Heima er bezt - 01.01.1968, Page 22

Heima er bezt - 01.01.1968, Page 22
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR KOSSAR 1. UNGA FRÚIN HREPPSTJÓRANS. Á fyrstu árum mínum í Stykkishólmi, síðla vetrar 1922, var haldið þar búnaðarnámskeið fyrir nágranna- sveitirnar. Var þessa námskeiðsdaga allmargt aðkomu- manna í kauptúninu. Fyrirlesararnir á búnaðarnámskeiðinu fluttu sín er- indi fyrrihluta dags, en á kvöldin voru málfundir, þar sem tekin voru til umræðu ýmis mál, óviðkomandi bú- skap bænda. Eg man sérstaklega umræðuefnin eitt kvöldið. Þá var rætt um kveðjur, ávörp og titla. Þar var meðal annars rætt um ávarpið frú, sem á þeim árum var sérstaklega látið tákna hefðarkonu. — Aðallega konur embættis- manna og kaupmanna. Voru ungir menn á fundinum andstæðir þessu ávarpi, sem sérstöku tignar-heiti, og vildu að allar konur, ungar og gamlar, væru nefndar friír, eins og allir karlar væru ávarpaðir herrar, t. d. á sendibréfum. En þeir fundarmenn, sem töldust ráðnir og rosknir, voru á móti þessu og fannst kenna í þessu uppreisnar- anda hjá ungu mönnunum. Engin kona tók til máls um þetta umræðuefni, en yfirleitt virtust þær mótfallnar því, að allar konur væru titlaðar frúr, hvort sem þær væru ungar eða gamlar, giftar eða ógiftar. En eitt held ég að allir hafi verið sammála um, að leggja ætti niður ávarpið ekkja, eða ekkjufrú, sem þá var algengt ávarp á sendibréfum. En þetta umræðuefni hleypti þó engum æsingi í fund- inn. — En það voru umræðurnar um kossana, sérstaklega kveðjukossana, sem hleyptu lífi í fundinn. En nú má ekki gleyma því að þetta gerðist fyrir nær því hálfri öld eða fyrir 45 árum, en þá voru kveðjukossar mjög algengir um land allt, þótt nokkuð væri þetta misjafnt eftir héruðum. — Unga fólkið var þó farið að rísa upp á móti þessari misnotkun kossanna. I umræðunum vakti saga gamla hreppstjórans, sem fundinn sat, mesta athygli. En saga hans var þannig: Þegar hann var nýgiftur, hóf hann búskap á jörð, sem um marga áratugi hafði verið þingstaður hreppsins. — Manntalsþing og allir hreppsfundir voru því jafnan haldnir á þessu heimili. Fyrsta vorið, sem ungu hjónin bjuggu á þessum þing- stað, var haldinn þar fjölmennur hreppsfundur. Fund- inn sátu milli 30 og 40 manns. Vitanlega allt karlmenn á ýmsum aldri. Ungu hjónin voru gestrisin og gáfu öll- um kaffi og var kaffið drukkið í tveimur eða þremur hópum, en um leið og hver hópur stóð upp frá kaffinu, gekk hver og einn beina leið til húsfreyjunnar og kyssti hana fyrir kaffið. Var víst ekki örgrannt um, að sum- um dveldist lengur en öðrum við þakkarkossinn og urðu kossarnir stundum fleiri en einn og fleiri en tveir. En það þótti á þeim tímum vináttu- og virðingarmerki, þegar fólk var að kveðjast eða þakka fyrir sig, að hafa kossana marga. Þessi gamli hreppstjóri sagðist aldrei geta gleymt þess- um kossadegi — og síðan gæti hann ekki þolað þessa kveðjukossa og vildi helzt banna þá.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.