Heima er bezt - 01.01.1968, Side 28
Ég og tvíburabróðir minn Halli, vorum 12 ára er
saga þessi gerðist. Við vorum nokkuð stórir eftir
aldri, Halli dökkhærður, en ég ljóshærður. Við átt-
um þá heima í stóru hvítu húsi, rétt ofan við kaup-
staðinn, hjá foreldrum okkar og þrem systrum.
Við þóttum óþægir í skólanum og utan hans, og
oft stóðum við fyrir prakkarastrikum sem framin
voru í kaupstaðnum. Af þeim sökum álitu margir
íbúar hans, að við værum hinir verstu þorparar.
En þrátt fyrir það allt gekk okkur vel að glíma
við skólabækurnar og vorum taldir, af meiri mönn-
um, duglegir við nám. Fannst okkur mest gaman að
mannkynssögunni og vorum alltaf hæstir í henni í
okkar bekk. Mikið lásum við af sögubókum og höfð-
um mest gaman af sjóræningjasögum, svo og öðrum
bókum, sem voru mjög spennandi og ævintýralegar.
Og nú var svo komið, að okkur var farið að langa til
þess að lenda í ævintýrum eins og aðalsöguhetjurnar
í skemmtilegustu bókunum.
Já, og svo varð hugmyndin til.
Jón gamli í Naustinu átti lítinn árabát. Höfðum
við bræður oft fengið hann lánaðan hjá Jóni gamla
er gott var veður og róið okkur til skemmtunar út
á víkina. Var þetta hinn mesti sómabátur.
Kvöld eitt síðla í ágústmánuði vorum við bræður
háttaðir og ætluðum að fara að sofa, þegar Halli sagði
allt í einu:
„Heyrðu, Skari, heldur þú að það væri ekki gam-
an að stela séttunni hans Jóns gamla einhverja nótt-
ina og róa síðan út á hafið í ævintýraleit? — Já, og
gerast kannske sjóræningjar.“
„Já, og hafa bækistöð í einhverri eyðivíkinni fyr-
ir norðan Sléttafjörð,“ sagði ég, en hélt svo áfram og
talaði nú lægra svo að enginn óviðkomandi gæti heyrt
það sem ég sagði: „Þetta er ágætis hugmynd hjá þér,
bróðir sæll. Og jafnvel þótt við gerðumst ekki sjó-
ræningjar, þá væri gaman að stela séttunni hans Jóns
gamla. Við myndum örugglega lenda í einhverjum
ævintýrum. T. d. yrðum við eltir, þegar upp kæmist
um stuld okkar. Heldur þú að það yrði ekki fjör,
maður? Allt plássið kæmist í uppnám!“
„Já, og ef við yrðum eltir á sjó, þá róum við bara
inn í Litluvík eða Grunnuvík og stingum svo af upp
á fjöll. Þá væri þetta bæði orðið sjó- og fjallaævin-
týri,“ mælti Halli.
„Já, en hvað heldur þú að yrði gert við okkur, ef
við næðumst eða þegar við snerum aftur heim,“
spurði ég.
I
„O — bara ávítaðir eitthvað, svo og sennilega
hýddir. En hvað myndi það vega upp á móti hinum
stórskemmtilegu og spennandi ævintýrum, er við
myndum lenda í?“ svaraði Halli. Hann var kaldari
en ég, en um leið kærulausari.
„Það er satt hjá þér, þetta yrði mjög skemmtilegt,“
mælti ég.
„Já, og svo hefði pabbi gott af því að koma svolít-
ið út og viðra sig. Hann situr alltaf inni á skrifstof-
unni, kengboginn yfir pennanum eða ritvélinni,“
sagði Halli.
„Þú átt við, að hann mundi veita okkur eftirför.“
sagði ég.
„Já, hann mundi sennilega gera það. Kannski er
24 Heima er bezt