Heima er bezt - 01.01.1968, Qupperneq 32
að við færum að ráðast til niðurgöngu og rannsaka
þessi dularfullu leynigöng. Ég tók þessari uppá-
stungu hans vel, en sagðist vilja vera á undan þar eð
ég væri með vasaljósið. Samþykkti Halli það, síðan
lögðum við af stað niður.
í fyrsta þrepinu var ég næstum því dottinn því að
það var svo sleipt og illa höggvið. Lét ég mér þetta
að kenningu verða og var gætnari. Við héldum nú
áfram niður, hægt og varlega. Eftir því sem neðar
dró virtust leynigöngin fara breikkandi og við urð-
um forvitnari og forvitnari. Hvar myndu göngin
enda?
Allt í einu sá ég eitthvað fyrir framan mig og nam
staðar til að athuga það nánar með vasaluktinni.
Komst ég þá að því, að við vorum staddir í fremur
litlum helli og það sem ég hafði séð fyrir framan mig
var ekki annað en blautur klettaveggur. En þegar ég
skimaði betur um hellinn með vasaluktinni, kom ég
auga á nokkuð merkilegt. Ég kom nefnilega auga á
kassastafla sem þarna var vel upp hlaðinn.
Nú urðum við bræðurnir fyrst fyrir alvöru for-
vitnir og fórum þegar að rannsaka þessa kassa. Kom-
umst við þá að því að það sem í kössunum var, var
Genever áfengi og vindlingar. Við bræður litum
hvor á annan.
„Smyglarar, við höfum komizt á spor smyglara,11
sagði Halli nokkuð æstur.
„Já,“ sagði ég, „á því leikur enginn efi. Við erum
svei mér lentir í ævintýri. Fyrst leynigöng, svo hell-
ir í iðrum jarðar, fullur af smyglvarningi.
IV
Við vorum seztir á sinn hvorn kassann, sem báðir
voru fullir af vindlingum, þegar ég sagði:
„Jæja, bróðir sæll, hvað eigum við nú til bragðs að
taka? Við höfum uppgötvað mikið nú á tæpum hálf-
tíma, já, ótrúlegar uppgötvanir en samt sannar. Væri
nú ekki bezt að við snerum heim og segðum frá öllu
saman, þá mundum við stuðla að því, að þeir sem
smyglvarning þennan eiga, verði teknir höndum.“
„Jú, en ég er hræddur um að það muni enginn
trúa okkur því að þetta er allt saman svo ótrúlegt.
Já, og ef við snúum nú heim þá verður ekkert meira
úr þessu stroki okkar. Við ætluðumst þó til þess að
það stæði lengur yfir, þegar við fórum að heiman,“
sagði Halli. Frh.
Brotabrot
Framhald af fyls. 17.
að vera á milli þeirra í hlaupalokin. Eitt ágústkvöld
þegar ég var 10 ára heyrði ég inn í stofu einhver kyn-
leg org, tryllingsleg, sogandi og kyngimögnuð — eins
og grimmdaræði eitt getur framleitt hjá skepnum.
Þegar út kom sá ég hvers kyns var. Brúnn barðist
þar við stóðhest frá næsta bæ. Varnaði honum að kom-
ast til folaldshryssu, sem var neðan við girðinguna.
Slíkum aðgangi er ekki gott að lýsa. Þeir orguðu,
bitust og börðust, stóðu á afturfótum og lömdu hvorn
annan með framfótunum. Veltust um í þýfinu, og
reyndu að koma höggum við í byltunum. En allt í einu
flýði folinn og Brúnn stóð eftir og blés.
Við nutum bæði sigursins vinirnir.
Þetta sama sumar fór bóndi í kaupstað með Brún
undir reiðingi. Seint um kvöldið kom hann svo heim,
drukkinn. Teymdi hann Brún með fullum klyfjum og
ýmsu trússi niðri í milli.
Ég sá strax að eitthvað var að. Reiðingurinn var
frammi á hálsi hestsins og reiðinn ekki spenntur. Þeir
komust loks heim á hlaðið.
Brúnn leit snöggvast til mín, svo beygði hann sig
áfram og lét allt saman steypast fram af sér. Kippti
höfðinu snöggt undan reiðingnum og steig svo hægt
og hóglega upp úr gjörðunum. Taumurinn var fastur
undir reiðingnum. Ég hljóp til og leysti hann. Þá var
mér litið í augu þessa vinar míns. Þar sá ég speglast
reiði og sársauka yfir meðferð og ræfildómi manna.
Og svei mér þá, þar örlaði líka á fyrirlitningu og hatri.
Við röltum af stað upp í Iautir, þar sem hin hrossin
voru. Þar klappaði ég vini mínum lengi og kyssti hann
á silkimjúkan flipann. Bað hann fyrirgefningar á öllu
óréttlætinu, sem mannkindin sýnir skepnum æ ofan í
æ. Þó ég tæki út úr honum teyminginn, stóð hann bara
kyrr og starði út í loftið, hugsandi, en reiðin var að
sjatna.
Það var eins og hann væri að ráða torráðna gátu til-
verunnar, en svo hrissti hann sig allt í einu og dansaði
á fákspori upp í lautina.
BRÉFASKIPTI
Magnús Ólafsson, Garðsstöðum, Ögurhreppi, óskar eftir bréfa-
skiptum við stúlku á aldrinum 20 til 21 árs. Æskilegt að mynd
fylgi fyrsta bréfi.
Héðinn Ólafsson, Garðsstöðum, Ögurhreppi, óskar eftir bréfa-
skiptum við stúlku á aldrinum 19 til 20 ára. Æskilegt að mynd
fylgi fyrsta bréfi.
Ingibjörg Guðjónsdóttir, Hreiðarstaðaskoti, Svarfaðardal, Eyja-
fjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 12 til
14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
28 Heima er bezt