Heima er bezt - 01.01.1968, Side 20

Heima er bezt - 01.01.1968, Side 20
Hvað sem því líður er það vafalaust rétt, að Kári hef- ur fengið Hildigunnar, höfundur sögunnar hefur þekkt til niðja þeirra, eftir því sem segir í niðurlagi hennar. Inn í ramma þann sem kvonfang Höskuldar og Kára mynda, er þeir fengu Hildigunnar, er fléttuð margvís- legu efni, sem ég hirði ekki að rekja sundur. Meðal staðreynda sögunnar er svo samspil þeirra Njáls og Gunnars á Hlíðarenda og verður vikið að því síðar. Öllu þessu efni er slungið saman í listræna heild af Njáluhöfundi, hver sem hann hefur verið, hvort hann er Þorvarður Þórarinsson eða einhver annar nákominn Steinvöru Sighvatsdóttur húsfreyju á Keldum. NJÁLL ÞORGEIRSSON. „Þórólfur bróðir Ásgerðar, nam land allt að ráði henn- ar fyrir vestan Fljót milli Deildará tveggja ok bjó í Þórólfsfelli. Hann fæddi þar Þorgeir gollni, son Ás- gerðar, er þar bjó síðan. Hans sonur var Njáll, er inni var brenndur með áttunda mann at Bergþórshvoli," segir í Landnámu. Áður var sagt frá því: „Ófeigur hét ágæt- ur maður í Raumsdælafylki. Hann átti Ásgerði, dóttur Asks hins ómálga. Ófeigur varð missáttur við Harald konung hárfagra og bjóst af því til Islandsferðar. En er hann var búinn, sendi Haraldur konungur menn til hans, ok var tekinn af lífi, en Ásgerður fór út með börn þeirra ok með henni Þórólfur, bróðir hennar laungetinn.“ Þá segir frá því að Ásgerður nam land milli Seljalandsmúla og Markarfljóts og Langanes alt upp til Jöldusteins og bjó norðan í Katanesi. Börn Ófeigs og Ásgerðar voru: Þorgeir gollnir, Þorsteinn flöskuskegg, Þorbjörn kyrri, Álöf elliðaskjöldur og Þor- gerður. Síðar giftist Ásgerður Þorgeiri hörzka, synir þeirra voru: Þorgrímur mikli og Holta-Þórir, faðir Þorleifs Kráks og Skorar Geirs. Njáll virðist vera allvel ættaður eins og hér segir: Njáll á Bergþórshvoli, sonur Þorgeirs gollnis, sonar Ásgerðctr, dóttur Asks hins ómálga, maðurÁsgerðar var Ófeigur í Raumsdælafylki. Aðalheimild um Njál er saga sú er ber nafn hans og hefur orðið mikið umræðuefni á síðari tímum. Aðrar heimildir eru Landnáma, eins og getur hér á undan og annálar og í Gunnlaugssögu ormstungu segir að eitt af þremur fjölmennustu þingum hafi verið eftir brennu Njáls. Konungsannáll telur Njálsbrennu hafa orðið 1010. — Lögmannsannáll getur hennar 1009 og bardaga á Alþingi 1011. — Flateyjarannáll telur brennuna til ársins 1009 og bardagans á Alþingi 1011. Mér virðist að höfundur Njálu muni hafa byggt sögu sína að verulegu leyti á rituðum þáttum af aðalviðburð- um þeim, er snerta aðalpersónur hennar. Þungamiðja sögunnar er Njáll og örlög hans. í sambandi við sögu Njáls fléttar höfundur ýmsum öðrum sögum, eins og t. d. vígaferlum Gunnars á Hlíðarenda, Njálssona, Kára o. fl. Þessar sögur virðast hafa heillað höfundinn. Aðrir sem örlögum skipta í sögunni eins og Mörður og Flosi, höfuðandstæðingar Njáls, eru ekki gæddir þeim blæ, sem gert hefur Njálu jafn hugþekka og raun ber vitni og gæti það verið nokkur bending um höf- undinn. Rétt er nú, áður en lengra er haldið að gera sér grein fyrir því, hvernig háttað var valdaskiptingu í Rangár- þingi um árið 1000. Þar hafa verið þrír goðorðsmenn, þeir Runólfur goði í Dal, sonur Úlfs örgoða, Valgarð- ur grái og Mörður sonur hans á Hofi og Oddaverjar Svartur Úlfsson og Loðmundur sonur hans faðir Sig- fúsar föður Sæmundar fróða. Sennilega hafa þeir Svart- ur og Loðmundur báðir verið á lífi árið 1000. Það virðist því hafa verið eins konar klíka, sem hafði völd í Rangárþingi á tímum Njáls. — Einkennilegt er að höf- undur Njálu skuli geta þess að Kolbeinn ungi hafi ver- ið afkomandi Valgarðs gráa. Annars getur hann ekki þrettándu aldar manna, Kolbeinn virðist hafa verið hon- um hugstæður. Njáll virðist ekki hafa verið goðorðsmaður og valda- lítill, en góður bóndi og áhrifamikill bak við tjöldin. Kona Njáls er nefnd Bergþóra Skarphéðinsdóttir í Njálu. Nafn hennar þykir mér tortryggilegt og líkast því að höfundur hafi búið nafnið til eftir nafni bæjar- ins vegna þess að hann hefur ekki vitað nafn hennar. Líklegt er þó að Bergþóra hafi verið heimasæta á Berg- þórshvoli og Njáll þannig fengið jörðina með henni, þá gæti verið að nafn jarðarinnar væri af nafni t. d. afa hennar. Mér hefur þótt rétt að vekja athygli á þess- um atriðum. Þau Njáll og Bergþóra áttu þrjá syni og þrjár dætur, auk þess átti Njáll launson. Höfundur Njálu lýsir Njáli þannig: „Hann var lög- maður svá mikill, at engi fanst hans jafningi, vitr var hann ok forspár, heilráðr ok góðgjarn, ok varð alt at ráði, þat er hann réð mönnum, hógværr ok drenglynd- ur. Hann leysti hvers manns vandræði, er á hans fund kom.“ Og ekki gleymdi höfundur að geta skeggleysis Njáls. Rétt er að hafa það í huga að það eru um 600 ár síðan þessi lýsing á Njáli er skrásett og líklegt að menn hafi lagt annað mat á hæfileika og manngildi en nú er gert. Þó Njáll væri ekki goðorðsmaður, hefur honum um ýmislegt svipað til höfðingjanna. Hann var ekki síður ættaður en þeir, sem með goðorðin fóru í Rangár- þingi og hann hefur líklega verið snjallari lögmaður en þeir. Vinahópur Njáls virðist ekki hafa verið stór, eftir sögunni að dæma. Það er Gunnar á Hlíðarenda, sem hann leggur alla alúð við. Mikið eða öllu heldur mest af viðræðum þeirra Njáls og Gunnars er auðvitað skáldskapur höfundar sögunnar eða sögumanna hans. Hins vegar bera frásagnirnar þess vitni að Njáll hefur verið slunginn ráðagerðamaður og hefur sá þáttur í fari hans sennilega verið minnistæður, enda kemur sú gáfa víðar fram. Telja má víst að kona Gunnars á Hlíðarenda hafi ver- ið Hallgerður langbrók Höskuldsdóttir (í Landnámu er hún kölluð ,,snúinbrók“). Njáluhöfundi liggur ekki vel orð til hennar og gerir hana að mesta foraði. í Framhald á bls. 23. 16 Heirrw er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.