Heima er bezt - 01.12.1960, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.12.1960, Blaðsíða 16
Enda þótt Fljótshlíðin sé ein gráðursœlasta sveit íslands og grasgefnasta og rœktunarmöguleikar nær ótamandi, hafa menn allt til þessa dags notazt þar við frumsteeð áhöld við heyskap, eins og orf og Ijá. varða í sérstökum minningarlundi. Bjarna hafa þeir sett útundan. í Hlíðarendakoti var samtíma Þorsteini skáldi mað- ur að nafni Jón Jónsson, á sínum tíma landskunnur maður, og gekk undir nafninu Jón frá Hlíðarendakoti. Hann þótti afbragð annarra manna að líkamlegu atgervi og glæsileik, enda hraustmenni mikið og þaulvanur ferðagarpur. Brezki rithöfundurinn og Islandsvinurinn, WiIIiam Morris, hafði hann jafnan til fylgdar á ferðum sínum um ísland og bar til hans mikið traust. En Jóni var fleira til lista lagt heldur en ferðast. Hann lét sig fiskveiðar við íslandsstrendur miklu skipta og skrifaði um þær í blöð, auk þess sem hann skrifaði tvo ritlinga um sama efni. Er ekki úr vegi að ætla að það séu einhverjar fágætustu bækur, sem nokkru sinni hafa verið gefnar út á íslandi um fiskveiðar. Er það þó varla sökum ágætis og að fólk hafi lesið þær upp til agna af þeim sökum, heldur vegna hins að almenning- ur hefur talið þær bezt geymdar í eldinum. í þessum skrifum sínum kemst Jón að ýmsum furðulegum nið- urstöðum m. a. þeirri að allur fiskur í sjó sé runninn undan Vogastapa. Fyrir annað varð Jón í Hlíðarendakoti þó enn kunn- ari um daga sína og það var fyrir sjúklegan ótta við útilegumenn. Sótti hann til Alþingis um fjárstyrk til þess að leita uppi útilegumannabyggðir í öræfum og auglýsti auk þess í blöðum eftir liðstyrk til að herja á þessa fjandsamlegu manntegund og stórþjófa. Lítið varð Jóni ágengt í þeim efnum og fannst það bera vitni um fádæma sinnuleysi og þröngsýni meðal ráða- manna þjóðarinnar. Við þetta fylltist hann beiskju. Hugmyndir Jóns um útilegumennina eru býsna und- arlegar og koma nútímamanninum fáránlega fyrir sjón- ir. Hann hélt því fram að byggðir þeirra væru við Stórasjó og í Köldukvíslarbotnum. Hann telur þá vera ramgöldrótta og að þeir verði ekki sóttir öðruvísi en að ríða að þeim gandreið. Gandreiðin tæki 5 klukku- stundir úr Reykjavík og austur undir Vatnajökul. Og afturhlaðningar væru einu vopnin sem dygðu á þenn- an óþjóðalýð. Ekki þýddi að skjóta kúluskotum á þá, því þeir voru klæddir peysum sem kúlurnar hrykkju af. Gandreiðarmennina yrði að fá vestan úr Arnarfirði, því í öðrum landshlutum kynnu menn ekki til slíkra hluta. Jón veit einnig nákvæm deili á fyrirliða þeirra úti- legumanna. Hann heitir Kolur, er þrjár álnir og tíu þumlungar á hæð og vegur 280 pund. Kolur fór oft verzlunarerinda til Reykjavíkur og fór þá gandreið. Hann var ramgöldróttur, hafði sagnaranda og huliðs- hjálm, þess vegna sást hann aldrei á götum Reykjavík- ur, en þeim mun oftar inni í verzlunum. Hann hefur þrjá varghesta sem þjóta upp Bakarabrekkuna. Að- drættir hans eru jafnan tíu hestburðir í hverri verzlun- arferð, sem allt er flutt á gandreið inn í útilegumanna- byggðirnar. Kolur drekkur oft fjóra potta af brenni- víni á dag og fer um fjöll og firnindi ríðandi á gand- reið og hefur kvenfólk hvar sem hann getur eins og „djöfulóður andskoti“. Flestum okkar mun koma það undarlega fyrir sjónir að maður sem lifði fram á 20. öld skuli hafa haldið þvílíkum bábiljum fram í fullri alvöru. Þó má segja Jóni í Hlíðarendakoti það til nokkurrar afsökunar og vorkunnar að um svipað leyti og hann fæddist var dóm- ur felldur yfir tveimur mönnum í Rangárþingi fyrir tilraunir þeirra til að leggjast út. Höfðu þessir náungar stolið bæði hestum og kindum og lögðu að því búnu leið sína með hafurtask sitt upp á Eyjafjallajökul í þeirri fullvissu að finna þar heilan dal með útilegumanna- byggð. Ætluðu þeir að leita á náðir þessara útilegu- manna og bindast samtökum við þá. En dalinn í jöklin- um fundu þeir hvergi og útilegumennina ekki heldur. Urðu þeir þá að hrökklast til byggða á nýjan leik, en voru þá gripnir og dæmdir. Var annar þeirra dæmdur til 5 ára betrunarhússvistar, en hinn til þrefaldrar kag- hýðingar. Þegar kemur inn fyrir Hlíðarenda má segja að Hlíð- in einkennist öðru fremur af klettaröðlinum, sem ligg- ur eftir henni endilangri, svo til á leiðarenda og lækjum og ám, sem fossa niður bergið, eða skera sig gegnum það ,eins og einkum verður áberandi þegar innar dreg- 460 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.