Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 6
Viö áramót Enn stöndum vér á áramótum, þessum síendurtekna atburði í Jífi einstaklingsins frá vöggu til grafar og ófrá- víkjanlega lögmáli í ferli sögunnar. Sérhvert ár og ára- mót hafa að vísu sinn sérstaka svip og viðhorf, bæði í lífi heillar þjóðar og hvers einstaklings, en samt er öll- um áramótum sameiginlegt, þau eru varða eða sjón- arhóll, sem vér stöldrum við hjá og litumst um. Horf- um til baka yfir liðinn tíma og gengna slóð, og leitumst um leið við að marka stefnuna áfram út í óvissu hins ókomna, líkt og ferðamaður í dimmviðri, sem hefir einungis tilfinninguna við að styðjast, og reynir að ákvarða stefnuna áfram eftir síðasta kennileitinu, sem hann staldrar hjá. Það væri fávís ferðamaður, sem léti skeika að sköpuðu og anaði hugsunarlaust út í móðuna og mistrið, enda þótt strákalukkan, hafi stundum látið slíkt ferðalag heppnast og skilað ferðalangnum heilum á leiðarenda. Nú um áramótin flutti útvarpið okkur samtöl við ýmsa kunna menn og forystumenn á ólíkum vettvangi þjóðlífsins. Þar voru þeir spurðir fyrst af öllu um, hvað þeim væri minnisstæðast frá liðnu ári. Eins og vænta mátti voru svörin ólík, og mörgum erfitt að rekja ein- hvern einstakan atburð eða fyrirbæri umfram annað, svo sem eðlilegt er, þegar spurt er fyrirvaralaust og svarað skal í sltyndi. Svörin urðu því býsna fjölbreytt og spönnuðu yfir svo fjarlægt svið, sem frá því er fyrsta blómið opnaðist á sandi Surtseyjar og til geimferða og styrjaldarinnar í Viet-Nam, sem fyllir hugi margra, og allir eru á einu máli um, að sé ægilegur harmleikur, þótt þá greini á um stefnu og hafi misjafna samúð með deilu- aðilum. Enda mun flestum farið að skiljast, að hryðju- verk og ógnir styrjalda séu böl mannkynsins, hverjir sem þeim valda, þótt mönnum enn hætti við að meta viðhorf sitt til mannvíganna og hryðjuverkanna eftir því hver þau fremur. Blómið litla í Surtsey er harðla fjarlægt þeim voveif- legu atburðum, og það vekur hvorki heimsathygli né umtal, en er þó stóratburður í sjálfu sér, enn einn vitn- isburður um sigur lífsins yfir dauðanum. Eitt lítið spor á hinni óralöngu leið frá því er fyrsta lífsfruman varð til og tók að starfa á lífvana hnetti vorum. Þegar rætt var um atburði þjóðlífs vors kom í ljós, að mörgum verður tíðhugsað um efnahagsástand þjóð- arinnar og þá atburði, sem í því hafa verið að gerast. Eftir margra ára velgengni, stöndum vér allt í einu gagn- vart þeirri staðreynd, að ytri og innri öfl hafa skapað oss ískyggilega örðugleika. Annars vegar minnkandi sjávarafli og erfitt árferði hins vegar geysilegt verð- fall á útflutningsvörum vorum. Um hvorugt það getum vér sakað oss sjálfa. Vér erum jafnómáttugir að ráða veðri og fiskigöngum og duttlungum heimsmarkaðsins. Hið eina, sem vér ráðum eru viðbrögð sjálfra vor. Hér skal ekki farið út á refilstigu stjórnmálabarátt- unnar, hverjum sé að kenna það, sem miður fer. En í fullri hreinskilni á að vera unnt að ræða viðbrögð þjóð- arinnar í heild, og naumast verður því neitað, að í lýð- ræðisríki hlýtur stefnan í þjóðmálunum að markast af vilja og viðhorfum meiri hluta almennings í landinu. Margra ára góðæri, ásamt rúmum efnahag eftir alda- langa fátækt, hefir gert þjóðina í heild andvaralausa. Vér höfum treyst á það í blindni, að góðærið héldist, og gert kröfur á kröfur ofan um að halda til jafns við þær þjóðir, sem grónastar eru í fyrningum auðs og at- vinnutækja. í sigurvímu vorri hefir oss gleymst, að smáþjóð eins og vér í harðbýlu landi, verður að gera harðastar kröfur til sjálfs sín og neita sér um margt til þess að geta verið sjálfstætt ríki, með öllum þeim kostn- aði og kröfum, er því fylgir. Fyrrum þótti búmannlegt, að byrja búskap á því að fjölga fjárstofni og koma upp fyrningum, jafnvel þótt ganga yrði í snjáðum klæðum og búa við þröng húsa- kynni. Og máltækið sagði að á fyrsta búskaparári væri húsbruni meiri gæfa en hvalreki. Vér höfum nú um skeið lifað við nægtir hvalrekans, og stöndum gagnvart því að reisa við það, sem farizt hefir í áföllum verðfalls og aflabrests. Því reynir nú á manndóm vorn að bregðast drengilega við, að vera jafn örugg í erfiðleikunum eins og áður vorum hóflítil í vel- gengninni. Þó umfram allt halda fullri reisn, þótt minna sé borizt á. Einn merldsatburða liðins árs, var ákvörðun sú að láta smíða tvö skip hér á Akureyri, stærri en áður hef- ir gerzt hér heima. Þótt þessu sé einkum fagnað hér nyrðra, er hér um að ræða mildu víðtækari aðgerðir en það að styrkja atvinnulíf eins landshluta. Hér er stað- fest sú bylting, sem fram hefir verið að fara í íslenzk- um iðnaði, og að þeirri þróun, sé nú svo langt komið áleiðis, að vér getum á hinum vandasömu sviðum hald- ið til jafns við útlendinga, og það ekki einungis í höf- 2 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.