Heima er bezt - 01.12.1960, Blaðsíða 19
Þverá. Sá hann, ásanit fleiri mönnum, sem með hon-
um voru, allt í einu koma stórar gusur og boðaföll í
Þverá, rétt eins og hvalur lægi þar fastur á grynning-
um og væri að reyna að losa sig. Þessi hamagangur stóð
yfir í nokkrar sekúndur, segir Sveinn, en hætti síðan
um stund. Um leið sáu þeir félagar þrjá eða fjóra svarta
hausa eða skanka gægjast þegjandi og hljóðalaust upp
úr vatninu. Eftir stundarkyrrð hófst sami hamagangur-
inn á nýjan leik og þannig gekk þetta koll af kolli í
um það bil stundarfjórðung. Ferlíki þetta var á að gizka
8—10 faðmar á lengd. Langaði Svein til að kanna þetta
nánar, en gat ekki komið því við sökum annríkis.
Sveinn Pálsson kann fleiri sögur af skötunni í Þverá.
Hann segir frá manni sem var að ríða Þverá, er hestur-
inn hnaut með hann úti í miðri ánni. Hann náði taki í
faxi hestsins og það bjargaði lífi hans, því botninn var
svo háll að engin leið var að standa á fótunum. Var
það því líkast sem hann stæði á lagardýri eða skriplaði
á skötu. Eftir Vigfúsi sýslumanni á Hlíðarenda er og
haft að hann hafi séð undarlegt dýr í Þverá. Skaut það
þrem skönkum, kryppu og haus upp úr vatninu og
barst síðan hægt og sígandi niður ána. Þetta sá einnig
drengur, sem var í fylgd með sýslumanni.
Eiríkur Ólafsson frá Brúnum, sem kunnur er fyrir
Mormónarit sín og fleira taldi sig eitt sinn hafa séð
skrímsli í Markarfljóti og hafi það líkst hvað mest skötu
í útliti. Var það á leið hans yfir ána og taldi Eiríkur
vænlegast fyrir sig að hverfa aftur og leita að nýju vaði.
Þá er þjóðsaga til um mann, sem var á ferð yfir
Markarfljótsaura í náttmyrkri. Þegar hann var kominn
yfir nokkurn hluta Markarfljóts spyrnir reiðskjóti hans
allt í einu við fótum og engin leið að koma honum
áfram. Frýsar hann og lætur illa. Maðurinn tekur þá
að athuga nánar af hverju þetta stafi og virðist honum
þá sem á eyrinni fyrir framan sig liggi ferlíki eitthvert
og sýndist honum tindra úr því eldneistar. En hvernig
sem maðurinn ætlaði að breyta um stefnu til þess að
komast í einhverja átt burt af eyrinn var ókindin alltaf
komin í veg fyrir hann og varnaði honum ferðar. Við
þetta fauk í manninn. Hann reiddi klaufhamar fyrir
framan sig á hestinum og með honum barði hann af
því afli sem hann mátti í ferlíkið. Við það hvarf það
en maðurinn fékk haldið ferð sinni áfram.
Það eru fleiri vágestir en Markarfljót og Þverá, sem
sótt hafa Fljótshlíðinga heim og valdið á henni spjöll-
um. Einn þeirra vágesta er Eyjafjallajökull — jökul-
hvelið fagra handan Markarfljótsaura. Þar hefur eldur
tvívegis brunnið svo sögur fari af, árin 1612 og 1821—
22. Pólskur ferðalangur, Daniel Streyc að nafni, var
staddur á íslandi þegar jökullinn gaus hið fyrra skiptið.
Hann lýsir því þannig:
„Fyrst gengu þrumur og eldingar án afláts í þrjá
daga, og það svo ákaft eins og verið væri að skjóta með
stærstu fallbyssum; síðan komst allt fjallið á hreyfingu,
og logandi eins og steypujárn rann það með ógurleg-
um hávaða og hræðilegum þrumum niður í breitt vatn,
nærri 30 feta djúpt, sem þar var rétt hjá, og fyllti það
alveg með möl og hraungrjóti, en sjálft vatnið varð
allt að gufu.“
Rétt í árslok 1821 hófst eldgos i Eyjafjallajökli að
nýju og stóð nokkuð fram á næsta ár, án þess þó að
valda tilfinnanlegu tjóni í Fljótshlíð eða annars staðar.
Magnús Stephensen segir í bréfi að „jökullnn hafi gos-
ið biki, vikri og brennisteini — lítilfj örlega — einungis
kónginum til æru og gleði“.
Samt munaði minnstu að flóð, sem kom úr jöklin-
um við þetta eldgos yrði afdrifaríkt fyrir Fljótshlíð-
(Framhald á bls. 474.)