Heima er bezt - 01.01.1968, Page 9
Ferming í Akraneskirkju. Fyrir forgöngu sr. Jóns voru fermingo.rkirtlar fyrst teknir upp a Akranesi. Breiddust þeir út um land
allt á skömmum tíma.
Það má með sanni segja um sr. Jón M. Guðjónsson,
að fátt mannlegt lætur hann sér óviðkomandi og furðu-
legt má teljast hversu víða hann getur beitt sér og
mörgu og miklu til leiðar komið, þegar þess er gætt, að
hann hefur miklum embættisstörfum að gegna í fjöl-
mennu prestakalli. En starfsorka hans er mikil og ekki
er hætta á að hann dragi af sér eða hlífi sér þegar áhuga-
mál hans eru annars vegar. Við hinu er hættara, að hann
unni sér ekki nægrar hvíldar og kunni sér lítt hóf í
störfum.
Strax á fyrstu prestsskaparárum sínum í Holti beitti sr.
Jón sér mjög fyrir því, að vekja þjóðina til meðvitund-
ar um skyldu sína við sjómannastéttina á sviði slysa-
varna. Ræða, sem hann flutti um þetta áhugamál sitt á
þessum árum lýsir vel hvað honum bjó í brjósti. Þar
segir m. a.:
„.... Það hefur ekki verið gert allt sem skyldan býð-
ur. Enn getur það komið fyrir, að þjóðin standi á strönd-
inni og horfi á óskabarn sitt hníga í vota gröf. Enn eru
margir staðir, þar sem bilið þarf að brúa — bilið yfir
hættuna.
íslendingar! Verum samtaka í að brúa það bil — og
gerum það fljótt. Bíðum ekki unz fleiri falla. Verum
samhuga að fækka tárunum meðal okkar og annarra
þjóða — tárunum, sem falla á vanga, er sjórinn tekur
hina dýrustu eign. Við getum svo margt og mikið ef
við viljum það. Og hér þarf viljinn að vera að verki.“
Og sr. Jón átti þann vilja, sem aðra vantaði. Hann átti
hinn góða vilja, hinn fórnfúsa og sterka vilja, sem megn-
aði að hrinda hugsjóninni í framkvæmd, gera hana að
veruleika. Þrátt fyrir stórt heimili og miklar prestsskap-
arannir og búskap á stórbýlinu Holti, varði hann dög-
um og vikum til að ferðast um, stofna slysavarnadeildir
í mörgum sveitum á Suður- og Vesturlandi, vekja áhuga
á málefninu, hvetja til framtaks, styðja og uppörfa.
Undir Eyjafjöllum stóð slysavarnastarfið með miklum
blóma í tíð sr. Jóns. Þar voru tvær deildir starfandi með
þátttöku allra sóknarmanna, yngri sem eldri og lögðu
þær fram drjúgan skerf til slysavarnanna í landinu. —
Svo sem gefur að skilja þvarr ekld áhugi sr. Jóns fyr-
ir málefnum sjómannastéttarinnar er verksvið hans flutt-
ist í hinn mikla útvegsbæ — Akranes. Þar fetaði hann
dyggilega í fótspor fyrirrennara síns og hefur látið
hvers konar umbóta- og menningarmál til sín taka. —
Fyrir forgöngu hans var hafin fjársöfnun og undirbún-
ingur að gerð minnismerkis um óþekkta sjómanninn.
Var það afhjúpað á sjómannadaginn sl. vor. Stendur það
á aðaltorgi bæjarins og mun í framtíðinni bera vitni um
virðingu og ræktarsemi fólksins við þá stétt — sjómenn-
Heima er bezt 5