Heima er bezt - 01.01.1968, Qupperneq 17
ELISABET KRISTOFERSDOTTIR,
NEÐRIHÓL, STAÐARSVEIT:
PARFASTl ÞJÓNNINN
Íslenzki hesturinn. Gangvarinn góði. Höfum við
annars gert okkur Ijóst, hvers virði þessi ágæta
skepna hefur verið íslenzku þjóðinni á umliðnum
öldum. Verið þátttakandi hennar og aflgjafi í erfið-
ustu og oft hættulegustu lífsbaráttunni. Hversu oft var
ekki allt traust vort og trú falið vitsmunum, þrautseigju
og næstum yfirnáttúrlegu þreki hestsins. Þegar stór-
hríðar og náttmyrkur huldu alla sýn. Ægivatnsföll og
öræfi, ógnuðu með óbeizluðu valdi sínu, vanmáttugri
mannsorkunni. Þá var það ekki ósjaldan hesturinn, sem
öllu bjargaði, ef hann fékk að ráða. Ratvísi hans þá
furðuleg og sneitt fyrir allar hættur, þó útsýnin væri
byrgð.
Með ofurefli braust hann yfir ólgandi vatnsföll, með
húsbónda sinn á bakinu. Oft til að bjarga mannslífum.
Valdi þá oftar sjálfur vaðið. Deyf flipanum í vatnið,
sem verið gat krapa- og jakabólgið. Frýsaði, reisti eyr-
un, fyllti lungun lofti og óð út í, hægt en örugglega
og ævinlega á ská upp í straumþungann, þreifandi af
ró og festu eftir hverju fótmáli. Þegar fótfestuna þraut
og sundið var gripið, varð maðurinn einungis að ein-
beita afli og áræði, að losna ekki við hestinn, en halda
sér eða hanga í beizli, faxi eða reiðverum.
Og þegar með guðs hjálp sigurinn var unninn, voru
launin oft ríkuleg. Mannslífi var bjargað. Allt það bezta
sem heimilið hafði að bjóða, var veitt. Blautur búkur-
inn var strokinn. Bezta brekánið á bænum breitt yfir
bakið. Þakklætis- og feginstár hrundu þá ef til vill ofaní
faxið og hljóðlát bæn var himnaföðurnum færð.
Stundum komu lílta litlar hendur með brauð eða
mola og réttu hetjunni, sem hafði fært þeim pabba
heim, heimtan úr helju og þá með lífgjafa til litlu syst-
ur, bróður, mömmu eða annarra ástvina. Þá var kumr-
að lágt og vinalega móti smáu höndunum. Silkimjúkur
flipinn úðaði sælgætið úr lófanum. Augun voru hálf
lokuð dul og dreymandi, en endurspegla þó sældina.
Síðan er makkanum skáskotið í faðminn, ekið til höfð-
inu mjúkt og leitandi, en barnið klórar vini sínum bak
við eyrað. Tekur svo báðum örmunum um frítt höf-
uðið. Leggur kinn að vanga og strýkur mjúkhærða
snoppuna. Er atlotunum hættir, reisir hann höfuðið,
hristir makkann og grípur stærðartuggu í munninn,
kastar henni til yfir stallinum, frýsar stutt og snöggt og
keppist síðan við að éta ilmandi töðuna, safnandi kröft-
um til næstu átaka síðar meir, sem e. t. v. verða þá mót
bjartara degi. Berandi húsbóndann til mannfagnaðar á
svifháu vaðandi tölti. En orkan og fjörið er eins og
falinn eldur, sem blossar upp, ef neisti funans er tendr-
aður og einhver of ágengur ferðafélagi nálgast hættu-
lega. Þá er stokkið upp, kippt háskalega í taumana og
spretturinn tekinn „með fjúkandi manir“. Síðan, til þess
að fullkomna fjölhæfan listagang gæðingsins, er endað
á þrumandi skeiði.
Þegar af baki er stigið, er tekið á rás. Höfðinu reistu
og tígulegu haldið hátt og til hliðar, svo taumarnir
flækist eigi um fót. Ef moldarflag eða sandeyri er ná-
læg, skal fleygja sér þar niður. Velta sér hraustlega,
nudda vanganum við svörðinn. Rísa upp á framfætur og
með snöggum rykk allur. Hrista sívalann búkinn, líta
athugull kring um sig, frýsa létt og eggjandi, jóðla því
næst af kappi í sig grængresið án þess að blása nös.
Lesari góður. Athugaðu gæðinginn sem stendur tygj-
aður í hlaði, tylltur við hestasteininn. Hin meðfædda
eðlisgöfgi geislar af öllum hans svip og látbragði. Sperrt
síkvikul eyrun. Fnæstar nasimar. Japlandi mélin og
stöngin gripin öðm hvoru milli jaxlanna og tuggin.
Stiklandi fótatakið eins og svigrúmið leyfir og krafsað
niður fæti við og við. Þegar knapinn gengur fram,
leggur taumana upp á makkann og stígur í ístaðið, skift-
ir um háttu. Grafkyrr, reistur og tígulegur stendur
hinn vel þjálfaði og tamdi fákur. Hver taug er þanin og
um spennta vöðvana fara skjálftakippir eða smátitring-
ur. Og þá „hrökkva af augum neista él“. Engin minnsta
hreyfing eða jafnvel andardráttur knapans fer framhjá
vökulli, hárfínni skynjan gæðingsins. Allir sannir hesta-
menn þekkja þann himneska unað, sem „leyniþráður-
inn“ milli manns og hests framleiðir. Spilandi fjörið
leikur við taumana og þeir eru eins og kveikjuþráður,
sem hver minnsta hreyfing handarinnar getur tendrað
og gert að báli. Svo þarf líka engin sýnileg tengsli milli
þessara skynjana. Þau túlka slíkt samband milli aðila,
sem er öllu jarðnesku æðra og sem engin orð geta fært
í búning, eða nokkuð annað getur veitt.
Ég hefi orðið fjölyrt um gæðinginn, bæði til afreka
og unaðar. Þar munu eigingjarnar hvatir hafa ráðið. Ég
er sjálf mikill unnandi góðhestsins.
Hesturinn hefur um aldimar þjónað okkur á marga
vegu eða alla þá, sem kringumstæður hvers tíma kröfð-
ust. Vinnuhesturinn var ekki síður þarfur hverjum bú-
anda en reiðhesturinn. En hlutverk hans var þannig, að
Heima er bezt 13