Heima er bezt - 01.12.1960, Page 17
ur. Sú áin sem fyrst blasir við sjónum manns heitir
Merkjá og fellur hún í fögrum fossi fram af klettabrún-
inni. Dregur hann nafn af ánni og heitir Merkjárfoss.
Hann er að því leyti sérkennilegur að hann fellur í
tveim áföngum niður. Neðarlega í berginu er berghaft
með nokkrum raufum, sér í fossinn gegnum þær. Sum-
ir kalla hann af þessum sökum Gluggafoss.
Um Merkjá er sú saga sögð, að þegar Bjarni Thorar-
ensen var lítill drengur í föðurgarði á Hlíðarenda hvarf
hann eitt sinn heiman að frá sér og fannst ekki í nokkra
daga. Var hans ákaft leitað og fannst loks langt uppi á
heiði við Merkjá. Sat hann þar uppi á hárri klettasnös
með rauða húfu á höfði. Sat hann svo hátt uppi á snös-
inn að menn héldu í fyrstu að þetta væri örn. Bjarna
sagðist sjálfum svo frá að sér hafi fundizt móðir sín
leiða sig þangað upp, og var kennt um hyllingum álfa.
„Merkjá, er bregður í bugður
bláar, fegurst áa,“
kvað Bjarni síðar.
Steinsnar fyrir innan Merkjá er Múlakot. Sá staður
hefur hin síðari ár orðið landskunnur fyrir ræktunar-
störf húsráðenda, einkum var það Guðbjörg húsfreyja
Þorleifsdóttir, sem gerði garðinn frægan. Sótti hún sér
sprota af reyniviðarhríslu stórri í svokölluðu Naut-
húsagili, handan Markarfljótsaura, og gróðursetti í
heimagarði. Þetta var stofninn. Nú eru þar hávöxnustu
og beinvöxnustu tré sem til eru við íslenzkan sveitabæ
og gróðursetningarstarf Guðbjargar rómað um land
allt. Samhliða garði hennar er annar garður sem mót-
býlismaður Guðbjargar kom upp og stendur hinurn lítt
að baki. Sá lundurinn, sem þó er skoðunarverðastur í
Múlakoti, er enn ótalinn. Hann er verk Skógræktar rík-
isins og yngstur þessara þriggja garða. Upphaflega var
þarna plöntuuppeldi, en brátt kom í Ijós að landrýmið
var ekki nægilegt. Var það þá flutt að Tumastöðum,
sem eru neðar í sveitinni, og þar er nú stærsta plöntu-
uppeldisstöð Skógræktarinnar hér á landi. Byrjað var
á græðireitnum þar árið 1944 og 16 árum síðar sendir
græðireiturinn árlega frá sér um hálfa milljón plantna.
Er í ráði að stækka stöðina á Tumastöðum til muna.
í lundi Skógræktarinnar í Múlakoti, en þar voru
fyrst gróðursettar trjáplöntur árið 1938, gefur að líta
margar trjátegundir og runna, sem lítið sjást á íslandi.
Er undarlegt hvílíkum þroska þær hafa náð og höfðu
sum trén náð um eða yfir 10 metra hæð á rúmlega 20
árum.
Sennilega er hvergi í Fljótshlíð jafn mikil náttúru-
fegurð, jafn skjólsælt og hlýlegt sem í Múlakoti, enda
hefur það um langt skeið verið áfangastaður ferða-
manna, útlendra sem innlendra, og þar lá oftast leiðin
í Þórsmörk, á meðan ekki var unnt að komast þangað
öðru vísi en á hestum. Sú rómantík er liðin.
Bæjarstæði næstu bæja innanvert við Múlakot eru
einnig rómuð fyrir náttúrufegurð. Þrír bæir standa þar
í þyrpingu, Árkvörn, Eyvindarmúli og Háimúli, en
skammt innar eru Bleiksárglúfur, örmjó rauf sem
Bleiksá hefur meitlað um árþúsundir í gegnum bergið.
