Heima er bezt - 01.12.1960, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.12.1960, Blaðsíða 25
láta uppi í daglegu tali. En þessi tilfinning virðist fal- in í djúpi hugans, og ef eitthvað bjátar á, þá skýtur hún upp kollinum. — Jakob Thorarensen skáld segir svo í kvæði sínu urn Jökulsá á Sólheimasandi: „Einhver beygur orkar því, allt hvað vökna sokkar, að gegnuni þóttann grisjar í guðræknina okkar.“ Svona er það með kirkjuna. I skjól hennar flýðu menn á Sturlungaöldinni í von um það, að þar yrði þeim þyrmt og gefið líf. — Einmana manni á ókunn- um stað er kirkjan líka öryggi og skjól í vinalausum ókunnum stað. Að lokum vil ég segja hér stutta sögu, er gerðist í fyrri heimsstyrjöld á árunurn 1914 til 1918. Skýrir hún ef til vill betur en mörg orð, að kirkjan er tákn menn- ingar og friðsældar, hvar sem er um víða veröld. Flugmenn yfir Kyrrahafseyjum villtust af leið. Tæki þeirra voru biluð og þeir náðu ekki sambandi við neina flugstöð. Þeir vissu ekkert í hvaða átt þeir flugu og benzínbirgðir þeirra voru á þrotum. Þá komu þeir auga á óþekkta eyju, sem enginn þeirra kannaðist við. Þeim virtist mögulegt að nauðlenda þar á sjólausri vík. En hvernig yrði þá aðkoman í landi? hugsuðu flugmenn- irnir. Þeir héldu sig vera á þeim slóðum, sem þeir töldu að reglulegir villimenn byggðu, og hvað ætli yrði um þá, ef þeir fyrirhittu á eynni herskáa villimenn, eða jafnvel mannætur? En þá komu þeir auga á litla kirkju í friðsælu, litlu þorpi skammt frá ströndinni. Um leið hvarf þeim allur ótti. Nú var ekkert hik á þeirn að reyna nauðlendingu. Kirkjan var tákn menningar og mannkærleika. Þarna myndu þeir fá ágætar móttökur. Nauðlendingin tókst vel og flugmönnunum varð að trú sinni. A eyjunni bjuggu kristnir menn og móttök- urnar voru hlýjar. Nú líður að jólum. Á jólunum er jólabirta í öllum kirkjum um víða veröld. Jólaguðspjallið, — sagan um fæðingu frelsarans — er þá lesið í hverri kirkju og hef- ur svo verið gert um 19 alda bil, og enn er sú saga jafn nv og hugljúf.-----Sú saga fyrnist aldrei. GLEÐILEG JÓL! Stefán Jónsson. Bréfaskipti Kristjana Vilborg Ketilsdóttir, Kollavík, Þistilfirði, pr. Þórshöfn, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldr- inum 11—13 ára. Rósbjörg H. Jónasdóttir, /érossavík, Þistilfirði, pr. Þórs- höfn, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrin- um 12—16 ára. Sœberg Jóhannesson, Ytri-Tungu, Staðarsveit, Snæf., óskar eítir bréfaskiptum við unglinga á aldrinum 14—16 ára. A- hugamál: Frímerkjasöfnun. Aðalheiður Á. Jóhannsdóttir, Eiði, Langanesi, N.-Þing., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 15 — 17 ára. Berglaug Jóhannsdóttir, Eiði, Langanesi, N.-Þing., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—20 ára. Ingi Ragnar Asmundsson, Skálanesi, Seyðisfirði, N.-Múl. óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 20—25 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi. Guðrún Kristinsdóttir, Garðshorni, Skagahreppi, A.-Hún. óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—25 ára. Hafsteinn Aðalsteinsson, Húsatúni, Haukadal, Dýrafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—13 ára. Mynd fylgi. Ingibjörg Skúladóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún. óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára. Margrét Guðmundsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún. óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Jóna Guðmundsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún. óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 12—14 ára. Mynd fylgi. Inga Seemundsdóttir, Eyri, Gufudalssveit, A.-Barð. óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—17 ára. Mynd fylgi bréfi. Höskuldur Ragnarsson, Hrafnabjörgum, Arnarfirði, V.-Is., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16-22 ára. Guðmunda G. Olafsdóttir, Svanshóli, Bjarnarfirði, Stranda- sýslu óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldr- inum 19—22 ára. • • VILLI • • • • •

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.