Heima er bezt - 01.12.1960, Page 28
„Þitt líf í veði er,“ endurómar í sál Halls, og það er
sem þau orð séu töluð beint til hans á þessari stundu.
Hann finnur undurheitan klökkva gagntaka sál sína,
og liðin ævi svífur eins og sjónleikur gegnum vitund
hans. Já, víst er líf hans í veði, haldi hann áfram á sömu
braut sem undanfarin ár. Hvað á hann að gera? En
söngurinn hlómar enn í eyrum hans:
Ég kom til Jesú. Örþyrst önd
þar alla svölun fann.
Hjá honum drakk ég lífs af lind,
mitt líf er sjálfur hann.
Er þetta hið eina rétta svar? Finnur hann aðeins við
þá lífsins lind hina sönnu svölun og frið, — en annars
staðar ekki?
Sálmurinn er á enda. Hallur situr fyrst sem í leiðslu,
og knýjandi spurningar streyma fram í sál hans. Hann
þráir að finna fullnaðar svar. En brátt rís söfnuðurinn
úr sætum, og Hallur fylgist með. Rödd séra Ástmars
hljómar frá altari Drottins, og hann les hugleiðingar-
efni dagsins, sem skrifað stendur í Mattheusar-guð-
spjalli 11. kap. 25.—30. v. og hljóðar þannig:
— Á þeim tíma tók Jesú til máls og sagði: — Ég veg-
sama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hul-
ið þetta fyrir spekingum og hyggindamönnum, og op-
inberað það smælingjum. Já, faðir, þannig varð það,
sem þér er þóknanlegt. Allt er mér falið af föður mín-
um, og enginn gjörþekkir soninn nema faðirinn, og eigi
heldur gjörþekkir nokkur föðurinn nema sonurinn, og
sá er sonurinn vill opinbera hann. Komið til mín allir
þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og ég mun veita
yður hvíld. Takið á yður mittt ok og lærið af mér, því
ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá skuluð þér
finna sálum yðar hvíld, því að mitt ok er indælt, og
byrði mín létt. —
Enn finnst Halli sem þessi orð séu töluð beint til sín,
og hann drekkur þau í sál sína og finnur unað þeirra
gagntaka sig. Hann sezt aftur í sæti sitt og lýtur höfði.
í helgidómi Drottins hefur hann fundið hina einu
sönnu svalalind, og sál hans, sek og þreytt, krýpur í
iðrun og hljóðri bæn á þessari stundu að þeirri lind og
öðlast þar langþráða svölun og frið. — Blessaður sé
drengurinn hans, sem bað hann að koma með sér til
kirkjunnar í dag og leiddi hann hingað. Hér hefur
hann fengið fullnaðar svar.------
Messugerðinni er lokið, og söfnuðurinn gengur út
úr kirkjunni. Prestshjónin bjóða Halli og fjölskyldu
hans að fylgjast með þeinr heim og drekka þar síð-
degiskaffi. Hallur tekur því boði með þökkum. Hann
langar til að ræða nánar við séra Ástmar.
Það er eins og prestshjónin finni af eigin hyggjuviti,
hvað honum hentar bezt. Strax er þau koma heim,
biður frú Eygló Rögnu að koma með börnin fram í
eldhúsið til sín, meðan hún framreiði kaffið. Ragna
tekur því með fögnuði, en séra Ástmar býður Halli að
ganga með sér til stofu.
Hallur fylgdist með prestinum inn í stofuna, og þeir
taka sér sæti. Síðan lítur séra Ástmar á Hall og segir
glaðlega:
— Konan mín verður ekki lengi að framreiða kaffið,
og svo ek ég með ykkur heim, þegar þið viljið.
— Ég þakka þér fyrir, en okkur liggur ekkert á.
Hallur ætlar að segja meira, en hann veit ekki í fyrstu,
hvernig hann á að haga orðum sínum, og er því þögn
í nolckur andartök. En svo brjótast orðin fram af vör-
um hans:
— Þetta hefur verið mér blessunarríkur dagur.
Séra Ástmar brosir hlýlega. — Það gleður mig sann-
arlega að heyra.
— Það var orðið langt síðan ég hafði kornið í kirkju
þar til í dag.
— Jæja, vinur minn, en ég vona að þú iðrist elcki
eftir því að hafa komið þangað.
— Nei, þangað hefði ég fyrr þurft að leggja leið
mína.
— í guðshús þarf leið okkar allra að liggja, og þar
eigum við víst að finna rétta lausn á öllum vandamálum
lífsins í samfélaginu við Drottinn vorn og Frelsara.
— Svo þangað á glataði sonurinn að leita, þegar
hann vill snúa heim að nýju?
— Já, vissulega. Og við þurfum öll að taka glataða
soninn í dæmisögu meistarans okkur til fyrirmyndar í
því að snúa heim, því öll höfum við á einhvern hátt
villzt frá föðurnum himneska og þurfum að öðlast náð
hans og fyrirgefningu. En föðurkærleikur hans bregzt
aldrei neinum, og þá vissu vona ég, að þú eigir, vinur
minn.
— Já, séra Ástmar. Fyrir þína guðsþjónustu í dag
öðlaðist ég þá vissu, því ég var glataði sonurinn í þess
orðs fyllstu merkingu.
— Guð blessi þig! Séra Ástmar réttir Halli hönd
sína, og handaband þeirra er traust og innilegt. Síðan
segir presturinn:
— Ég vil reynast þér í framtíðinni sem bróðir og
vinur. Leitaðu til mín ef þú heldur að ég geti í ein-
hverju greitt götu þína, hvort sem það er í andlegum
eða veraldlegum efnum. Mundu að hér áttu bróður og
vin, Hallur.
Hallur þrýstir hönd séra Ástmars enn fastar, en
hann skortir orð yfir þakklæti sitt. Þau eru líka óþörf,
séra Ástmar skilur hann í þögninni. Frá þessari stund
eru þeir vinir.
Frú Eygló hefur framreitt kaffið, og gestirnir neyta
þess með þeim hjónunum, en síðan ekur séra Ástmar
gestunum heim, og hinn bjarti helgidagur er að kvöldi
kominn.
Vikan er á enda. Hallur hefur lolcið vinnu sinni og
tekur við verkalaunum sínum. Að þessu sinni fyrir alla
daga vikunnar, því síðastliðinn mánudagsmorgun
mætti hann hress og glaður á réttum tíma til vinnu
sinnar, en það er nýtt fyrir honum.
Hallur stingur vikukaupinu í vasann og heldur af
472 Heima er bezt