Heima er bezt - 01.01.1968, Side 13
JAN OKLAND:
Vatnasvæði eða vötn, eins og vér nefnum það
hér ná yfir tjarnir og polla, flóa og mýrar,
stöðuvötn, læki og ár stórar og litlar. Á þess-
um slóðum er fjölbreytt dýralíf, þar eru lax
og silungur, krabbadýr og mýlirfur og ótalmargt fleira.
Vötnin eru sífellt ofarlega á dagskrá. Vér getum nefnt
þar t. d. vatnamiðlun, lagaboð um óhreinkun vatns og
hvaðan vér getum aflað drykkjarvatns. Einnig er rætt
um veiði í vötnum, þjóðgarða og meðferð vatna í þeim.
Verkefnin knýja hvarvetna á, af því að áhrif mannsins
á náttúruna fara sívaxandi með auknum hraða. — En
brennidepill umræðnanna verður þó, hversu vér fáum
hagnýtt oss vatnasvæðin á sem beztan hátt.
Hér verður rætt lítils háttar um dýr í norskum vötn-
um, líf þeirra og lífskjör, og hversu haga megi rann-
sóknum á vatnasvæðunum. Einnig verður drepið á,
hversvegna náttúruvísindunum er nauðsyn á vatnasvæð-
um, sem lítt eru snortin af tilkomu mannanna.
Vötnin eru skarpar mörkuð rannsóknarsvið en hafið
eða þurrlendið. Hvert vatn er oft lítill heimur fyrir
sig, sem hlýðir tilteknum lögmálum. Vér skulum t. d.
athuga um hin uppleystu sölt í vötnunum. Vatnaplönt-
urnar nærast á þeim, hin smávöxnu vatnadýr lifa af
plöntunum, en fiskar og önnur stærri dýr lifa á smá-
dýrunum. Plöntur og dýr deyja og leysast í sundur.
Næringarsöltin hverfa aftur til vatnsins og verða fæða
nýrra plöntukynslóða. Þannig er viðhaldið óslitinni
hringrás. Með tiltölulega einföldum aðferðum getum
vér rannsakað ýmis grundvallaratriði líffræðinnar í þess-
um afmarkaða vatnsheimi. Þannig er það oft tiltölulega
létt að rannsaka ýmsa þætti lífskjaranna, sem eru mikil-
vægir fyrir vatnalífverurnar, og síðan verður unnt að
kanna áhrif þeirra á gerð og lífshætti plantna og dýra.
Fjölbreytni lífsskilyrða í norskum vötnum gefur land-
inu sérstöðu í öflun rannsóknarefnis. Þar eru háfjöll og
láglendi hvort með sínu loftslagi, berggrunnur landsins
er breytilegur, en hann veldur miklu um, hversu dýra-
lífið þróast í vötnunum. Austanfjalls er t. d. héraðið
umhverfis Oslo, tiltölulega lítið um sig en óvenjulega
fjölbreytilegt að bergtegundum og jarðvegi, þetta veld-
ur miklum sveiflum á næringarsöltum í jarðvatninu,
sem aftur orkar á efnasamsetningu í ám og stöðuvötn-
um. Kemur slíkt og mjög greinilega fram í gróðri og
dýralífi. Þarna eru því óvenjulega góð skilyrði til að
kanna áhrif umhverfisins á vatnalífið, svo að slík finn-
ast tæplega annars staðar á jörðinni.
Víða setur náttúran tálmanir gegn dreifingu dýranna,
svo að þau hafa ekki náð að breiðast út um landið allt,
síðan jökla ísaldar leysti. Þegar svo háttar til, gefst færi
á að kanna dreifingarháttu dýra, og hvernig tegundir
nema nýtt land.
Vér skulum því hverfa um 10.000 ár aftur í tímann,
eða að því, er jökull ísaldarinnar var að hverfa. Jökl-
ana leysti, stöðuvötn og ár urðu til. Plöntur og dýr fóru
smám saman að nema hið auða land. Um þær mundir
komu einnig fyrstu steinaldarmennirnir til Noregs.
Hvaðan komu vatnadýrin? spyrjum vér. Sum vatna-
dýr þola salt vatn, og geta því fluzt sjóleiðina. Má þar
nefna lax, urriða, bleikju, hornsíli. En langfæstir þeirra
fiska og annarra dýra, sem í vatni lifa, þola salt vatn. Á
jökultímanum lifðu þessi dýr í ám og stöðuvötnum á
íslausum svæðum Evrópu og Asíu, og hafa leifar þeirra
fundizt í botnleðju stöðuvatna og mýra. Við ísaldar-
lokin gátu dýr þessi komizt til Skandinavíu yfir Eystra-
saltið, sem um skeið var ósalt stöðuvatn, er náði meira
að segja yfir allmikið af láglendi Finnlands og Svíþjóð-
ar. Frá þessu stöðuvatni gátu dýrin komizt upp í norsk-
ar ár og vötn.
Mýrar, sem orðið hafa til úr fornum stöðuvötnum,
geyma oft merkilegar heimildir um dýralíf liðinna
tíma. Djúpt í mýri nokkurri milli Hamars og Elverum
fannst nýlega elgshorn, sem við rannsókn með kolefni
14 reyndist vera um 8000 ára gamalt, við hlið þess voru
leifar vatnasnigla og samlokuskelja. Rannsóknum á dýra-
leifum djúpt í mýrum eða vatnaleðju er enn skammt
komið í Noregi, og bíður þar mikið verkefni.
Vatnafiskarnir hafa hlotið að fylgja samfelldum vatna-
vegum, þar sem skordýr og ýmis önnur vatnadýr gátu
borizt að einhverju leyti yfir þurrt land. Stundum
hafa mennirnir hjálpað dýrunum áleiðis. Á rúnasteini í
Gausdal frá því um 100 e. Kr. sést, að maður flutti
fiska í stöðuvatn. Á vorum dögum eru fiskar fluttir í
veiðilaus vötn, og einnig er reynt að flytja þangað önn-
ur dýr, sem þeir geta lifað af, svo sem krabbadýr, sem
silungur sækist mjög eftir. Vatnakrabbinn stóri, sem er
hafður til manneldis, var fluttur til Noregs af mönnum.
Einnig hjálpum vér fiskigöngunum á annan hátt, t. d.
með að gera laxastiga eða breyta landslaginu að ein-
hverju leyti. Vér setjum kalk í súr stöðuvötn, og leit-
umst við að útrýma þeim fiskitegundum, sem vér telj-
um oss gagnslausar eða skaðlegar, svo að lífsrými nytja-
fiskanna verði meira.
Heima er bezt 9