta notað byssur. Þannig var her Fljótshlíðinga vopnum búinn fyrir nær 200 árum. Fljótshlíðin milli Breiðabólstaðar og Hlíðarenda, þessara tveggja höfuðsögustaða sveitarinnar, ber í meg- inatriðum sama svip, hallandi gróðurlendi frá hlíðar- brún á jafnsléttu, hvergi sér stein eða holt svo heitið getur, ekkert annað en gras — meira gras, endalaust gras. Þannig lítur landið út þegar horft er upp til hlíðar- innar, en það ber allt annan svip þegar skyggnzt er frá henni í áttina til Markarfljótsaura og handan þeirra — Eyjafjallajökuls. Upp úr aurunum miðjum rís einstakt, litskrúðugt fell. Stóra-Dímon kalla menn það, en hét Hliðarendi. áður Rauðuskriður — svo var það nefnt í Njálu. Skammt vestan við það er Gunnarshólmi. Þaðan átti Gunnar Hámundarson að hafa litið heim til Hlíðar- innar við brottförina í útlegðina, sá akrana bleika og slegin tún. Það varð til þess að Gunnar sneri aftur. Þess má geta að Njála nefnir hvergi Gunnarshólma og sennilega hefur hann ekki orðið til fyrr en í kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Hlíðarendi, bær Gunnars og Hallgerðar langbrókar, stendur á mörkum Inn- og Út-Fljótshlíðar. Hér breytir landið um svip. Dalurinn þrengist hið efra, klettaröð- ull fylgir Hh'ðinni inn á byggðarmörk, gróðrarlendið minnkar, bæjunum fækkar en svipur landsins vex.. Hlíðarendi er mestur sögustaður í Fljótshlíð. Hann er einn þeirra sögustaða landsins, sem hvað mestur ljómi stafar af, á áþekkan hátt og meiri Ijómi stafar af Gunnari Hámundarsyni og afrekum hans heldur en flestra annarra hetja sögualdarinnar. Lýsing Njálu á honurn er einstæð. Glæsilegri og gæfulegri mann á að líta gat ekki á öllu íslandi. Hann var afbragð annarra manna að vígfimi og íþróttum, auk þess drenglundaðri en flestir aðrir og seinn til vandræða. Samt höguðu ör- lögin því þannig að Gunnar á Hlíðarenda varð fleiri mönnum að bana en flestir Islendingar fyrr og síðar. Hallgerði húsfreyju var lýst á aðra íund. Hún var kona blendin, heiftrækin og grimm. Hún var í senn metnaðargjörn, harðlynd og hefnigjörn, þó í ýmsu mikilhæf, og kvenna fríðust var hún talin. Tvö örlagarík atvik ske í sambúð þeirra hjóna á Hlíðarenda, sem valda giftumissi Gunnars. Hið fyrra þegar Gunnar laust Hallgerði kinnhest fyrir matar- stuld í Kirkjubæ. Það síðara þegar Hallgerður neitaði bónda sínum um lokk úr hári sínu — lá líf hans þó við. „Þá skal ég nú,“ sagði hún, „muna þér kinnhestinn, og hirði ég aldrei hvort þú ver þig lengur eða skemur.“ Hér eru mikil örlög skráð í fáum dráttum. Heima er bezt 457

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.