Heima er bezt - 01.12.1960, Side 20

Heima er bezt - 01.12.1960, Side 20
Lífið í loítinu Fyrir um það bil einni öld var sú skoðun útbreidd manna á meðal, að ýmsar farsóttir bærust uni meðal manna í loftinu, og það langar leiðir. Þannig héldu menn t. d. að drepsótt eins og kólera breiddist út. Þetta leiddi til þess, að tekið var að kanna andrúmsloftið allnákvæmlega í von um að finna slíkar sóttkveikjur. Sú leit varð þó neikvæð í því efni, og er það nú fullsannað talið, að engar sóttkveikjur, er valda sjúkdómum í mönnum eða dýrum, fái borizt langar leiðir í loftinu. Hins vegar kom það í ljós, að fjarri fer því, að loftið sé snautt af lífrænum ögnum eða Iífverum. Þar er þó einkum um að ræða frjó blóm- plantna, gró blómleysingja, frumdýr og grókenndar agnir þeirra, ásamt bakteríum. Og þótt eiginlegar sótt- kveikjur fyndust ekki, þá veldur margt af þessu smá- dóti kvillum. Þannig stafar heymæði og andþrengsli ásamt ýmsum fleiri ofnæmiskvillum af plöntufrjói í loftinu, og margir plöntusjúkdómar berast óravegu um loftleiðir, eins og haldið var um farsóttir okkar mann- anna. Enn skortir þó allmikið á, að þessir hlutir séu full- kannaðir, og allt um tækni nútímans er rannsóknarað- ferðum í þessum efnum enn áfátt á marga lund, og verður það ekki rakið hér, en einungis drepið á nokkur helztu atriði þess, sem kunnugt er um lífagnirnar í andrúmsloftinu, fjölda þeirra og dreifingu. Neðstu loftlögin. í neðstu loftlögunum, næst jörðu, er að jafnaði rnest af bakteríum og sveppagróum. Unt hásumarið, þegar blómgun plantnanna stendur sem hæst verður þó frjó- duft sumra tegunda, svo mikið í neðstu lögunum, að þáð fer fram úr bakteríunum að efnismagni, en ekki að agnafjölda. Nálægt 90% allra blómplantna frævast með hjálp skordýra. (Hér á landi eru þó hlutfallið annað og tiltölulega miklu fleiri vindfrævunarblóm.) Það er því einungis einn tíundi hluti allra plantna, sem sáir frjói sínu út í loftið, til að dreifast með vindi. En þótt þær séu ekki fleiri en þetta, veldur frjóduftið í loftinu ótrúlega mildum þjáningum og óþægindum, því fólki, sem þjáist af ofnæmi gegn sumum tegundum frjós. Og rannsóknir hafa sýnt, að víða um lönd er heilsufar þessa fólks allnákvæmur mælikvarði á frjó- magnið í loftinu á hverjum tíma. í mörgum löndum tempraða beltisins eru þrjú frjótímabil yfir sumarið. Fyrst á vorin þyrla reklatrén frjói sínu út í loftið áður en laufgun þeirra hefst, en nokkru seinna hefst frævun barrviðanna, en þó svo snemma, að kalla má að frævun þessara trjáa sé samferða. Svo virðist, að menn séu yfir- leitt ónæmari gagnvart trjáfrjói en frjói annarra plantna. Hér á landi gætir þessa frjós ekki mikið, nema ef vera skyldi í námunda við birkiskógana, og í þéttbýli bæj- anna, þar sem mikið er af trjágörðum. Nokkru seinna, en þó snemma sumars, er frævunar- tími grasanna, en það er reynslan, að frjó þeirra þolir fólk verst, og loks er það að áliðnu sumri, að loftið fyllist blönduðu frjói ýrnissa tegunda, og gætir þar einkum ýmiss konar illgresis, sem fylgir manninum og byggð hans eftir. Varla getur mikið kveðið að því hér á Iandi. Af tæknilegum ástæðum er ijlkleift að segja með vissu um fjölda baktería í lofinu, né gera traustan sam- anburð á þeim og fjölda sveppgróanna. Aðferðin, sem mest er notuð, er sú að safna þessum ögnum og láta þær gróa. Kemur brátt í ljós, hvaða tegundir um er að ræða, og hversu mikið er af þeim, en þó er sá ljóður á þeirri aðferð, að enginn fær vitað hversu rnargar bakteríur eða gró eru dauð eða ógróhæf af þeim, sem falla til jarðar. Reynt hefur verið að telja sýnileg svepp- gró, og við endurteknar tilraunir í Bretlandi hefur komið í Ijós, að mest er af gróurn sveppa, sem Clado- sporium nefnast, þeir lifa aðallega á rotnandi plöntu- leifum. í einum rúmmetra lofts fundust 5800 gró af þessum sveppum. Næst að fjölda voru gró þeirra sveppa, er Sporobolomyces heita, en þeir lifa á visnandi blöðum lifandi plantna, voru þau 4400, en auk þess voru gró fjölmargra annarra tegunda. Þar á meðal sníkjusveppagró, er valda sjúkdómum á plöntum, svo sem ryð-, brand- og blaðmyglusveppir. En mergð gróa þeirra er breytileg á ýmsum tímum sumarsins. Tölur þær, sem nefndar voru, eru meðaltölur, en komið hefur fyrir í einstökum talningum, að gró áðurnefndra sveppa hafa skipt hundruðum þúsunda, eða jafnvel náð einni milljón í einurn ríimmetra lofts. Auk þess, sem þegar er talið, hafa fundizt frumdýr, þörungagró einkum græn- og blágrænþörunga, slím- 464 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.