Móhella er berglagið í þessari jörð og vatni veitist til-
tölulega auðvelt að grafa sig í gegnum hana.
Bleiksárgljúfur eru svo sérkennilegt fyrirbæri að fáir
þess líkar finnast á öllu landinu. Það er ekki aðeins
sökum dýptar — en gljúfrin eru hyldjúp — heldur, og
öllu fremur, vegna þess hve þau eru þröng. Á þrem
stöðum má stökkva yfir þau, auðveldast á neðsta hlaup-
inu, erfiðara á miðhlaupinu, en erfiðast og hættulegast
efst. Þar er það ekki talið fært nema fráleiksmönnum
og ekki vitað nema um tvo menn sem hafa leikið það,
báðir með byrði í fanginu. Annar þeirra var Sigurður
Gottsveinsson, sem alræmdur varð fyrir hlutdeild sína
í Kambsráninu forðum. Hann þótti yfirburðamaður að
líkamlegu atgervi, sama á hvaða sviði sem var. Hann
var eitt sinn vinnumaður í Eyvindarmúla og stökk þá
yfir efsta hlaupið með viðarbagga í fanginu.
Hinn maðurinn sem lék þetta eftir var Páll Sigurðs-
son sem bjó í Árkvörn á öldinni sem leið og var um
skeið þingmaður Rangæinga. Hann var fræknleika-
maður mikill, og eitt sinn er hann var á ferð með
Bleiksá, stökk hann yfir á efsta hlaupinu og bar þó
bæði byssu og hvannabagga.
Verr fór fyrir Páli Pálssyni, ungum og efnilegum
syni Páls alþingismanns í Árkvörn. Eitt sinn þegar hann
var með öðru fólki á leið meðfram ánni, tók hann undir
sig stökk á miðhlaupinu og komst yfir. Óaði sam-
fylgdarfólki Páls þessi fífldirfska hans og bað hann að
fara ekki sömu leið til baka. Hann sinnti því engu, en
mun eitthvað hafa fipazt. Hann náði með fingurgóm-
unurn í bergbrúnina, en fékk ekki haldið sér unz hjálp
bærist og hrapaði. Það varð hans bani. Áköf leit var
gerð að líki Páls og menn fengnir til að síga niður í
gljúfrið, það gekk illa að finna það, en tókst þó að
lokum. Þannig urðu örlög hins unga og efnilega al-
þingismannssonar frá Árkvörn.
Fvrir innan Bleiksárgljúfur eru aðeins tveir bæir í
Fljótshlíð, Barkarstaðir og Fljótsdalur. í Njálu er talað
um bæinn Þórólfsfell, sem átti að hafa staðið innstur
bæja í Fljótshlíð. Þaðan var Njáll, og þar virðist hann
hafa haft búskap, enda þótt sjálfur dveldist hann á Berg-
þórshvoli. „Njáll fór upp í Þórólfsfell ok synir hans
að skipa þar til bús,“ segir í Njálu.
Sunnan í Þórólfsfelli heita Streitur, en neðar í því
hellir, nafnkunnur nokkuð og heitir Mögugilshellir.
Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni að hellir þessi
eigi engan sinn líka á fslandi, hvorki sakir legu né efnis
þess, sem hann er gerður af. Eggert segir að kletturinn,
sem hellirinn sé í, sé jaspiskenndur eða úr dökkblárri
tinnu. Hann segir að hellismunninn liggi tvær álnir frá
jörðu, hann sé mjög þröngur og snarbratt inn úr hon-
um, svo að torvelt sé að komast inn í hellinn. Hellis-
gólfið er glerhált og hallar inn. Hellirinn er húðaður
fíngerðri, blágrárri glerungshúð, en loftið alsett dropa-
steinum.
AHð Þórófsfell er gróðurríki Fljótshlíðar að heita
Heima er bezl 461