Heima er bezt - 01.01.1968, Page 18

Heima er bezt - 01.01.1968, Page 18
orðstírsins gætti að litlu. Þar var unnið hljóðlátlega í hinni daglegu önn. En engu að síður mikilvægu. Þolinmóður, traustur og nægjusamur vann hann í kyrrþey öll störf búsins, sem geta hans og leikni gátu veitt. Hann dró björg í bú og var aðild hans við heim- ilið tengd fólkinu, sem sagt, frá vöggu til grafar. Hest- urinn var barnsins yndi og átrúnaðargoð. Folaldið, þetta yndislega ungviði, sem pabbi og mamma gáfu í ferm- ingargjöf, varð síðar, í glaðværð og gáska æskunnar, stolt og metnaður eigandans. Þegar ástarguðinn „Amor“ beitti örvum sínum var gæðingurinn ekki ósjaldan lyk- illinn að leynidyrum fyrirheitna landsins. Það var gam- an að geta lánað stúlkunni sinni fráasta fákinn og lofað henni að bjóða öllum í förinni byrginn. Þegar lítill borg- ari boðaði komu sína í heiminn var hesturinn eina far- artækið á landi, sem flutt gat hjáip þegar á lá. Hver getur gleymt göfugmenninu Sveini Pálssyni, eða gæðingnum og stólpagripnum Kóp, er þeir lögðu lífið að veði til líknar. Þegar eigandi Kóps lagði taum- ana í hendur Sveini og sagði: „Honum sem fljóði fóstr- ið skóp fel ég ykkur báða.“ Þegar síðasta ganga einhvers á heimilinu hófst, var kistan flutt á kviktrjám, sem tveir reiðingshestar báru. Þannig var hesturinn okkur ómissandi í lífsbaráttu ald- anna. Þegar engin brú var til. Enginn vegarspotti og engin farartæki á landi. Um Búðahraun á Snæfellsnesi liggja ævafornar göt- ur. Önnur, sem heitir Klettsgata, um Frambúðir vestur hjá Fagurhól, Búðakletti, Búðahelli, Þjóðólfshellum að Miðhúsum í Breiðuvík. Hin er frá neðan- og vestanverð- um Axlarhólum, út vesturenda Búðahrauns, norðantil, að Miðhúsum. Hún heitir Jaðragata. A þessum leiðum, eða aðallega Jaðragötunni, eru sléttir hraunhelluflákar. Þarna eru markaðar tveggja til þriggja sentimetra djúp- ar götur eftir hellunum. Troðnar að öllu leyti eftir hest- inn okkar og að miklu leyti eftir skreiðarlestirnar til forna. Þegar eitt bezta útræði landsins var undir Jökli, aðallega í Dritvík, sóttu menn þangað skreið úr mörg- um sýslum og héruðum. Þarna hefur þarfasti þjónninn oft þurft að stíga nið- ur fæti, til að marka sér þetta óbrotgjama minnismerki, sem hreykir sér ekki hátt, frekar en starfið sem þarna var unnið, en þó til að halda við lífi og þrótti þegn- anna. Oft í harðæri og hafísum. Fóstri minn, Kjartan Þorkelsson, sagði mér frá skreið- arlestununi, sem blöstu við frá Staðastað (en hann var þar milli 1870 og 1880), oft óralangar, fram og til baka, dag eftir dag á vorin. Og stundum í þessum ferðum fæddust lítil folöld, og voru þá reidd ofan á milli, í þar til gerðum meis eða laup, sem hafður var með í ferðina í þessu skini. Þeg- ar áð var og gist var „vaggan“ tekin ofan og fórnandi móðurástin veitti litla afkvæminu næringu og um- hyggju- En svo er það hlutur hestsins í uppeldisstarfi heimil- anna. Hversu mikils virði voru ekki þessir trúu þjónar yngstu kynslóðinni, börnunum á bænum. Þau lærðu að umgangast hestinn og öðluðust þar sína fyrstu hesta- mennsku. Og mikil var oft gleðin, þegar tekizt hafði að láta Grána gamla eða Brúnku skokka með sig fyrsta sprettinn, ríðandi við tvíteyming og dinglandi fótun- um. Þessir dyggu þjónar voru ótrúlega þolinmóðir, þegar teyma þurfti að bakþúfu, kannski oftar en einu sinni, hoppað og klifrað á bak. Stundum tekið í faxið og gengið upp eftir bógnum. Allt eftir lægni og æfingu reiðgarpsins. Svo var stundum þéttsetið frá makka aftur á lend, og þá sat fyrirliðinn oftast fremst, eða með minnsta þátt- takandann fyrir framan sig. Og hafði þá stjórnartaum- ana á hendi. Komið gat fyrir, að öll hersingin hryndi. En þá var bara stoppað og beðið eftir nýrri tilraun. Það var líka ósvikið gaman að sitja ofan á reiðingi og halda sér í klakkinn. Þegar hey var flutt, fékkst stund- um að sitja milli sátanna og vera þá eftirlitsmaður, að ekki hallaðist á eða slitnaði aftan úr. Ef baggamunur var, skildi sitja út við léttari sátuna og þannig halda jafnvæginu. Var þetta hreint ekki svo lítil ábyrgðarstaða og sameinaðist þarna gagn og gaman. Nú er þetta allt horfið úr þjóðlífi okkar. Véltækni nútímans hefur útrýmt að mestu allri vinnuþörf heimil- ishestsins. En gæðingurinn er ennþá í hávegum hafður. Enda augnayndi og eftirlæti allra þeirra, sem kunna að meta hans gullvægu kosti. Að endingu þetta. Megi gifta og heill varða veg gang- varans góða um ókomnar aldir. BRÉFASKIPTI Þorvarður Sigurðsson, Teigaseli, Jökuldal, Norður-Múlasýslu, pr. Hvanná, óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 23 til 24 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Kristjdn Benediktsson, Borgarhöfn, Suðursveit, Austur-Skafta- fellssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 16 til 18 ára. Halldór Á. Guðmundsson, Suðurgötu 106, Akranesi, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 18 til 20 ára. Æski- legt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Lára Jónsdóttir, Einarsstöðum, Vopnafirði, Norður-Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 14 til 16 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Sigurbjörg Gisladóttir, Kvennaskólanum á Blönduósi, óskar eft- ir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 20 til 25 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Ásgerður Hjálmsdóttir, Akursbraut 17, Akranesi, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15 til 17 ára. Hulda Magga Traustadóttir og Guðný Guðlaugsdóttir, Fossvegi 8, Siglufirði, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14 til 16 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Ingveldur V. Illugadóttir, Gríshóli, Helgafellssveit, Snæf., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16 til 17 ára. Aðalsteinn Ólafsson, Garðsstöðum, Ögurhreppi, óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 13 til 14 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. 14 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.