Heima er bezt - 01.12.1960, Síða 24
Nokkrar kirkjur í Danmörku eru margra alcla gamlar byggingar. Dómkirkjan í Ribe er frá miðri 12. öld. Hún
hefur oft verið endurbœtt og endurbyggð að nokkru leyti vegna brunatjóns. Borgin Ribe er oft kölluð „Storka-
bœrinn“. Mikil mergð storka verpir þar á húsþökum. Storkahreiður er á kirkjuþakinu.
|)ví að fremur fátt fólk var í þessari stóru kirkju. Strax
og ég var setztur kom meðhjálparinn með sálmabók
og fékk mér. Ung kona teygði sig yfir öxl mér, úr
næsta sæti fyrir aftan mig, og spurði um númerin á
sálmunum. Hún sagðist vera svo nærsýn og sæi því
ekki tölurnar á töflunni.------
Hvílík umskipti! Til kirkjunnar hafði ég komið
þreyttur og einmana, en nú var ég eins og gestur á
góðu heimili. Ég var ekki lengur einmana. Ég var einn
af söfnuðinum. Ég fann til öryggis og hlýju í þessu
sönufræoa suðshúsi, og mér fannst allir vera mér vin-
D D D 1 D
veittir og hlýir.
Ekkert man ég úr ræðu prestsins, en söngurinn var
hátíðlegur og bjart yfir guðsþjónustunni. Sum sálma-
lögin þekkti ég, og kunn sálmalög í ókunnri kirkju,
voru mér meira virði en áður. Það var eins og að hitta
kæran vin í ókunnu landi.
í lok messunnar tilkynnti presturinn, að nú yrðu
skírð í kirkjunni sex börn, og óskaði hann þess, að þeir
kirkjugestir, sern ekki vildu bíða meðan skírnin færi
fram, færu þá strax út á meðan sálmurinn var sunginn,
svo að umgangur um kirkjuna truflaði ekki hina helgu
athöfn — barnaskírnina. Mæður barnanna héldu þeim
undir skírn. Var það fögur sjón, er þessar sex ungu
mæður röðuðu sér í hálfhring framan við prestinn,
með hvítvoðungana á örmum sér. Aldrei er kona feg-
urri en þegar hún, glöð og sæl, ber barn sitt á armi.
Presturinn gekk á röðina og skírði börnin, hvert
eftir annað. Nöfn barnanna eru mér gleymd, en mæð-
urnar ungu með börnin sín frarnan við altarið, eru mér
Ijóslifandi í minni.
Á meðan messan stóð yfir hafði breytt veðri. Nú
var orðið hlýtt og bjart yfir, og borgin með allt öðr-
um svip, en þegar ég steig út úr lestinni. Ég kynnti
mig fyrir meðhjálparanum, og bað hann að sýna mér
kirkjuna. Eitthvað af kirkjufólkinu stanzaði hjá okkur
og talaði við kirkjugestinn frá íslandi, og tveir eða
þrír vildu fá að vera með að skoða kirkjuna.
Á leiðinni upp í turninn sagði meðhjálparinn mér
ágrip af sögu kirkjunnar.
Talið er að dómkirkjan í Ribe sé önnur kirkjan, sem
byggð var í Danmörku, um 860, þegar Ansgar kristni-
boði boðaði kristna trú um Norðurlönd. Fyrsta kirkj-
an var víst byggð skömmu áður í Heiðarbæ í Slesvig.
Talið er að hluti af núverandi dómkirkju í Ribe sé
bygður um miðja 12. öld, en nokkrum sinnum hefur
eídurinn herjað á kirkjuna, en jafnan hefur kirkjan
verið endurbyggð og er nú eitt veglegasta guðshúsið í
Danmörku.
Ekki veit ég hvort mér hefur tekizt nteð þessari fá-
tæklegu frásögn minni, af kirkjugöngunni í Ribe-dóm-
kirkju, að gera lesendur mína þátttakendur í gleði
minni og hamingju með kirkjugönguna, en ég vildi
vekja athygli á þeirri staðreynd, — sem margir viður-
kenna ekki — jafnvel ekki fyrir sjálfum sér, — að kirkj-
an er mörgum meira tákn friðar og hamingju, en menn
468 Heima er bezt