Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1968, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.01.1968, Qupperneq 25
Og sumar sjálft uni blómknapp, á sælum gróðrartíma? Hvað munar þig þá meyja, þó miðla gerir kossum? Því fjáðri*) muntu finnast þess fleiri, sem þú gefur.“ Þetta segir Steingrímur um ungu stúlkuna og koss- ana. Er þarna leikinn skáldlegur orðaleikur, sem ekki er víst að flytji skáldleg sannindi. Mærin unga, sem á ótæmandi sjóð ógefinna kossa, verður því ríkari af koss- um, sem hún gefur fleiri, segir Steingrímur. Ekki er víst að þessi skáldlegi orðaleikur sé skáldleg raun-speki. Það er vandfarið fyrir unga stúlku með alla sína kossa- auðlegð. Þetta er ekki ólíkt uppsprettu hitalindar. Hún tæmist aldrei, en því aðeins auðlegð, að hún sé beizluð og henni stjórnað til heilla. — Hin ótæmandi kossaauð- legð ungra stúlkna er ekki fullkomin auðlegð, nema vel sé með auðinn farið. Kossa-auðlegðin og hin ótæmandi uppspretta á bak við kossinn er ekki fullkominn hamingjugjafi, nema heit og ljúfleg ást fylgi kossinum. Annars getur hver gefinn koss aukið fátækt, en ekki bætt við auðlegð. — Kossinn er auðlegð, sem fara verður vel með og aldrei ætti að gefa koss í kæruleysi án ástartilfinninga. Það er vanhelgun á þessari dýrmætu auðsuppsprettu, sem skáld- ið segir að vaxi við hvern gefinn koss. En nú held ég að ég hafi hætt mér út á hálan is, að fara að ræða þetta viðkvæma og dulmagnaða mál. Að ræða um ástir og kossa er enginn leikur og útilokað að beita þar heilbrigðum rökræðum. Þetta efni er hug- næmt til umhugsunar, en erfitt til umræðu. Þögnin er í þessu máli gull, en ræðan aðeins silfur, eða ennþá minna virði. En þegar ástin er lofsungin af skáldum og draumóra-mönnum, þá er jafnan rætt um kossinn, sem hina ljúfustu lífsnautn. Sá, sem aldrei hefur kynnzt kossinum, hefur misst af einum mesta unaði lífsins. Ég vorkenni sannarlega íbúum Austur-Asíu, ef þeir þekkja ekki kossinn og hans dulmagnaða vald. En ef- laust bæta þær sér þá vöntun með öðrum ástaleikjum, en þó varla göfugri en kossinn er í sínu innsta eðli og unaði. Kossar, sem gefnir eru í svallsamkvæmum og fjöl- menni, er varla hægt að telja til ástaratlota, því að hinn ljúfi ástarkoss nýtur sín ekki og missir sinn helgasta un- að, ef fjölmenni er viðstatt. Allar ástir eru í leyndum og einkamál tveggja. Því segir Þorsteinn Erlingsson í Eiðnum: „í dögg á Edens aldinreinum sjást aldrei nema tveggja spor.“ Þorsteinn Erlingsson segir líka á öðrum stað í Eiðn- um: „í stofuna sólin sæla skein, þau sátu þar tvö við borðið ein, * Fjáðri: Ríkari. og mærin var ung og hjartahrein, hún hafði kysst hinn fríða svein í leyni.“ Allir kossar eru kysstir í leyni, en ótrúlega oft kemst þetta leyndarmál elskendanna upp. — Um það fjallar serbneska ævintýrið, sem Steingrímur Thorsteinsson hefur þýtt. — Ljóðið heitir: Allt kemst upp. „Sátu á engi sveinn og meyja og kysstust sætt og blítt og héldu að enginn sæi. Ei var svo, því engið græna sá það, engið sagði lambaflokknum hvíta, lambaflokkur sagði sínum hirði, síðan hirðir vegfaranda á þjóðbraut. Vegfarandi skundar burt með skipi, skipherranum slíka nýjung tjáir. Skipherrann lét skipið af því vita, skipið hraða sagði vatni djúpu, vatnið sagði móður ungrar meyjar, meyjan fagra kvað þá svo í reiði: „Græna engi! Gró þú aldrei framar, grimmir vargar rífi þig og tæti. Bölvís hirðir! bana hljóttu af Tyrkjum, báða fætur misstu vegfarandi! Skipherra! — Þú skolist burt i ósjó, skipið hraða! — Funa þú í báli, vatnið djúpa! — Þorna þú að grunni.” ” Þetta segir serbneska ævintýrið um kossinn, sem átti að vera í leyni og enginn átti að hafa séð. En engið græna sá það. — Þetta munu líka mörg ungmenni hafa reynt, bæði í Serbíu austur og í dölum og fjallabyggð- um íslands. Einhvern veginn kemst allt upp, og svo er að sjá sem leyndarmálið berist um byggðina með vind- um loftsins og hefur þá margri ungmeynni sárnað, eins og í serbneska ævintýrinu. Þessi þáttur um kossana verður ekki lengri að sinni, en slíkt efni verður aldrei útrætt. Ég hef skrifað þennan þátt bæði í gamni og alvöru og ætlast til að lesendur greini alvöruna frá gamninu. — Á einum ástarkossi getur oltið öll framtíð ungmenna, og sýnir það, að alvara getur verið með í leiknum. Gleðilegt nýbyrjað ár. Stefán Jónsson. BRÉFASKIPTI Guðrún Ingvadóttir, Bakka, Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu, ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12 til 14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Sigrún Hulda Eyfjörð, Helgafelli, Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 11 til 14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Dorothea Gisladóttir, Hofsá, Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu, ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12 til 14 ára. Heima er bezt 21

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.